Sport

Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Portúgalski tenniskappinn Francisco Cabral bar minningarborða um Diogo Jota og bróður hans André Silva.
Portúgalski tenniskappinn Francisco Cabral bar minningarborða um Diogo Jota og bróður hans André Silva. Getty/Ezra Shaw

Wimbledon risamótið í tennis stendur nú yfir í London en þetta er risamótið þar sem hefðir og venjur eru í hávegum hafðar.

Það varð þó breyting á því í kvöld þegar keppendur fengu sérstakt leyfi til að heiðra minningu Liverpool mannsins Diogo Jota.

Jota lést í bílslysi ásamt yngri bróður sínum André Silva en Liverpool framherjinn var aðeins 28 ára gamall.

Forráðamenn Wimbledon mótsins gáfu keppendum leyfi til að brjóta hefðina yfir að klæðast alhvítum fötum á mótinu.

Portúgalski tennisspilarinn Francisco Cabral nýtti tækifærið og bar minningarborða um Jota í tvíliðaleik sinum.

Cabral sagði Jota hafa verið mikla fyrirmynd, goðsögn og bara yndisleg manneskja.

Cabral tapaði leik sínum ásamt Austurríkismanninum Lucas Miedler en þeir voru að spila við Tékkana Petr Nouza og Patrik Riki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×