Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. júní 2025 23:02 Halla spurði fylgjendur sína á Instagram hvað þeim þætti um hjartalaga umferðarljósin á Akureyri. Vísir Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefur blandað sér með óformlegum hætti í umræðuna um hjartalaga umferðarljósin á Akureyri. Halla birti hringrásarfærslu á Instagram þar sem fylgjendur gátu greitt atkvæði með tjákni um það hversu hrifnir þeir væru af hjartanu. Í vikunni var greint frá því að Vegagerðin hefði óskað eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtu í umferðarljósum, sem einkennt hafa bæinn um árabil, verði fjarlægð. Stofnunin sagði hjörtun ógna umferðaröryggi. „Rauðu hjörtun í umferðarljósum á Akureyri eru vinsælt myndefni ferðamanna. Oft má sjá ferðamenn á miðeyjum fjölfarinna vegamóta taka myndir og sjálfur. Við aðstæður sem þessar geta skapast hættur ef til dæmis fólki skrikar fótur og lendir fyrir bíl. Einnig er hætta á því að hjartalaga umferðarljós dragi athygli ökumanna frá akstri, en það er sérstaklega varhugavert á fjölförnum vegamótum,“ segir í bréfi sem Vegagerðin sendi Akureyrabæ. Bæjarstjóri Akureyrar greindi svo frá því að hann gæti ekki ímyndað sér annað en að öll bæjarstjórnin legðist gegn tillögu Vegagerðarinnar. Akureyringar réðust svo hver á eftir öðrum fram á ritvöllin og lýstu yfir afdráttarlausum stuðningi við hjörtun og sögðu ómögulegt að verða við beiðni Vegagerðarinnar. Halla Tómasdóttir er stödd á Akureyri og blandaði sér í umræðuna í færslu á samfélagsmiðlum í dag. Hún birti mynd af umferðarljósunum frægu og hafði með því skoðanakönnun með tjákni, þar sem fylgjendur geta svarað því hversu hrifnir þeir eru af ljósunum. Niðurstöðurnar eru þegar þetta er skrifað nokkuð afgerandi, þar sem mikill meirihluti hefur dregið aðdáunartjáknið alla leið til hægri, til marks um eins mikla hrifningu og hægt er. Hjörtu?Instagram Akureyri Menning Umferðaröryggi Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Tengdar fréttir Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Bæjarstjóri á Akureyri getur ekki ímyndað sér annað en að öll bæjarstjórn leggist gegn tillögu Vegagerðarinnar um að fjarlægja hjartalöguð umferðarljós í bænum. Fulltrúi í skipulagsráði bæjarins segir sín fyrstu viðbrögð hafa verið að henda tillögunni í ruslið. 27. júní 2025 14:20 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Í vikunni var greint frá því að Vegagerðin hefði óskað eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtu í umferðarljósum, sem einkennt hafa bæinn um árabil, verði fjarlægð. Stofnunin sagði hjörtun ógna umferðaröryggi. „Rauðu hjörtun í umferðarljósum á Akureyri eru vinsælt myndefni ferðamanna. Oft má sjá ferðamenn á miðeyjum fjölfarinna vegamóta taka myndir og sjálfur. Við aðstæður sem þessar geta skapast hættur ef til dæmis fólki skrikar fótur og lendir fyrir bíl. Einnig er hætta á því að hjartalaga umferðarljós dragi athygli ökumanna frá akstri, en það er sérstaklega varhugavert á fjölförnum vegamótum,“ segir í bréfi sem Vegagerðin sendi Akureyrabæ. Bæjarstjóri Akureyrar greindi svo frá því að hann gæti ekki ímyndað sér annað en að öll bæjarstjórnin legðist gegn tillögu Vegagerðarinnar. Akureyringar réðust svo hver á eftir öðrum fram á ritvöllin og lýstu yfir afdráttarlausum stuðningi við hjörtun og sögðu ómögulegt að verða við beiðni Vegagerðarinnar. Halla Tómasdóttir er stödd á Akureyri og blandaði sér í umræðuna í færslu á samfélagsmiðlum í dag. Hún birti mynd af umferðarljósunum frægu og hafði með því skoðanakönnun með tjákni, þar sem fylgjendur geta svarað því hversu hrifnir þeir eru af ljósunum. Niðurstöðurnar eru þegar þetta er skrifað nokkuð afgerandi, þar sem mikill meirihluti hefur dregið aðdáunartjáknið alla leið til hægri, til marks um eins mikla hrifningu og hægt er. Hjörtu?Instagram
Akureyri Menning Umferðaröryggi Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Tengdar fréttir Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Bæjarstjóri á Akureyri getur ekki ímyndað sér annað en að öll bæjarstjórn leggist gegn tillögu Vegagerðarinnar um að fjarlægja hjartalöguð umferðarljós í bænum. Fulltrúi í skipulagsráði bæjarins segir sín fyrstu viðbrögð hafa verið að henda tillögunni í ruslið. 27. júní 2025 14:20 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Bæjarstjóri á Akureyri getur ekki ímyndað sér annað en að öll bæjarstjórn leggist gegn tillögu Vegagerðarinnar um að fjarlægja hjartalöguð umferðarljós í bænum. Fulltrúi í skipulagsráði bæjarins segir sín fyrstu viðbrögð hafa verið að henda tillögunni í ruslið. 27. júní 2025 14:20