Fótbolti

Endur­stilla alla lampana á Laugar­dals­velli

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Verið er að koma ljósunum á Laugardalsvelli i lag.
Verið er að koma ljósunum á Laugardalsvelli i lag. vísir / skjáskot

Framkvæmdum er ekki enn lokið á Laugardalsvelli þó völlurinn sjálfur sé tilbúinn. Vellinum var hliðrað og því þarf að hliðra ljóskösturum líka, ásamt því að auka birtustigið, sem hefur ekki staðist kröfur í langan tíma.

„Það er eitt að hafa völlinn flottan, hitt er að lýsingin uppfylli kröfur fyrir útsendingar. Það er verið að endurstilla alla lampana af því að við fluttum völlinn um átta metra. Svo er verið að skipta um perur og spenna og fá þetta allt í toppstand“ segir verkefnastjórinn hjá KSÍ, Hannes Frímann Sigurðsson, í samtali við Vísi.

Laugardalsvöllur hefur í langan tíma ekki staðist þær kröfur sem settar eru um lýsingu á leikjum á vegum UEFA og FIFA, en til stendur að bæta úr því núna.

„Það verður að gerast, hann hefur mjög lengi verið á undanþágu“ segir Hannes.

Nægt rafmagn er nú þegar til staðar í ljósastaurunum og því engin jarðvegsvinna eða neitt slíkt sem fylgir framkvæmdunum. Kerfið ætti að vera nógu kröftugt til að knýja aflið sem þarf til að lýsa Laugardalsvöll almennilega upp með nýjum ljósaperum.

„Við létum gera sérstakar mælingar á því, álagsmælingar og völlurinn er í lagi með fullum ljósum… LED lampar taka mjög lítið en auðvitað þarf bara að fylgjast með þessu og skoða nákvæmlega hvaða þýðingu það hefur [að bæta fleirum við]“ segir Hannes.

Myndskeið frá framkvæmdunum, þar sem verkamenn hanga úr háum krana og laga ljósin, má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Ljósin löguð á Laugardalsvelli



Fleiri fréttir

Sjá meira


×