Lúsmý um allt land en bitmýið einnig árásargjarnt Tómas Arnar Þorláksson skrifar 23. júní 2025 15:42 Gísli Már Gíslason, prófessor emeritus í vatnalíffræði. vísir/vilhelm Lúsmý gerir nú vart við sig í öllum landshlutum eftir að hafa sprottið upp á Suðurlandi í maí í hitabylgju áður en að vorhret setti strik í reikninginn. Þetta segir vatnalíffræðingur og prófessor í dýrafræði sem segir aðeins hægt að flýja vágestinn á útnesjum þar sem vindasamt er. Gleðispillirinn og átvaglið víðfræga lúsmýið hefur snúið aftur af fullum þunga eftir að hafa legið í dvala tímabundið í köldu og vindasömu veðri í byrjun júní. Vágesturinn var töluvert fyrr á ferðinni í ár en áður á Suðurlandi vegna hitabylgju í maí áður en vorhret dró dilk á eftir sér. Bitmýið einnig árásargjarnt Þetta staðfestir Gísli Már Gíslason, vatnalíffræðingur og prófessor emeritus í dýrafræði við HÍ, í samtali við fréttastofu. Lúsmýið sé nú í öllum landshlutum og aðeins hægt að leita sér skjóls frá því þar sem vindasamt er. „Þetta er komið um allt land nema þessi annes eins og á Vestfjörðum og á ytri hluta Snæfellsness og á Reykjanesi og fleiri annes. Bitmýið hefur líka verið ansi árásargjarnt upp á síðkastið. Það byrjaði seint í maí og hefur verið að klekjast út í ám um allt land og það er líka á Vestfjörðum og öllum annesjum.“ Alls staðar þar sem er logn gerir lúsmýið vart við sig. „Ef það koma stilltir dagar, þar sem er logn og hlýtt þá blossar þetta upp og sækir mjög á fólk í skjólsömum görðum í sumarbústaðahverfum og annars staðar.“ Aðeins eitt geri gæfumuninn Það sé því heppilegt að Íslendingar séu að venjast bitum lúsmýsins. „Fyrstu þrjú árin eftir að lúsmýið kom, þá blés maður upp og var allur útsteyptur í litlum bólum en eftir þrjú ár þá varð maður varla var við þetta. Maður sá bitinn og kannski tugir bita á handarbakinu en maður fann lítið fyrir þessu. Lítinn kláða. Spurður um góð ráð til að vinna bug á lúsmýinu ef það gerir vart við sig, segir Gísli aðeins eitt gera raunverulegan gæfumun. „Við höfum verið með viftu í svefnherberginu og þá geta þær ekkert flogið gegn vindinum. Bara með svona venjulegri heimilisviftu. Þessi ilmefni hafa sennilega engin áhrif á flugurnar. Þær bíta fólk hvort sem það er með lavanderolíu eða ekki. Hátíðnihljóð hefur engin áhrif á þær.“ Lúsmý Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Sjá meira
Gleðispillirinn og átvaglið víðfræga lúsmýið hefur snúið aftur af fullum þunga eftir að hafa legið í dvala tímabundið í köldu og vindasömu veðri í byrjun júní. Vágesturinn var töluvert fyrr á ferðinni í ár en áður á Suðurlandi vegna hitabylgju í maí áður en vorhret dró dilk á eftir sér. Bitmýið einnig árásargjarnt Þetta staðfestir Gísli Már Gíslason, vatnalíffræðingur og prófessor emeritus í dýrafræði við HÍ, í samtali við fréttastofu. Lúsmýið sé nú í öllum landshlutum og aðeins hægt að leita sér skjóls frá því þar sem vindasamt er. „Þetta er komið um allt land nema þessi annes eins og á Vestfjörðum og á ytri hluta Snæfellsness og á Reykjanesi og fleiri annes. Bitmýið hefur líka verið ansi árásargjarnt upp á síðkastið. Það byrjaði seint í maí og hefur verið að klekjast út í ám um allt land og það er líka á Vestfjörðum og öllum annesjum.“ Alls staðar þar sem er logn gerir lúsmýið vart við sig. „Ef það koma stilltir dagar, þar sem er logn og hlýtt þá blossar þetta upp og sækir mjög á fólk í skjólsömum görðum í sumarbústaðahverfum og annars staðar.“ Aðeins eitt geri gæfumuninn Það sé því heppilegt að Íslendingar séu að venjast bitum lúsmýsins. „Fyrstu þrjú árin eftir að lúsmýið kom, þá blés maður upp og var allur útsteyptur í litlum bólum en eftir þrjú ár þá varð maður varla var við þetta. Maður sá bitinn og kannski tugir bita á handarbakinu en maður fann lítið fyrir þessu. Lítinn kláða. Spurður um góð ráð til að vinna bug á lúsmýinu ef það gerir vart við sig, segir Gísli aðeins eitt gera raunverulegan gæfumun. „Við höfum verið með viftu í svefnherberginu og þá geta þær ekkert flogið gegn vindinum. Bara með svona venjulegri heimilisviftu. Þessi ilmefni hafa sennilega engin áhrif á flugurnar. Þær bíta fólk hvort sem það er með lavanderolíu eða ekki. Hátíðnihljóð hefur engin áhrif á þær.“
Lúsmý Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Sjá meira