Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Agnar Már Másson skrifar 4. júlí 2025 14:59 Stefán Eiríksson er útvarpsstjóri. Vísir/Arnar Ísraelsmenn taka að óbreyttu þátt í Eurovision á næsta ári þar sem atkvæðagreiðslu um að meina þeim frá þátttöku var frestað fram á vetur. Fulltrúar Rúv vildu keppnisbann yfir Ísraelsmönnum og líklegt þykir að tillaga þess efnis hefði verið samþykkt ef gengið hefði verið til atkvæðagreiðslu. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva EBU kom saman í London í gær og í dag á aðalfundi þar sem þátttaka Ísrael í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hefur meðal annars verið til umræðu. Stjórn Ríkisútvarpsins hafði beint þeim tilmælum til Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra að ef tillaga kæmi fram á fundinum um að vísa KAN, ísraelska ríkisútvarpinu, úr keppninni skyldi Rúv styðja slíka tillögu. Íslendingar, Slóvenar og Spánverjar eru sagðir hafa verið í broddi þeirrar fylkingar á fundinum sem banna vildi Ísraelsmenn frá keppni en ríkisútvörp Austurríkis, Þýskalands og Sviss voru þau einu sem lýstu opinberlega stuðningi við Ísrael, að sögn Ynet og Eurovision fun. EBU ákvað þó að atkvæðagreiðsla færi ekki fram um brottvísun Ísraels úr Eurovision, heldur að henni yrði frestað og umræðan framlengd. Þetta þýðir að Ísrael fær í bili að taka þátt í söngvakeppninni. Líklega hefði þeim verið bannað að taka þátt hefði atkvæðagreiðslan farið fram að sögn Jerusalem Post, en Ísraelsmenn hefðu samkvæmt því aðeins verið skildir út undan í eitt ár. Erlendir miðlar greina enn fremur frá því að málið verði aftur tekið fyrir á fundi samtakanna í vetur. Breska ríkisútvarpið hafi lagt til að lokaákvörðun yrði tekin í vetur, skrifar Eurovision Fun, en sú ákvörðun sé háð því hvernig stríðið þróast. „Ef stríðið heldur áfram fram í veturinn, þegar málið verður skoðað aftur, mun KAN eiga erfitt við að halda áfram í Eurovision,“ hefur Ynet eftir heimildarmanni í EBU. Eurovision fun bendir á að ákvörðun BBC gæti hafa verið tekin undir áhrifum af nýlegum fréttaflutningi af Glastonbury-hátíðinni, þar sem ummæli eins tónlistarmanns sem kallaði eftir dauða ísraelskra hermanna vöktu sterk viðbrögð. Ekki hefur náðst í Stefán Eiríksson útvarpsstjóra við vinnslu fréttar. Ísrael Eurovision Eurovision 2026 Ríkisútvarpið Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Sjá meira
Samband evrópskra sjónvarpsstöðva EBU kom saman í London í gær og í dag á aðalfundi þar sem þátttaka Ísrael í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hefur meðal annars verið til umræðu. Stjórn Ríkisútvarpsins hafði beint þeim tilmælum til Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra að ef tillaga kæmi fram á fundinum um að vísa KAN, ísraelska ríkisútvarpinu, úr keppninni skyldi Rúv styðja slíka tillögu. Íslendingar, Slóvenar og Spánverjar eru sagðir hafa verið í broddi þeirrar fylkingar á fundinum sem banna vildi Ísraelsmenn frá keppni en ríkisútvörp Austurríkis, Þýskalands og Sviss voru þau einu sem lýstu opinberlega stuðningi við Ísrael, að sögn Ynet og Eurovision fun. EBU ákvað þó að atkvæðagreiðsla færi ekki fram um brottvísun Ísraels úr Eurovision, heldur að henni yrði frestað og umræðan framlengd. Þetta þýðir að Ísrael fær í bili að taka þátt í söngvakeppninni. Líklega hefði þeim verið bannað að taka þátt hefði atkvæðagreiðslan farið fram að sögn Jerusalem Post, en Ísraelsmenn hefðu samkvæmt því aðeins verið skildir út undan í eitt ár. Erlendir miðlar greina enn fremur frá því að málið verði aftur tekið fyrir á fundi samtakanna í vetur. Breska ríkisútvarpið hafi lagt til að lokaákvörðun yrði tekin í vetur, skrifar Eurovision Fun, en sú ákvörðun sé háð því hvernig stríðið þróast. „Ef stríðið heldur áfram fram í veturinn, þegar málið verður skoðað aftur, mun KAN eiga erfitt við að halda áfram í Eurovision,“ hefur Ynet eftir heimildarmanni í EBU. Eurovision fun bendir á að ákvörðun BBC gæti hafa verið tekin undir áhrifum af nýlegum fréttaflutningi af Glastonbury-hátíðinni, þar sem ummæli eins tónlistarmanns sem kallaði eftir dauða ísraelskra hermanna vöktu sterk viðbrögð. Ekki hefur náðst í Stefán Eiríksson útvarpsstjóra við vinnslu fréttar.
Ísrael Eurovision Eurovision 2026 Ríkisútvarpið Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Sjá meira