Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. júní 2025 12:00 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Arnar Verð á almennum neysluvörum var það næsthæsta á Íslandi í Evrópu á síðasta ári samkvæmt nýrri úttekt Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Formaður Neytendasamtakanna segir að honum þyki þetta miður þó tölurnar komi engum á óvart sem fylgst hafi með verðlagi á Íslandi undanfarin ár. Ýmislegt sé til ráða. Það er aðeins í Sviss sem verð á almennum neysluvörum var hærra en á Íslandi í fyrra samkvæmt útttekt Eurostat hagstofu Evrópusambandsins en verðlag á Íslandi var 62 prósentum hærra á síðasta ári en að jafnaði í ríkjum Evrópu. Þá var verðlag á mat og drykk 44 prósentum hærra á Íslandi en í Evrópusambandinu. Samanburðurinn náði til 36 ríkja, 27 ríkja Evrópusambandsins, þriggja EFTA ríkja og þriggja umsóknarríkja að Evrópusambandinu. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir tölurnar ekki koma á óvart. „Þetta kemur því miður ekki á óvart, við höfum verið að keppast um efstu þrjú sætin á þessum lista í áraraðir við Noreg og Sviss og höfum skipst á að verma sæti eitt, tvö og þrjú í þessum efnum. Þannig þetta eru því miður engar nýjar fréttir og kemur því miður ekki á óvart. Að sjálfsögðu þurfum við að berjast fyrir því að fara neðar á þessum lista og að verðlag hér verði skikkanlegt.“ Um sé að ræða eitt stærsta hagsmunamál íslenskra neytenda. „Það er erfitt kannski að benda á einhvern einn sökudólg í þessu. Kaupmáttur á Íslandi er frekar hár, launin halda þó ekki, við erum að keppa um efstu þrjú sætin í verði en því miður erum við ekki á sama stað hvað varðar laun, þar erum við neðar á lista og þar þyrfti að koma eitthvað samræmi á.“ Ýmislegt þurfi að koma til eigi að ná niður verðlagi á Íslandi. „Við eigum að ýta undir samkeppni, breyta stuðningi við bændur í styðjandi stuðning en ekki hamlandi stuðning eins og hann er núna. Við þurfum að efla samkeppni hvar sem við getum en ekki hamla henni eins og hefur verið gert að undanförnu. Það er ýmislegt, ekki eitt en ýmislegt sem þarf að gera.“ Neytendur Verslun Matur Drykkir Verðlag Mest lesið Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Sjá meira
Það er aðeins í Sviss sem verð á almennum neysluvörum var hærra en á Íslandi í fyrra samkvæmt útttekt Eurostat hagstofu Evrópusambandsins en verðlag á Íslandi var 62 prósentum hærra á síðasta ári en að jafnaði í ríkjum Evrópu. Þá var verðlag á mat og drykk 44 prósentum hærra á Íslandi en í Evrópusambandinu. Samanburðurinn náði til 36 ríkja, 27 ríkja Evrópusambandsins, þriggja EFTA ríkja og þriggja umsóknarríkja að Evrópusambandinu. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir tölurnar ekki koma á óvart. „Þetta kemur því miður ekki á óvart, við höfum verið að keppast um efstu þrjú sætin á þessum lista í áraraðir við Noreg og Sviss og höfum skipst á að verma sæti eitt, tvö og þrjú í þessum efnum. Þannig þetta eru því miður engar nýjar fréttir og kemur því miður ekki á óvart. Að sjálfsögðu þurfum við að berjast fyrir því að fara neðar á þessum lista og að verðlag hér verði skikkanlegt.“ Um sé að ræða eitt stærsta hagsmunamál íslenskra neytenda. „Það er erfitt kannski að benda á einhvern einn sökudólg í þessu. Kaupmáttur á Íslandi er frekar hár, launin halda þó ekki, við erum að keppa um efstu þrjú sætin í verði en því miður erum við ekki á sama stað hvað varðar laun, þar erum við neðar á lista og þar þyrfti að koma eitthvað samræmi á.“ Ýmislegt þurfi að koma til eigi að ná niður verðlagi á Íslandi. „Við eigum að ýta undir samkeppni, breyta stuðningi við bændur í styðjandi stuðning en ekki hamlandi stuðning eins og hann er núna. Við þurfum að efla samkeppni hvar sem við getum en ekki hamla henni eins og hefur verið gert að undanförnu. Það er ýmislegt, ekki eitt en ýmislegt sem þarf að gera.“
Neytendur Verslun Matur Drykkir Verðlag Mest lesið Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Sjá meira