Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Valur Páll Eiríksson skrifar 3. júlí 2025 11:44 Snorri Steinn Guðjónsson þurfti að berja af sér ágenga Egypta en útilokar ekki að þjálfa félagslið samhliða landsliðinu. Vísir/Vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hafnaði tilboði frá egypska félaginu Zamalek um að gerast þjálfari þess, og það ítrekað. Hann segist opinn fyrir því að þjálfa félagslið samhliða starfi sínu hjá HSÍ. Handkastið.net greindi frá tíðindunum í morgun. Snorri Steinn hafi verið í viðræðum við Zamalek, sem er einn tveggja risa í egypskum handbolta. Í samtali við Vísi segir Snorri Steinn Egyptana hafa verið ágenga í sókn sinni eftir kröftum hans og hann hafnað liðinu ítrekað. „Ég hafnaði því. Þeir gengu heldur vasklega fram. Það er kannski best að orða það þannig. Þeir sýndu mikinn áhuga og þetta stóð yfir í svona mánuð sirka. Ég er nú búinn að hafna þessu nokkrum sinnum en þeir voru þrautseigir,“ segir Snorri Steinn í samtali við íþróttadeild. Aðspurður um hvort starfið hafi heillað segir hann: „Nógu mikið til að ég ræddi við þá. En ég fór ekkert út [að hitta forráðamenn félagsins] eða svoleiðis. Þetta heillaði alveg eitthvað, en eitt og annað. Tímapunkturinn hentaði mér ekki persónulega, og fjölskyldunni,“ segir Snorri Steinn. Heyrir reglulega frá félagsliðum Snorri kveðst reglulega fá fyrirspurnir frá félagsliðum vegna þjálfarastarfs. Það er alþekkt í handboltaheiminum að þjálfara sinni félagsliði samhliða landsliðsþjálfarastarfi. Taki Snorri Steinn við félagsliði þýðir það því ekki að hann hætti með Ísland, heldur sinni báðu. Hann kveðst opinn fyrir því að koma sér aftur í félagsliðaboltann, eftir að hafa hætt með Val til að taka við landsliðinu árið 2023. „Það kemur alveg fyrir [að hann heyri frá félagsliðum]. Það rignir ekkert inn símtölum en þegar þú ert landsliðsþjálfari þá ertu kannski meira á markaðnum en ef þú ert með félagslið. Ég hef ekkert verið að leitast eftir því eða viljað það, þannig séð. Ég finn það kannski aðeins fyrst núna að mig langar ef til vill í eitthvað meira. En hitt [landsliðsþjálfarastarfið] er alveg nógu krefjandi þegar verkefnin standa yfir allavega,“ segir Snorri Steinn. Ekki eirðarlaus en til í daglega vinnu Er sem sagt komið eitthvað eirðarleysi í þig? „Ég segi ekki eirðarleysi en ég finn mun á því þegar ég tók fyrst við landsliðinu. Þá vildi ég bara komast inn í það og fannst þá gott að vinna bara með landsliðið; að setja mig inn í það, og venjast því og kynnast því umhverfi. Ég segi ekki að maður sé fulllærður í því en mér finnst ég kominn inn í þá rútínu og veit hvað ég er að fara út í. Að því leytinu til, ég segi ekki að ég sé að leita [að starfi hjá félagsliði] en ég er opnari fyrir einhverju öðru samhliða landsliðsþjálfarastarfinu,“ segir Snorri Steinn sem virðist sakna þess að vera á þjálfaragólfinu dagsdaglega. Landsliðsþjálfarastarfið takmarkast við örfáa landsliðsglugga á ári. Eðlilega þurfi þó ávallt að taka fjölskylduaðstæður inn í myndina. „Ég á konu og þrjú börn og þetta er mikið púsluspil og það er kannski fyrst og fremst sem setti strik í reikninginn varðandi Egyptaland,“ segir Snorri Steinn. Landslið karla í handbolta HSÍ Handbolti Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Sjá meira
Handkastið.net greindi frá tíðindunum í morgun. Snorri Steinn hafi verið í viðræðum við Zamalek, sem er einn tveggja risa í egypskum handbolta. Í samtali við Vísi segir Snorri Steinn Egyptana hafa verið ágenga í sókn sinni eftir kröftum hans og hann hafnað liðinu ítrekað. „Ég hafnaði því. Þeir gengu heldur vasklega fram. Það er kannski best að orða það þannig. Þeir sýndu mikinn áhuga og þetta stóð yfir í svona mánuð sirka. Ég er nú búinn að hafna þessu nokkrum sinnum en þeir voru þrautseigir,“ segir Snorri Steinn í samtali við íþróttadeild. Aðspurður um hvort starfið hafi heillað segir hann: „Nógu mikið til að ég ræddi við þá. En ég fór ekkert út [að hitta forráðamenn félagsins] eða svoleiðis. Þetta heillaði alveg eitthvað, en eitt og annað. Tímapunkturinn hentaði mér ekki persónulega, og fjölskyldunni,“ segir Snorri Steinn. Heyrir reglulega frá félagsliðum Snorri kveðst reglulega fá fyrirspurnir frá félagsliðum vegna þjálfarastarfs. Það er alþekkt í handboltaheiminum að þjálfara sinni félagsliði samhliða landsliðsþjálfarastarfi. Taki Snorri Steinn við félagsliði þýðir það því ekki að hann hætti með Ísland, heldur sinni báðu. Hann kveðst opinn fyrir því að koma sér aftur í félagsliðaboltann, eftir að hafa hætt með Val til að taka við landsliðinu árið 2023. „Það kemur alveg fyrir [að hann heyri frá félagsliðum]. Það rignir ekkert inn símtölum en þegar þú ert landsliðsþjálfari þá ertu kannski meira á markaðnum en ef þú ert með félagslið. Ég hef ekkert verið að leitast eftir því eða viljað það, þannig séð. Ég finn það kannski aðeins fyrst núna að mig langar ef til vill í eitthvað meira. En hitt [landsliðsþjálfarastarfið] er alveg nógu krefjandi þegar verkefnin standa yfir allavega,“ segir Snorri Steinn. Ekki eirðarlaus en til í daglega vinnu Er sem sagt komið eitthvað eirðarleysi í þig? „Ég segi ekki eirðarleysi en ég finn mun á því þegar ég tók fyrst við landsliðinu. Þá vildi ég bara komast inn í það og fannst þá gott að vinna bara með landsliðið; að setja mig inn í það, og venjast því og kynnast því umhverfi. Ég segi ekki að maður sé fulllærður í því en mér finnst ég kominn inn í þá rútínu og veit hvað ég er að fara út í. Að því leytinu til, ég segi ekki að ég sé að leita [að starfi hjá félagsliði] en ég er opnari fyrir einhverju öðru samhliða landsliðsþjálfarastarfinu,“ segir Snorri Steinn sem virðist sakna þess að vera á þjálfaragólfinu dagsdaglega. Landsliðsþjálfarastarfið takmarkast við örfáa landsliðsglugga á ári. Eðlilega þurfi þó ávallt að taka fjölskylduaðstæður inn í myndina. „Ég á konu og þrjú börn og þetta er mikið púsluspil og það er kannski fyrst og fremst sem setti strik í reikninginn varðandi Egyptaland,“ segir Snorri Steinn.
Landslið karla í handbolta HSÍ Handbolti Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Sjá meira