Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Aron Guðmundsson skrifar 5. júlí 2025 10:01 Agla María hér á æfingu íslenska kvennalandsliðsins fyrir fyrsta leik á EM gegn Finnlandi á dögunum Vísir/Anton Brink Agla María Albertsdóttir þurfti á sínum tíma að láta landsliðsferil sinn mæta afgangi þegar nóg var um að vera í lífi hennar. Hún var valin aftur í landsliðið skömmu fyrir EM og er mjög þakklát fyrir að vera komin á EM. Agla María var valin aftur í landsliðið í maí fyrr á þessu ári fyrir loka leiki Íslands í Þjóðadeildinni. Fyrir það hafði hún ekki spilað landsleik síðan í desember árið 2023. Lengi vel lá á huldu hvers vegna Agla María gaf ekki kost á sér í landsliðið en auðveldast er að segja að lífið hafi einfaldlega verið of flókið á þessum tíma. „Það er bara ýmislegt. Margir boltar sem ég er með fyrir utan fótboltann. Ég fann bara að ég þurfti að taka mér frí frá landsliðinu. Vera ekki undir svona gífurlega miklu álagi. Það er helsta ástæðan fyrir þessu,“ segir Agla María í samtali við íþróttadeild Sýnar. Klippa: „Ég þurfti að taka mér frí frá landsliðinu“ Þú þurftir að forgangsraða í lífinu? „Já það er rétt skilið.“ Hver var þá aðdragandi þess að þú kemur aftur inn í hópinn? Er það Þorsteinn sem hefur samband og þú hugsar málið? „Já Steini heyrir í mér og ég kem inn í verkefnið fyrir EM en þá bara opið hvort ég yrði í lokahópnum eða ekki. Svo enda ég á því að vera í lokahópnum. Þetta er ekki flóknara en það.“ Það hefur verið spennandi tilhugsun að snúa aftur og enda þá hér á EM? „Já engin spurning. Ef þú hefðir spurt mig í byrjun árs hvort ég væri á leiðinni á EM þá hefði svarið líklegast ekki verið já. En það er bara óvænt ánægja að vera hér og ég er mjög þakklát fyrir það.“ Ísland laut í lægra haldi fyrir Finnlandi í fyrsta leik liðanna í A-riðli EM í Sviss á dögunum. Ísland mætir Sviss á morgun á Wankdorf leikvanginum í Bern og hefst leikurinn klukkan sjö á íslenskum tíma. Honum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Umfjöllun íþróttadeildar um mótið má finna í gegnum hlekkinn hér fyrir neðan. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Fleiri fréttir Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Sjá meira
Agla María var valin aftur í landsliðið í maí fyrr á þessu ári fyrir loka leiki Íslands í Þjóðadeildinni. Fyrir það hafði hún ekki spilað landsleik síðan í desember árið 2023. Lengi vel lá á huldu hvers vegna Agla María gaf ekki kost á sér í landsliðið en auðveldast er að segja að lífið hafi einfaldlega verið of flókið á þessum tíma. „Það er bara ýmislegt. Margir boltar sem ég er með fyrir utan fótboltann. Ég fann bara að ég þurfti að taka mér frí frá landsliðinu. Vera ekki undir svona gífurlega miklu álagi. Það er helsta ástæðan fyrir þessu,“ segir Agla María í samtali við íþróttadeild Sýnar. Klippa: „Ég þurfti að taka mér frí frá landsliðinu“ Þú þurftir að forgangsraða í lífinu? „Já það er rétt skilið.“ Hver var þá aðdragandi þess að þú kemur aftur inn í hópinn? Er það Þorsteinn sem hefur samband og þú hugsar málið? „Já Steini heyrir í mér og ég kem inn í verkefnið fyrir EM en þá bara opið hvort ég yrði í lokahópnum eða ekki. Svo enda ég á því að vera í lokahópnum. Þetta er ekki flóknara en það.“ Það hefur verið spennandi tilhugsun að snúa aftur og enda þá hér á EM? „Já engin spurning. Ef þú hefðir spurt mig í byrjun árs hvort ég væri á leiðinni á EM þá hefði svarið líklegast ekki verið já. En það er bara óvænt ánægja að vera hér og ég er mjög þakklát fyrir það.“ Ísland laut í lægra haldi fyrir Finnlandi í fyrsta leik liðanna í A-riðli EM í Sviss á dögunum. Ísland mætir Sviss á morgun á Wankdorf leikvanginum í Bern og hefst leikurinn klukkan sjö á íslenskum tíma. Honum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Umfjöllun íþróttadeildar um mótið má finna í gegnum hlekkinn hér fyrir neðan.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Fleiri fréttir Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Sjá meira