Fótbolti

Gáttaðir á ó­trú­legu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Varamaðurinn Magnús Þórðarson var í sannkölluðu dauðafæri.
Varamaðurinn Magnús Þórðarson var í sannkölluðu dauðafæri. Vísir/Sýn Sport

Sérfræðingar Stúkunnar ætluðu ekki að trúa eigin augum þegar þeir voru að fara yfir leik Fram og ÍBV í 13. umferð Bestu-deildar karla.

Fram tók á móti ÍBV í 13. umferð Bestu-deildar karla í gær þar sem Fram hafði betur, 2-0. Freyr Sigurðsson og Jakob Byström sáu um markaskorun heimamanna, en það voru þó ekki mörkin sem vöktu helst athgyli sérfræðinga þáttarins.

Það var frekar „ekki mark“ sem vakti athygli, en þegar um stundarfjórðungur lifði leiks komst varamaðurinn Magnús Þórðarson í hörkufæri.

Marcel Zapytowski, markvörður ÍBV, varði hins vegar vel og í kjölfarið virtist boltinn á einhvern ótrúlegan hátt fara tvisvar í þverslána áður en hann ákvað svo að fara ekki yfir marklínuna.

„Tvíslag. Þetta er tvíslag,“ sagði Sigurbjörn Hreiðarsson, sem var sérfræðingur þáttarins ásamt Alberti Brynjari Ingasyni. „Það yrði dæmt á þetta í blakinu,“ bætti Sigurbjörn léttur við.

Innslagið í heild sinni, og þetta ótrúlega atvik, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×