Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júní 2025 10:05 Arnmundur Ernst Backman er opinskár í viðtalinu við Sölva Tryggvason. Vísir/Daníel Arnmundur Ernst Backman leikari segir það sína mestu guðsgjöf að hafa hætt að drekka og reykja kannabis. Arnmundur segist ekki hafa náð að syrgja móður sína fyrr en löngu eftir andlátið og það ferli hafi sýnt honum hve skakkt samfélagið okkar meðhöndlar fólk sem fer í gegnum missi nánasta ástvinar. „23 ára gamall er ég að klára leiklistarskólann og þá náði ég rosalegum botni. Ég drakk ógeðslega illa og reykti mikið gras og var farinn að fikta við önnur efni á djamminu. Ég var svo innilega óhamingjusamur og gráu dagarnir voru orðnir miklu fleiri en þeir litríku,“ segir Arnmundur sem sat fyrir svörum í podcasti Sölva Tryggvasonar. „Vikan var farin að snúast um að lifa af fram að helginni. Maður var nánast farinn að finna sadómasíska nautn í því að vera svo ógeðslega þunnur að maður komst varla fram úr rúminu. En ég var á lokaárinu mínu í leiklistarskólanum og við vorum svo metnaðarfull að við ákváðum að hætta að drekka á meðan við vorum að æfa undir lokaverkefnið og allt í einu var ég farinn að vera glaður og skemmtilegur aftur, þó að ég hafi ekki ennþá alveg tengt saman tvo og tvo. Ég fékk frábæra gagnrýni fyrir frammistöðuna mína og við duttum í það eftir frumsýninguna. Í framhaldinu vorum við svo alltaf að sýna á kvöldin, en í fríi á morgnana, þannig að það var bara alltaf dottið í það eftir sýningu og allt í einu fór kvíðinn að koma inn aftur og ég varð ótengdur tilfinningum mínum aftur. Ég sá bekkjarfélaga mína taka fram úr mér og vaxa á meðan ég var bara að lifa af,“ segir Arnmundur sem náði loks áttum eftir að hafa þurft að halda aðeins áfram að drekka og nota efni til að deyfa sig. „En svo átti ég eitthvað svakalegt fyllerí sem endaði með því að það átti að berja mig einhverjum dögum seinna og þá fékk ég taugaáfall og það gerðist eitthvað. Þar byrjaði ég að taka þetta alvarlega. Ég átti erfiðara með að kveðja kannabisið og átti áfram rómantískar hugmyndir um að ég yrði að geta smakkað góð vín sem menningarlegur maður. En í dag sé ég hvers konar guðsgjöf það var að ná að hætta þessu alveg og í dag þykir mjög vænt um þennan tíma. Þessi vítahringur með taugakerfið og áfengi er bara eitthvað sem gerir engum gott. Auðvitað er ég bara að tala fyrir sjálfan mig, en þetta efni er eitur fyrir taugakerfið.“ Móðir Arnmundar, Edda Heiðrún Backman listamaður, háði hetjulega baráttu við MND sjúkdóminn áður en hún féll frá árið 2016. Arnmundur segir að sorgarferlið hafi verið skrýtið, bæði af því að hún var þjóðareign og hann hafi líka fengið að kynnast því hvernig samfélagið sé nánast þannig uppbyggt að það sé hvorki gefið rými né tími til að syrgja strax eftir fráfall. „Þegar að mamma fellur frá þá varð það svo kýrskýrt fyrir mér hvað samfélagið okkar er skakkt og skælt. Það sem tekur við eftir fráfallið er flóð af „bjúrókratísku“ ógeði og veraldlegum hlutum eins og að skipta eignum, ganga frá dánarbúi, skipuleggja jarðarför og eiga við veraldlega hluti út í eitt. Tíminn til að syrgja og kveðja verður svo lítill, þó að við séum að eiga við erfiðustu tilfinningar tilverunnar sem fólk er misgott við að upplifa. Ég var 27 ára gamall þegar við systir mín sem þarna var 18 ára erum að ganga frá dánarbúinu og sjá um þessa hluti. Á sama tíma var konan mín ólétt af eldri drengnum okkar og ferillinn minn var á rosalegu flugi. Ég sýndi sýningu í Þjóðleikhúsinu tveimur dögum eftir að mamma féll frá, sem eftir á er eiginlega galið. Ofan á þetta var þetta líka allt saman skrýtið af því að mamma var svo mikil þjóðareign. Það vissu allir hvað við vorum að ganga í gegnum og okkar einkamál urðu að almannaeign. Hvert sem maður kom í langan tíma á eftir var alltaf fólk að koma upp að manni og varpa manni beint aftur inn í að tala um þetta. Það hefur örugglega þýtt að maður þurfti að setja upp ákveðna brynju. Það er ekki fyrr en tveimur árum seinna þegar ég er í seremóníu með konu frá Indónesíu sem er að syngja um móður sína þar sem eitthvað brotnaði innra með mér. Ég grét bara og grét og grét og fékk að finna fyrir sorginni gagnvart mömmu og því sem ég átti með henni. Það var eitthvað í söngnum sem hafði þessi áhrif á mig og þarna ákvað ég að það væri eitthvað gull í söngnum sem ég vildi skoða betur og síðan þá hef ég verið að feta mig þá braut að syngja meira,“ segir Arnmundur sem hefur gefið út lög og er með annað lag í burðarliðnum sem hann söng með Bubba Morthens. „Hann glæddi þetta miklu lífi. Lagið heitir þeim myrka titli: „Ég vil deyja ungur“, en fylgifiskurinn er síðan „eins seint og auðið er“. Sagan á bakvið þetta kemur frá Ingvari E. (Sigurðssyni) leikara sem hitti gjarnan fjörgamlan mann í Vesturbæjarlauginni og spurði hann svo hvað leyndarmálið væri. Og hann svaraði að leyndarmálið væri að deyja ungur, en bara eins seint og auðið er! Þetta höfðaði einhvern vegin svo sterkt til mín að ég ákvað að semja þetta lag útfrá þessari sögu.“ Ferill Arnmundar blómstrar nú sem aldrei fyrr, bæði í söngnum og í leiklistinni. Hann lék nýlega stórt hlutverk í bandarískri seríu frá Fox. Hlutverkið kom mjög óvænt til hans. „Ég hef af og til fengið prufur erlendis í gegnum umboðsmanninn minn og þarna komu allt í einu tvær prufur inn. Önnur var fyrir spennumynd með Russell Crowe, en hin fyrir bandarískt gamanþáttarhlutverk sem hollenskur giggaló. Ég var svo ógeðslega spenntur fyrir hlutverkinu í spennumyndinni og ætlaði að negla hana meira en allt, en horfði varla tvisvar á hina prufuna. Ég lagði gríðarlegan metnað í prufuna fyrir myndina með Russel Crowe, en það var alveg sama hvað ég reyni, þetta var svo ógeðslega lélegt hjá mér að þetta átti aldrei breik. Ég fann allan tímann að ég var alveg í hausnum á mér og náði ekki að komast úr honum. En svo tók ég í lokin fimm mínútur í hina prufuna og eina ástæðan fyrir því að það tók ekki þrjár mínútur var af því að við hlógum svo mikið þegar við vorum að gera hana. En tíu dögum síðar var ég mættur til Írlands og var svo þar í tíu vikur að leika hlutverkið. Þarna fann ég svo skýrt fyrir þessu lögmáli í lífinu að um leið og maður sleppir alveg tökunum á einhverju segir lífið: „Gjörðu svo vel.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Arnmund og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Podcast með Sölva Tryggva Leikhús Bíó og sjónvarp Áfengi Fíkn Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
„23 ára gamall er ég að klára leiklistarskólann og þá náði ég rosalegum botni. Ég drakk ógeðslega illa og reykti mikið gras og var farinn að fikta við önnur efni á djamminu. Ég var svo innilega óhamingjusamur og gráu dagarnir voru orðnir miklu fleiri en þeir litríku,“ segir Arnmundur sem sat fyrir svörum í podcasti Sölva Tryggvasonar. „Vikan var farin að snúast um að lifa af fram að helginni. Maður var nánast farinn að finna sadómasíska nautn í því að vera svo ógeðslega þunnur að maður komst varla fram úr rúminu. En ég var á lokaárinu mínu í leiklistarskólanum og við vorum svo metnaðarfull að við ákváðum að hætta að drekka á meðan við vorum að æfa undir lokaverkefnið og allt í einu var ég farinn að vera glaður og skemmtilegur aftur, þó að ég hafi ekki ennþá alveg tengt saman tvo og tvo. Ég fékk frábæra gagnrýni fyrir frammistöðuna mína og við duttum í það eftir frumsýninguna. Í framhaldinu vorum við svo alltaf að sýna á kvöldin, en í fríi á morgnana, þannig að það var bara alltaf dottið í það eftir sýningu og allt í einu fór kvíðinn að koma inn aftur og ég varð ótengdur tilfinningum mínum aftur. Ég sá bekkjarfélaga mína taka fram úr mér og vaxa á meðan ég var bara að lifa af,“ segir Arnmundur sem náði loks áttum eftir að hafa þurft að halda aðeins áfram að drekka og nota efni til að deyfa sig. „En svo átti ég eitthvað svakalegt fyllerí sem endaði með því að það átti að berja mig einhverjum dögum seinna og þá fékk ég taugaáfall og það gerðist eitthvað. Þar byrjaði ég að taka þetta alvarlega. Ég átti erfiðara með að kveðja kannabisið og átti áfram rómantískar hugmyndir um að ég yrði að geta smakkað góð vín sem menningarlegur maður. En í dag sé ég hvers konar guðsgjöf það var að ná að hætta þessu alveg og í dag þykir mjög vænt um þennan tíma. Þessi vítahringur með taugakerfið og áfengi er bara eitthvað sem gerir engum gott. Auðvitað er ég bara að tala fyrir sjálfan mig, en þetta efni er eitur fyrir taugakerfið.“ Móðir Arnmundar, Edda Heiðrún Backman listamaður, háði hetjulega baráttu við MND sjúkdóminn áður en hún féll frá árið 2016. Arnmundur segir að sorgarferlið hafi verið skrýtið, bæði af því að hún var þjóðareign og hann hafi líka fengið að kynnast því hvernig samfélagið sé nánast þannig uppbyggt að það sé hvorki gefið rými né tími til að syrgja strax eftir fráfall. „Þegar að mamma fellur frá þá varð það svo kýrskýrt fyrir mér hvað samfélagið okkar er skakkt og skælt. Það sem tekur við eftir fráfallið er flóð af „bjúrókratísku“ ógeði og veraldlegum hlutum eins og að skipta eignum, ganga frá dánarbúi, skipuleggja jarðarför og eiga við veraldlega hluti út í eitt. Tíminn til að syrgja og kveðja verður svo lítill, þó að við séum að eiga við erfiðustu tilfinningar tilverunnar sem fólk er misgott við að upplifa. Ég var 27 ára gamall þegar við systir mín sem þarna var 18 ára erum að ganga frá dánarbúinu og sjá um þessa hluti. Á sama tíma var konan mín ólétt af eldri drengnum okkar og ferillinn minn var á rosalegu flugi. Ég sýndi sýningu í Þjóðleikhúsinu tveimur dögum eftir að mamma féll frá, sem eftir á er eiginlega galið. Ofan á þetta var þetta líka allt saman skrýtið af því að mamma var svo mikil þjóðareign. Það vissu allir hvað við vorum að ganga í gegnum og okkar einkamál urðu að almannaeign. Hvert sem maður kom í langan tíma á eftir var alltaf fólk að koma upp að manni og varpa manni beint aftur inn í að tala um þetta. Það hefur örugglega þýtt að maður þurfti að setja upp ákveðna brynju. Það er ekki fyrr en tveimur árum seinna þegar ég er í seremóníu með konu frá Indónesíu sem er að syngja um móður sína þar sem eitthvað brotnaði innra með mér. Ég grét bara og grét og grét og fékk að finna fyrir sorginni gagnvart mömmu og því sem ég átti með henni. Það var eitthvað í söngnum sem hafði þessi áhrif á mig og þarna ákvað ég að það væri eitthvað gull í söngnum sem ég vildi skoða betur og síðan þá hef ég verið að feta mig þá braut að syngja meira,“ segir Arnmundur sem hefur gefið út lög og er með annað lag í burðarliðnum sem hann söng með Bubba Morthens. „Hann glæddi þetta miklu lífi. Lagið heitir þeim myrka titli: „Ég vil deyja ungur“, en fylgifiskurinn er síðan „eins seint og auðið er“. Sagan á bakvið þetta kemur frá Ingvari E. (Sigurðssyni) leikara sem hitti gjarnan fjörgamlan mann í Vesturbæjarlauginni og spurði hann svo hvað leyndarmálið væri. Og hann svaraði að leyndarmálið væri að deyja ungur, en bara eins seint og auðið er! Þetta höfðaði einhvern vegin svo sterkt til mín að ég ákvað að semja þetta lag útfrá þessari sögu.“ Ferill Arnmundar blómstrar nú sem aldrei fyrr, bæði í söngnum og í leiklistinni. Hann lék nýlega stórt hlutverk í bandarískri seríu frá Fox. Hlutverkið kom mjög óvænt til hans. „Ég hef af og til fengið prufur erlendis í gegnum umboðsmanninn minn og þarna komu allt í einu tvær prufur inn. Önnur var fyrir spennumynd með Russell Crowe, en hin fyrir bandarískt gamanþáttarhlutverk sem hollenskur giggaló. Ég var svo ógeðslega spenntur fyrir hlutverkinu í spennumyndinni og ætlaði að negla hana meira en allt, en horfði varla tvisvar á hina prufuna. Ég lagði gríðarlegan metnað í prufuna fyrir myndina með Russel Crowe, en það var alveg sama hvað ég reyni, þetta var svo ógeðslega lélegt hjá mér að þetta átti aldrei breik. Ég fann allan tímann að ég var alveg í hausnum á mér og náði ekki að komast úr honum. En svo tók ég í lokin fimm mínútur í hina prufuna og eina ástæðan fyrir því að það tók ekki þrjár mínútur var af því að við hlógum svo mikið þegar við vorum að gera hana. En tíu dögum síðar var ég mættur til Írlands og var svo þar í tíu vikur að leika hlutverkið. Þarna fann ég svo skýrt fyrir þessu lögmáli í lífinu að um leið og maður sleppir alveg tökunum á einhverju segir lífið: „Gjörðu svo vel.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Arnmund og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is
Podcast með Sölva Tryggva Leikhús Bíó og sjónvarp Áfengi Fíkn Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira