Ljósmyndari tekinn með valdi frá brúðkaupsgestum Sindri Sverrisson skrifar 22. júní 2025 11:48 Helene Spilling er þekkt í Noregi sem dansari, þar sem hún hefur keppt í sjónvarpsþáttum, en Martin Ödegaard var ungur orðinn að fótboltastjörnu. EPA-EFE/Thomas Fure Norskur ljósmyndari sem ætlaði sér að ná myndum af brúðhjónunum og gestum, í brúðkaupi Arsenal-mannsins Martins Ödegaard og danskonunnar Helene Spilling Ödegaard, var gripinn af öryggisvörðum og borinn í burtu. Ödegaard-hjónin giftu sig reyndar í nóvember í fyrra, í leyni, en héldu svo glæsilegt brúðkaup nú um helgina í Noregi. Ljósmyndarinn var gripinn af tveimur öryggisvörðum.Skjáskot/@Sportbladet Veisluhöldin hófust á föstudaginn í nágrenni Drammen, heimabæjar Martins, en athöfnin var svo í gær í kirkju í Gjerdrum, þaðan sem Helene kemur. Fjöldi fótboltastjarna og liðsfélaga Martins Ödegaard úr Arsenal og norska landsliðinu var á meðal gesta. Má þar nefna Kai Havertz og konu hans Sophiu, Bukayo Saka og kærustu hans Tolami Benson, og Leandro Trossard. Úr norska landsliðinu voru til dæmis mættir Leo Östigård, Morten Thorsby og Sander Berge sem raunar var svaramaður í brúðkaupinu. Ljóst er að Ödegaard-hjónin vildu fá að eiga sína stund með fjölskyldu og vinum, án þess að aðrir væru að skipta sér af. Þess vegna voru tveir öryggisverðir fljótir að grípa ljósmyndara norsku útgáfunnar af Séð og Heyrt, þegar hann reyndi að ná myndum af gestunum. Bukayo Saka og kærasta hans, Tolami Benson, á leið upp í bíl eftir athöfnina í kirkjunni í Gjerdrum.EPA-EFE/Thomas Fure Niklas Kokkinn-Thoresen, ritstjóri slúðurtímaritsins, sagði ljóst að ljósmyndarinn hefði mátt taka myndir og að málið myndi draga dilk á eftir sér. „Við bregðumst mjög hart við því að öryggisverðirnir hafi beitt ljósmyndara okkar líkamlegu ofbeldi á vettvangi. Hann var staddur á almannafæri til að fjalla um opinberan viðburð. Þeir höfðu engan rétt til að loka bílastæðinu eða svæðinu í kringum kirkjuna. Atvikið verður því tilkynnt til lögreglu – við getum ekki sætt okkur við að ofbeldi sé beitt gegn blaðamönnum og ljósmyndurum í starfi,“ sagði Kokkinn-Thoresen við Nettavisen. Helene Spilling og Martin Ödegaard voru brosandi og glæsileg eftir brúðkaupsathöfnina í Gjerdrum, á leið í veisluna sem svo tók við.EPA-EFE/Thomas Fure Noregur Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Sjá meira
Ödegaard-hjónin giftu sig reyndar í nóvember í fyrra, í leyni, en héldu svo glæsilegt brúðkaup nú um helgina í Noregi. Ljósmyndarinn var gripinn af tveimur öryggisvörðum.Skjáskot/@Sportbladet Veisluhöldin hófust á föstudaginn í nágrenni Drammen, heimabæjar Martins, en athöfnin var svo í gær í kirkju í Gjerdrum, þaðan sem Helene kemur. Fjöldi fótboltastjarna og liðsfélaga Martins Ödegaard úr Arsenal og norska landsliðinu var á meðal gesta. Má þar nefna Kai Havertz og konu hans Sophiu, Bukayo Saka og kærustu hans Tolami Benson, og Leandro Trossard. Úr norska landsliðinu voru til dæmis mættir Leo Östigård, Morten Thorsby og Sander Berge sem raunar var svaramaður í brúðkaupinu. Ljóst er að Ödegaard-hjónin vildu fá að eiga sína stund með fjölskyldu og vinum, án þess að aðrir væru að skipta sér af. Þess vegna voru tveir öryggisverðir fljótir að grípa ljósmyndara norsku útgáfunnar af Séð og Heyrt, þegar hann reyndi að ná myndum af gestunum. Bukayo Saka og kærasta hans, Tolami Benson, á leið upp í bíl eftir athöfnina í kirkjunni í Gjerdrum.EPA-EFE/Thomas Fure Niklas Kokkinn-Thoresen, ritstjóri slúðurtímaritsins, sagði ljóst að ljósmyndarinn hefði mátt taka myndir og að málið myndi draga dilk á eftir sér. „Við bregðumst mjög hart við því að öryggisverðirnir hafi beitt ljósmyndara okkar líkamlegu ofbeldi á vettvangi. Hann var staddur á almannafæri til að fjalla um opinberan viðburð. Þeir höfðu engan rétt til að loka bílastæðinu eða svæðinu í kringum kirkjuna. Atvikið verður því tilkynnt til lögreglu – við getum ekki sætt okkur við að ofbeldi sé beitt gegn blaðamönnum og ljósmyndurum í starfi,“ sagði Kokkinn-Thoresen við Nettavisen. Helene Spilling og Martin Ödegaard voru brosandi og glæsileg eftir brúðkaupsathöfnina í Gjerdrum, á leið í veisluna sem svo tók við.EPA-EFE/Thomas Fure
Noregur Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Sjá meira