Átök í Miðausturlöndum: „Erfitt að meta hvað er í raun og veru í gangi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. júní 2025 21:16 Ayatollah Ali Khamenei, æðstiklerkur í Íran, er 86 ára gamall en stjórn hans hefur verið afar óvinsæl heima fyrir, og reyndar víðar, í nokkra áratugi. AP Stjórnvöld í Íran og Ísrael hafa sakað hvort annað um brot á vopnahléi í dag en mikil óvissa ríkir um hvort vopnahlé muni halda. Öllum yfirlýsingum stjórnvalda í Íran, Ísrael og í Bandaríkjunum ber að taka með miklum fyrirvara að sögn prófessors. Útlit var fyrir það í morgun að Íranar og Ísraelar hefuð fallist á vopnahléstillögu Bandaríkjanna, en ekki leið á löngu þar til báðir aðilar höfðu sakað hvern annan um brot á vopnahléi með áframhaldandi árásum, og það við litla kátínu Bandaríkjaforseta. Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor við Williams Collage, segir mörgum spurningum ósvarað um þá stöðu sem er uppi. „Þetta er sífellt að breytast og staðan er bara mjög flókin og erfitt að virkilega meta hvað er í raun og veru í gangi. Hvort þetta sé komið að tímabundnu vopnahléi er erfitt að segja til um. En þetta hefur verið mjög einkennandi fyrir þetta stríð núna, er að það er mjög erfitt að fá upplýsingar um hvað er í raun og veru að gerast,“ segir Magnús. Í grunninn sé með þessu ekki búið að leysa nein vandamál. Hvort sem það sé að leysa úr samskiptum Ísraela og Írana, koma í veg fyrir Íranar eignist kjarnorkuvopn, stuðla að stjórnarskiptum í Íran né koma í veg fyrir útþenslu stríðs. Svo virðist sem að einhverju leyti sé um táknrænar aðgerðir Írana, Ísraela og Bandaríkjanna að ræða að sögn Magnúsar. Öll vilji þessi ríki láta líta út fyrir að þau séu að gera eitthvað sem varðar hagsmuni sinnar þjóðar. „Þess vegna verðum við eiginlega bara að bíða og sjá hvað gerist á næstu dögum, og þess vegna verðum við að taka öllum yfirlýsingum, hvort sem um er að ræða frá Bandaríkjaforseta, frá Íransstjórn eða Ísraelsstjórn, með mjög miklum fyrirvara, af því að öll þessi lönd eru að reyna að stýra söguþræðinum og reyna kannski að við fáum ekki að sjá hvað er að gerast,“ segir Magnús. Ríkjandi þjóðernishyggja í báðum ríkjum Ekki megi heldur vanmeta þjóðernishyggjuna sem sé ríkjandi í Íran og í Ísrael. „Ísraelar upp til hópa styðja þessa árásir á Íran og Íranar eru upp til hópa, þó svo að þeir séu ósammála ríkisstjórninni, eru núna að styðja sig á bakvið ríkisstjórnina til þess að halda uppi vörnum gegn árásum erlendra ríkja,“ segir Magnús. Magnús Þorkell Bernharðsson er prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams College í Massachussets í BandaríkjunumVísir/HAG Þannig maður veit ekki hvort það sé búið að opna fyrir einhverja gátt sem núna sé erfitt að hafa hömlur á og hvað gerist þar af leiðandi næst. Eru þeir búnir að búa til eitthvað nýtt skrímsli sem erfitt er fyrir þessar ríkisstjórnir núna að kontrólera að einhverju leyti.“ Enginn augljós arftaki æðstaklerksins sem nálgast nírætt Hvað varðar stöðu klerkastjórnarinnar í Íran segir Magnús vert að hafa í huga að Khamenei, æðstiklerkur Íran er orðinn 86 ára gamall ekki sé augljóst hver verði eftirmaður hans. „Það sem vakir fyrir stjórnaraðilum í Íran og hefur alltaf gert, það er númer eitt, tvö og þrjú hjá þeim, er að halda áfram völdum. Þannig ef að það verður einhver breyting á stjórnarfari, þá held ég að það verði bara eitthvað breytt til á taflborðinu og þar af leiðandi sé ég ekki fram á að það verði umtalsverð breyting á þessari stjórn, og sérstaklega ekki í miðju stríði,“ segir Magnús. Iraq Iran Israel Mideast Wars Mótmælendur báru myndir af Ali Khamenei, æðstaklerki Íran, við íranska sendiráðið í Bagdad í Írak í dag og fögnuðu vopnahléi.AP/Hadi Mizban Stjórnvöld hafi hins vegar verið mjög óvinsæl í Íran síðustu þrjátíu ár. „Það er búinn að vera óróleiki, mótmæli, í Íran síðastliðin 25 ár með umtalsverðum hætti. En þessi ríkisstjórn er með meiri en níu líf þannig það er ólíklegt að eitthvað gerist drastískt hvað það varðar, og sérstaklega ekki núna þegar hún getur lýst yfir ákveðnum sigri af því þeir náðu að verja sér undan árásum Ísrael annars vegar og sérstaklega frá Bandaríkjunum hins vegar. Þannig að einhverju leyti má kannski segja að þetta hafi styrkt, ef eitthvað er, frekar heldur en veikt ríkisstjórn Íran. Alla veganna tímabundið.“ Það sem einnig veki spurningar núna er tímasetningin. „Af hverju núna og hvort að þetta stríð og aðferðirnar sem beitt var og er verið er að beita, hvort að þær séu líklegar til að ná þeim árangri sem upp var lagt með. Það er að segja að binda endi á kjarnorkuáætlun Írana, að koma á stjórnarskiptum í landinu, og það er ekki ljóst hvort að þetta sé leiðin til að ná þeim árangri,“ segir Magnús. Íran Bandaríkin Ísrael Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira
Útlit var fyrir það í morgun að Íranar og Ísraelar hefuð fallist á vopnahléstillögu Bandaríkjanna, en ekki leið á löngu þar til báðir aðilar höfðu sakað hvern annan um brot á vopnahléi með áframhaldandi árásum, og það við litla kátínu Bandaríkjaforseta. Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor við Williams Collage, segir mörgum spurningum ósvarað um þá stöðu sem er uppi. „Þetta er sífellt að breytast og staðan er bara mjög flókin og erfitt að virkilega meta hvað er í raun og veru í gangi. Hvort þetta sé komið að tímabundnu vopnahléi er erfitt að segja til um. En þetta hefur verið mjög einkennandi fyrir þetta stríð núna, er að það er mjög erfitt að fá upplýsingar um hvað er í raun og veru að gerast,“ segir Magnús. Í grunninn sé með þessu ekki búið að leysa nein vandamál. Hvort sem það sé að leysa úr samskiptum Ísraela og Írana, koma í veg fyrir Íranar eignist kjarnorkuvopn, stuðla að stjórnarskiptum í Íran né koma í veg fyrir útþenslu stríðs. Svo virðist sem að einhverju leyti sé um táknrænar aðgerðir Írana, Ísraela og Bandaríkjanna að ræða að sögn Magnúsar. Öll vilji þessi ríki láta líta út fyrir að þau séu að gera eitthvað sem varðar hagsmuni sinnar þjóðar. „Þess vegna verðum við eiginlega bara að bíða og sjá hvað gerist á næstu dögum, og þess vegna verðum við að taka öllum yfirlýsingum, hvort sem um er að ræða frá Bandaríkjaforseta, frá Íransstjórn eða Ísraelsstjórn, með mjög miklum fyrirvara, af því að öll þessi lönd eru að reyna að stýra söguþræðinum og reyna kannski að við fáum ekki að sjá hvað er að gerast,“ segir Magnús. Ríkjandi þjóðernishyggja í báðum ríkjum Ekki megi heldur vanmeta þjóðernishyggjuna sem sé ríkjandi í Íran og í Ísrael. „Ísraelar upp til hópa styðja þessa árásir á Íran og Íranar eru upp til hópa, þó svo að þeir séu ósammála ríkisstjórninni, eru núna að styðja sig á bakvið ríkisstjórnina til þess að halda uppi vörnum gegn árásum erlendra ríkja,“ segir Magnús. Magnús Þorkell Bernharðsson er prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams College í Massachussets í BandaríkjunumVísir/HAG Þannig maður veit ekki hvort það sé búið að opna fyrir einhverja gátt sem núna sé erfitt að hafa hömlur á og hvað gerist þar af leiðandi næst. Eru þeir búnir að búa til eitthvað nýtt skrímsli sem erfitt er fyrir þessar ríkisstjórnir núna að kontrólera að einhverju leyti.“ Enginn augljós arftaki æðstaklerksins sem nálgast nírætt Hvað varðar stöðu klerkastjórnarinnar í Íran segir Magnús vert að hafa í huga að Khamenei, æðstiklerkur Íran er orðinn 86 ára gamall ekki sé augljóst hver verði eftirmaður hans. „Það sem vakir fyrir stjórnaraðilum í Íran og hefur alltaf gert, það er númer eitt, tvö og þrjú hjá þeim, er að halda áfram völdum. Þannig ef að það verður einhver breyting á stjórnarfari, þá held ég að það verði bara eitthvað breytt til á taflborðinu og þar af leiðandi sé ég ekki fram á að það verði umtalsverð breyting á þessari stjórn, og sérstaklega ekki í miðju stríði,“ segir Magnús. Iraq Iran Israel Mideast Wars Mótmælendur báru myndir af Ali Khamenei, æðstaklerki Íran, við íranska sendiráðið í Bagdad í Írak í dag og fögnuðu vopnahléi.AP/Hadi Mizban Stjórnvöld hafi hins vegar verið mjög óvinsæl í Íran síðustu þrjátíu ár. „Það er búinn að vera óróleiki, mótmæli, í Íran síðastliðin 25 ár með umtalsverðum hætti. En þessi ríkisstjórn er með meiri en níu líf þannig það er ólíklegt að eitthvað gerist drastískt hvað það varðar, og sérstaklega ekki núna þegar hún getur lýst yfir ákveðnum sigri af því þeir náðu að verja sér undan árásum Ísrael annars vegar og sérstaklega frá Bandaríkjunum hins vegar. Þannig að einhverju leyti má kannski segja að þetta hafi styrkt, ef eitthvað er, frekar heldur en veikt ríkisstjórn Íran. Alla veganna tímabundið.“ Það sem einnig veki spurningar núna er tímasetningin. „Af hverju núna og hvort að þetta stríð og aðferðirnar sem beitt var og er verið er að beita, hvort að þær séu líklegar til að ná þeim árangri sem upp var lagt með. Það er að segja að binda endi á kjarnorkuáætlun Írana, að koma á stjórnarskiptum í landinu, og það er ekki ljóst hvort að þetta sé leiðin til að ná þeim árangri,“ segir Magnús.
Íran Bandaríkin Ísrael Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira