Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. júní 2025 18:08 Útisvæði leikskólans. Aðsend Nýr leikskóli hefur verið opnaður í Helgafellslandi í Mosfellsbæ sem hefur fengið nafnið Sumarhús. Leikskólinn er fyrir börn á aldrinum eins til fimm ára og rúmar 150 börn. Bæjarstjóri segir opnunina mikilvæg tímamót fyrir Mosfellsbæ. Í tilkynningu er greint frá því að opnun leikskólans sé stór og mikilvægur áfangi í bættri þjónustu við börn og fjölskyldur í sveitarfélaginu. Leikskólinn sé sérstaklega hannaður og byggður með þarfir barna og starfsfólks að leiðarljósi. Greint er frá því að frá hausti muni um 60 börn ásamt starfsfólki frá leikskólanum Hlaðhömrum dvelja tímabundið í Sumarhúsum meðan unnið er að framtíðarlausn fyrir Hlaðhamra, sem varð að loka í vetur vegna skemmda á húsnæði. Frá vinstri: Berglind Grétarsdóttir leikskólastjóri Sumarhúsa, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri, Magnús Þór Magnússon framkvæmdastjóri Aleflis, Aldís Stefánsdóttir bæjarfulltrúi og formaður fræðslu- og frístundaráðs, og Sveinbjörg Davíðsdóttir leikskólastjóri Hlaðhamra.Aðsend Heilsustefnan leiðarljós skólastarfsins Í tilkynningu segir enn fremur að starf Sumarhúsa byggi á Heilsustefnunni, þar sem áhersla er lögð á næringu, hreyfingu og sköpun í leik. „Við hlökkum mikið til að taka á móti þeim börnum sem hefja skólagöngu sína í Sumarhúsum að loknu sumarleyfi. Jafnframt verður spennandi að sjá starfið þróast og dafna og leikskólann verða einn af máttarstólpunum í skólasamfélagi Mosfellsbæjar,“ er haft eftir Berglindi Grétarsdóttur leikskólastjóra í Sumarhúsum. Leiksvæði.Aðsend „Sumarhús er í nýju og sérhönnuðu húsnæði í Helgafellslandi sem er í senn bjart, nútímalegt og vistvænt. Hugmyndafræðin að baki hönnun húsnæðisins er að leikskólinn verði hagkvæmur í rekstri, að hljóðvist, lýsing og loftgæði verði sem best og byggingin í heild sinni falli þannig að umhverfi sínu að auðvelt sé að tengja saman skólastarf, náttúru, umhverfi og samfélag,“ segir í tilkynningu. „Það voru Kanon arkitektar sem sáu um hönnun hússins, verkfræðihönnun var í höndum Teknik ehf. og VSÓ ráðgjöf sá um byggingarstjórnun. Verktakafyrirtækið Alefli ehf. sá um byggingu leikskólans og gekk vinnan það vel að verktakinn skilaði húsnæðinu af sér fyrir áætluð verklok.“ Berglind Grétarsdóttir leikskólastjóri.Aðsend Tímamót fyrir Mosfellsbæ Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir daginn marka mikilvæg tímamót fyrir Mosfellsbæ. „Við erum einstaklega ánægð með samvinnu við verktakafyrirtækið Alefli sem hefur staðið við allar tímasetningar og skilar af sér glæsilegu verki.“ „Með opnun Sumarhúsa er stigið stórt og mikilvægt skref í að fjölga leikskólarýmum og efla þjónustu við yngsu íbúa bæjarins og halda þannig áfram að gefa börnum allt frá 12 mánaða aldri kost á leikskólaplássi,“ er haft eftir Regínu. Skóla- og menntamál Leikskólar Mosfellsbær Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Í tilkynningu er greint frá því að opnun leikskólans sé stór og mikilvægur áfangi í bættri þjónustu við börn og fjölskyldur í sveitarfélaginu. Leikskólinn sé sérstaklega hannaður og byggður með þarfir barna og starfsfólks að leiðarljósi. Greint er frá því að frá hausti muni um 60 börn ásamt starfsfólki frá leikskólanum Hlaðhömrum dvelja tímabundið í Sumarhúsum meðan unnið er að framtíðarlausn fyrir Hlaðhamra, sem varð að loka í vetur vegna skemmda á húsnæði. Frá vinstri: Berglind Grétarsdóttir leikskólastjóri Sumarhúsa, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri, Magnús Þór Magnússon framkvæmdastjóri Aleflis, Aldís Stefánsdóttir bæjarfulltrúi og formaður fræðslu- og frístundaráðs, og Sveinbjörg Davíðsdóttir leikskólastjóri Hlaðhamra.Aðsend Heilsustefnan leiðarljós skólastarfsins Í tilkynningu segir enn fremur að starf Sumarhúsa byggi á Heilsustefnunni, þar sem áhersla er lögð á næringu, hreyfingu og sköpun í leik. „Við hlökkum mikið til að taka á móti þeim börnum sem hefja skólagöngu sína í Sumarhúsum að loknu sumarleyfi. Jafnframt verður spennandi að sjá starfið þróast og dafna og leikskólann verða einn af máttarstólpunum í skólasamfélagi Mosfellsbæjar,“ er haft eftir Berglindi Grétarsdóttur leikskólastjóra í Sumarhúsum. Leiksvæði.Aðsend „Sumarhús er í nýju og sérhönnuðu húsnæði í Helgafellslandi sem er í senn bjart, nútímalegt og vistvænt. Hugmyndafræðin að baki hönnun húsnæðisins er að leikskólinn verði hagkvæmur í rekstri, að hljóðvist, lýsing og loftgæði verði sem best og byggingin í heild sinni falli þannig að umhverfi sínu að auðvelt sé að tengja saman skólastarf, náttúru, umhverfi og samfélag,“ segir í tilkynningu. „Það voru Kanon arkitektar sem sáu um hönnun hússins, verkfræðihönnun var í höndum Teknik ehf. og VSÓ ráðgjöf sá um byggingarstjórnun. Verktakafyrirtækið Alefli ehf. sá um byggingu leikskólans og gekk vinnan það vel að verktakinn skilaði húsnæðinu af sér fyrir áætluð verklok.“ Berglind Grétarsdóttir leikskólastjóri.Aðsend Tímamót fyrir Mosfellsbæ Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir daginn marka mikilvæg tímamót fyrir Mosfellsbæ. „Við erum einstaklega ánægð með samvinnu við verktakafyrirtækið Alefli sem hefur staðið við allar tímasetningar og skilar af sér glæsilegu verki.“ „Með opnun Sumarhúsa er stigið stórt og mikilvægt skref í að fjölga leikskólarýmum og efla þjónustu við yngsu íbúa bæjarins og halda þannig áfram að gefa börnum allt frá 12 mánaða aldri kost á leikskólaplássi,“ er haft eftir Regínu.
Skóla- og menntamál Leikskólar Mosfellsbær Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira