Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. júlí 2025 20:03 Björn Gíslason, formaður sóknarnefndar Selfossóknar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæjaryfirvöld í Árborg leita nú logandi ljósi af nýrri framtíðarstaðsetningu fyrir nýjan kirkjugarði á Selfoss en núverandi kirkjugarður mun aðeins duga í fjögur til fimm ár í viðbót. Samhliða mikilli íbúafjölgun á Selfossi síðustu ár hefur notkun á kirkjugarðinum við Selfosskirkju aukist því fólk er alltaf að deyja eins og gengur og gerist og þá kemur að hlutverki kirkjugarðsins. Þar er nú allt að fyllast og því leggur sóknarnefnd Selfosskirkju mikla áherslu við bæjaryfirvöld í Árborg að fundin verði ný staðsetning á kirkjugarði. Björn Gíslason er formaður sóknarnefndar. „Við lítum svo á að þessi kirkjugarður okkar núna, þriðji hluti hans, að það séu í mesta lagi fjögur til fimm ár þar til að hann verður fullnýttur. Bærinn er núna þegar búin að fá erindi og er að leita að nýju kirkjugarðssvæði,“ segir Björn. Þannig að hann verður ekki við kirkjuna eða hvað? „Nei, það liggur alveg fyrir og við munum bara bíða eftir því hvaða úthlutun við fáum.“ Björn segir að fyrir tíu árum hafi verið ákveðið að taka land undir kirkjugarð í svokölluðu Mógil fyrir neðan Olís við Arnberg en það sé alveg hætt við það. Þá hafi landi verið úthlutað við Árbæjarveginn svonefnda rétt hjá Toyota bílasölunni en sóknarnefndinni þyki það allt of langt í burtu og koma ekki til greina. „Þannig að núna er leitað af nýju svæði hér nær kirkjunni. Það væri auðvitað óskandi að hann væri ekki mjög langt frá kirkjunni og einhvers staðar auðvitað í bæjarlandinu,“ segir Björn og bætir við. „Við vorum búin að gefa grænt ljós á okkar vilja að við gætum séð fyrir okkur stækkun á Laugardælakirkjugarði en það er náttúrulega við annan að eiga í því. Bærinn ræður þessu alfarið og þeir hafa bent á svæði niður við Eyrarbakkaveg, þannig að það er ekki gott að vita hvar það verður, en vonandi verður þetta bara á góðum stað.“ Kirkjugarðurinn er mjög fallegur og vel við haldið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þessu vill formaður sóknarnefndar koma á framfæri. „Ég óska bara þess að þetta fari allt saman vel og að við fáum hér kirkjugarð innan bæjarmarkanna, sem verður sómi af og allir ánægðir með og aðgengilegur.“ Yfirlitsmynd af leiðunum í núverandi kirkjugarði á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Þjóðkirkjan Kirkjugarðar Skipulag Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Sjá meira
Samhliða mikilli íbúafjölgun á Selfossi síðustu ár hefur notkun á kirkjugarðinum við Selfosskirkju aukist því fólk er alltaf að deyja eins og gengur og gerist og þá kemur að hlutverki kirkjugarðsins. Þar er nú allt að fyllast og því leggur sóknarnefnd Selfosskirkju mikla áherslu við bæjaryfirvöld í Árborg að fundin verði ný staðsetning á kirkjugarði. Björn Gíslason er formaður sóknarnefndar. „Við lítum svo á að þessi kirkjugarður okkar núna, þriðji hluti hans, að það séu í mesta lagi fjögur til fimm ár þar til að hann verður fullnýttur. Bærinn er núna þegar búin að fá erindi og er að leita að nýju kirkjugarðssvæði,“ segir Björn. Þannig að hann verður ekki við kirkjuna eða hvað? „Nei, það liggur alveg fyrir og við munum bara bíða eftir því hvaða úthlutun við fáum.“ Björn segir að fyrir tíu árum hafi verið ákveðið að taka land undir kirkjugarð í svokölluðu Mógil fyrir neðan Olís við Arnberg en það sé alveg hætt við það. Þá hafi landi verið úthlutað við Árbæjarveginn svonefnda rétt hjá Toyota bílasölunni en sóknarnefndinni þyki það allt of langt í burtu og koma ekki til greina. „Þannig að núna er leitað af nýju svæði hér nær kirkjunni. Það væri auðvitað óskandi að hann væri ekki mjög langt frá kirkjunni og einhvers staðar auðvitað í bæjarlandinu,“ segir Björn og bætir við. „Við vorum búin að gefa grænt ljós á okkar vilja að við gætum séð fyrir okkur stækkun á Laugardælakirkjugarði en það er náttúrulega við annan að eiga í því. Bærinn ræður þessu alfarið og þeir hafa bent á svæði niður við Eyrarbakkaveg, þannig að það er ekki gott að vita hvar það verður, en vonandi verður þetta bara á góðum stað.“ Kirkjugarðurinn er mjög fallegur og vel við haldið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þessu vill formaður sóknarnefndar koma á framfæri. „Ég óska bara þess að þetta fari allt saman vel og að við fáum hér kirkjugarð innan bæjarmarkanna, sem verður sómi af og allir ánægðir með og aðgengilegur.“ Yfirlitsmynd af leiðunum í núverandi kirkjugarði á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Þjóðkirkjan Kirkjugarðar Skipulag Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Sjá meira