Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ Árni Gísli Magnússon skrifar 27. júní 2025 21:30 Srdjan Tufegdzic er þjálfari Valsmanna og hann ætlar ekki að rífast við Óskar Hrafn Þorvaldsson í fjölmiðlum. Vísir/Pawel Valur vann öruggan 5-2 útisigur á KA í þrettándu umferð Bestu deildar karla fyrr í kvöld. Gestirnir komust snemma í tveggja marka forystu áður en KA minnkaði muninn rétt fyrir hálfleiksflautið. Valsmenn gengu svo á lagið í síðari hálfleik og kláraðu leikinn örugglega. Srdjan Tufegdzic, eða Túfa, þjálfari Vals var sáttur með sigur gegn sínu gamla félagi. „Mjög sáttur. Rosalega erfiður útivöllur og það koma ekki mörg lið hér til Akureyrar og skora fimm mörk og eiga svona frammistöðu eins og við áttum í dag og bara mjög ánægður með strákana mína.“ Valsmenn komust snemma leiks í 2-0 en KA minnkaði muninn í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Valur hefði þó auðveldlega geta verið með stærri forystu í hálfleik en Túfa var ósáttari að hafa fengið mark á sig en færin sem fóru forgörðum. Með góða stjórn og góð orka í liðinu „Ég var bara ósáttur að við leyfum þeim að fá mark hérna í lok fyrri hálfleiks þegar við vorum með mjög flotta frammistöðu í rauninni frá upphafi til enda hérna í hálfleik og fengum veit ekki hvað mörg skot í stöng og bara með góða stjórn og góð orka í liðinu. Svekkjandi var í rauninni að fá þetta mark, ekki að við vorum ekki að skora fleiri, en enn og aftur ég vissi að KA menn gefast ekki upp og þeir byrja seinni hálfleik betri en við og bara hörkuleikur svona fyrstu 10-15 mínútur þangað til við skorum þriðja markið sem í rauninni bara klárar leikinn“ Valur hefur náð í 5 sigra í síðustu 6 leikjum og segir Túfa marga þætti spila inn í gott gengi liðsins. „Bara mikil orka í liðinu, erum að leggja hart að okkur og búnir að gera það í allan vetur, svo inn á milli koma alltaf svona tapleikir sem slógu okkur aldrei af laginu og við erum að halda okkar striki áfram og þannig verður það bara á meðan ég er hér og menn eru að uppskera núna fyrir alla vinnuna sem þeir hafa unnið. Enn og aftur bara mjög glaður í dag en það er bara leikur á þriðjudaginn, undanúrslit í bikarnum, mikið undir, mikið í húfi og við þurfum í rauninni bara að byrja endurheimt í dag fyrir norðan og svo bara keyra heim til Reykjavíkur.“ Ekkert að svara Óskari Hrafni Valur hefur nú skorað 11 mörk í síðustu tveimur leikjum eftir 6-1 sigur á móti KR og svo 5-2 sigur á móti KA í dag. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, sagði í viðtali eftir leikinn við Val að Valur hefði ekki gert neina tilraun til að spila fótbolta í leiknum. Túfa var því næst spurður hvort honum fyndist þau ummæli eiga rétt á sér. „Ég er bara ekkert að svara Óskari Hrafni eða einhverjum öðrum, ég held að það eina sem ég geti sagt er að ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“, sagði Túfa að endingu og þakkaði fyrir sig. Besta deild karla KA Valur Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Fleiri fréttir Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjá meira
Srdjan Tufegdzic, eða Túfa, þjálfari Vals var sáttur með sigur gegn sínu gamla félagi. „Mjög sáttur. Rosalega erfiður útivöllur og það koma ekki mörg lið hér til Akureyrar og skora fimm mörk og eiga svona frammistöðu eins og við áttum í dag og bara mjög ánægður með strákana mína.“ Valsmenn komust snemma leiks í 2-0 en KA minnkaði muninn í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Valur hefði þó auðveldlega geta verið með stærri forystu í hálfleik en Túfa var ósáttari að hafa fengið mark á sig en færin sem fóru forgörðum. Með góða stjórn og góð orka í liðinu „Ég var bara ósáttur að við leyfum þeim að fá mark hérna í lok fyrri hálfleiks þegar við vorum með mjög flotta frammistöðu í rauninni frá upphafi til enda hérna í hálfleik og fengum veit ekki hvað mörg skot í stöng og bara með góða stjórn og góð orka í liðinu. Svekkjandi var í rauninni að fá þetta mark, ekki að við vorum ekki að skora fleiri, en enn og aftur ég vissi að KA menn gefast ekki upp og þeir byrja seinni hálfleik betri en við og bara hörkuleikur svona fyrstu 10-15 mínútur þangað til við skorum þriðja markið sem í rauninni bara klárar leikinn“ Valur hefur náð í 5 sigra í síðustu 6 leikjum og segir Túfa marga þætti spila inn í gott gengi liðsins. „Bara mikil orka í liðinu, erum að leggja hart að okkur og búnir að gera það í allan vetur, svo inn á milli koma alltaf svona tapleikir sem slógu okkur aldrei af laginu og við erum að halda okkar striki áfram og þannig verður það bara á meðan ég er hér og menn eru að uppskera núna fyrir alla vinnuna sem þeir hafa unnið. Enn og aftur bara mjög glaður í dag en það er bara leikur á þriðjudaginn, undanúrslit í bikarnum, mikið undir, mikið í húfi og við þurfum í rauninni bara að byrja endurheimt í dag fyrir norðan og svo bara keyra heim til Reykjavíkur.“ Ekkert að svara Óskari Hrafni Valur hefur nú skorað 11 mörk í síðustu tveimur leikjum eftir 6-1 sigur á móti KR og svo 5-2 sigur á móti KA í dag. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, sagði í viðtali eftir leikinn við Val að Valur hefði ekki gert neina tilraun til að spila fótbolta í leiknum. Túfa var því næst spurður hvort honum fyndist þau ummæli eiga rétt á sér. „Ég er bara ekkert að svara Óskari Hrafni eða einhverjum öðrum, ég held að það eina sem ég geti sagt er að ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“, sagði Túfa að endingu og þakkaði fyrir sig.
Besta deild karla KA Valur Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Fleiri fréttir Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki