Vísað á brott vegna vímuefnaneyslu, ekki afskræmds varaforseta Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júní 2025 13:46 Mads Mikkelsen (t.h.) var með meme af JD Vance (t.v.) í símanum sínum þegar starfsmenn landamæraeftirlitsins stöðvuðu hann. Mynd af viðarpípu hafi þó verið það sem kom Mads í koll. Starfsmenn tolla- og landamæraeftirlits Bandaríkjanna neita því að hafa meinað norskum ferðamanni inngöngu í landið vegna myndar í síma hans af afskræmdum varaforsetanum JD Vance. Maðurinn hafi ekki fengið inngöngu vegna fyrri vímuefnanotkunar. Þetta kemur fram í færslu Tolla- og landamæraeftirlitsins (CBP) á X (áður Twitter) þar sem stofnunin bregst við fréttaflutningi Daily Mail af málinu. „Staðreyndatékk: RANGT. Mads Mikkelsen var ekki meinuð innganga vegna nokkurra meme-a eða af pólitískum ástæðum, það var vegna fíkniefnanotkunar sem hann gekkst við,“ sagði í færslunni. Fact Check: FALSE Mads Mikkelsen was not denied entry for any memes or political reasons, it was for his admitted drug use. pic.twitter.com/is9eGqILUq— CBP (@CBP) June 24, 2025 Stofnunin er ekki að vísa í danska leikarann Mads Mikkelsen heldur norskan nafna hans, 21 árs gamla ferðamanninn Mads, sem var meinuð innganga til Bandaríkjanna á Newark Liberty-alþjóðaflugvelli þann 11. júní síðastliðinn. Norski fjölmiðillinn Nordlys fjallaði um málið í vikunni og fékk það síðan mikla umfjöllun í norskum, breskum og bandarískum miðlum. Mikkelsen sagði pólitískar skoðanir sínar og grínmynd af varaforsetanum JD Vance hafa verið þess valdandi að honum var ekki hleypt inn í landið. Sköllóttur varaforseti og viðarpípa Umfjöllun Nordlys bar fyrirsögnina „Tvær myndir eyðilögðu draumafrí Mads“ en þar sagði Mikkelsen að starfsmenn landamæraeftirlitsins hefðu hótað að sekta hann um fimm þúsund Bandaríkjadali (600 þúsund í íslenskum krónum) eða senda hann í fimm ára fangelsi ef hann gæfi ekki upp lykilorðið að símanum sínum. Mads segist hafa á endanum samþykkt að hleypa þeim inn í símann og þeir fundið tvær myndir. Á annarri myndinni var búið að eiga við brjóstmynd af JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna, þannig hann væri bæði sköllóttur og feitur. Grínmyndir af afskræmdum Vance fóru í dreifingu í mars eftir hitafund bandarískra ráðamanna með Selenskí Úkraínuforseta. Hin myndin var að sögn Mikkelsen af viðarpípu sem hann hafði búið til einhverjum árum fyrr. Hann hafi í kjölfarið varið spurður „spurninga um eiturlyfjasmygl, hryðjuverkaáform og öfgahægristefnu“ og síðan verið látinn gefa þeim blóðprufu. Mikkelsen játaði við starfsmennina að hafa reykt kannabis í tvö skipti, annars vegar í Þýskalandi og hins vegar í Nýju-Mexíkó. Þar sem neysla kannabis er lögleg á báðum stöðum taldi Mikkelsen að reykingarnar kæmu málinu ekki við. Nú virðist sem þessar játningar hans hafi komið honum í koll. Ekki liggur þó fyrir af hverju Mikkelsen var tekinn sérstaklega fyrir. Frá því Donald Trump tók við sem forseti hefur borið á fréttum af harðara landamæraeftirliti og fleiri fréttum af fólki sem er snúið við á landamærunum. Bandaríkin Noregur Landamæri Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu Tolla- og landamæraeftirlitsins (CBP) á X (áður Twitter) þar sem stofnunin bregst við fréttaflutningi Daily Mail af málinu. „Staðreyndatékk: RANGT. Mads Mikkelsen var ekki meinuð innganga vegna nokkurra meme-a eða af pólitískum ástæðum, það var vegna fíkniefnanotkunar sem hann gekkst við,“ sagði í færslunni. Fact Check: FALSE Mads Mikkelsen was not denied entry for any memes or political reasons, it was for his admitted drug use. pic.twitter.com/is9eGqILUq— CBP (@CBP) June 24, 2025 Stofnunin er ekki að vísa í danska leikarann Mads Mikkelsen heldur norskan nafna hans, 21 árs gamla ferðamanninn Mads, sem var meinuð innganga til Bandaríkjanna á Newark Liberty-alþjóðaflugvelli þann 11. júní síðastliðinn. Norski fjölmiðillinn Nordlys fjallaði um málið í vikunni og fékk það síðan mikla umfjöllun í norskum, breskum og bandarískum miðlum. Mikkelsen sagði pólitískar skoðanir sínar og grínmynd af varaforsetanum JD Vance hafa verið þess valdandi að honum var ekki hleypt inn í landið. Sköllóttur varaforseti og viðarpípa Umfjöllun Nordlys bar fyrirsögnina „Tvær myndir eyðilögðu draumafrí Mads“ en þar sagði Mikkelsen að starfsmenn landamæraeftirlitsins hefðu hótað að sekta hann um fimm þúsund Bandaríkjadali (600 þúsund í íslenskum krónum) eða senda hann í fimm ára fangelsi ef hann gæfi ekki upp lykilorðið að símanum sínum. Mads segist hafa á endanum samþykkt að hleypa þeim inn í símann og þeir fundið tvær myndir. Á annarri myndinni var búið að eiga við brjóstmynd af JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna, þannig hann væri bæði sköllóttur og feitur. Grínmyndir af afskræmdum Vance fóru í dreifingu í mars eftir hitafund bandarískra ráðamanna með Selenskí Úkraínuforseta. Hin myndin var að sögn Mikkelsen af viðarpípu sem hann hafði búið til einhverjum árum fyrr. Hann hafi í kjölfarið varið spurður „spurninga um eiturlyfjasmygl, hryðjuverkaáform og öfgahægristefnu“ og síðan verið látinn gefa þeim blóðprufu. Mikkelsen játaði við starfsmennina að hafa reykt kannabis í tvö skipti, annars vegar í Þýskalandi og hins vegar í Nýju-Mexíkó. Þar sem neysla kannabis er lögleg á báðum stöðum taldi Mikkelsen að reykingarnar kæmu málinu ekki við. Nú virðist sem þessar játningar hans hafi komið honum í koll. Ekki liggur þó fyrir af hverju Mikkelsen var tekinn sérstaklega fyrir. Frá því Donald Trump tók við sem forseti hefur borið á fréttum af harðara landamæraeftirliti og fleiri fréttum af fólki sem er snúið við á landamærunum.
Bandaríkin Noregur Landamæri Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Sjá meira