„Mér varð um og ó þegar þeir voru að brjótast inn í húsið“ Agnar Már Másson skrifar 19. júní 2025 12:04 Íbúðahúsnæðið liggur að Aðalbraut 37 en þar var áður leikskóli. Skjáskot/Ja.is Íbúar á Raufarhöfn eru furðu lostnir eftir að sérsveit réðst í umfangsmikla húsleit þar á bæ í gær. Húsleitin tengist rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi sem talin er tengjast fíkniefnaframleiðslu. Erlendur maður er sagður búa í húsinu en íbúar segja hann hafa búið þar í skamman tíma. Lögreglan á Norðurlandi eystra tilkynnti í morgun að lögregla og sérsveit hafi kl. 10 í gærmorgun ráðist í aðgerð ásamt fleiri lögreglumbættum á nokkrum stöðum á landinu þar sem húsleitir hafi verið framkvæmdar að undangengnum úrskurðum frá Héraðsdómi Norðurlands eystra. Í aðgerðunum var lögreglan á Norðurlandi eystra í samstarfi við lögregluna á Vesturlandi, lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit Ríkislögreglustjóra. Lögregluembættið sagðist hafa unnið um hríð að rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi sem talin var tengjast fíkniefnaframleiðslu. „Með aðgerðunum í gær var unnt að staðfesta þessar grunsemdir og er rannsókn á frumstigi.“ Veistu meira? Áttu myndir? Þú getur sent okkur ábendingar á ritstjorn@visir.is. Þétt dagskrá í héraðsdómi Lögregla heldur spilunum þétt að sér og hefur lítið viljað tjá sig um málið. Farið verður fram á gæsluvarðhald sakborningum í dag en fjöldi þeirra liggur ekki fyrir. Skarphéðinn Aðalsteinsson hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vildi ekkert tjá sig þegar fréttastofa hafði samband, en nefndi þó að eitthvað hafi verið haldlagt í gær. Frekari upplýsinga um málið væri að vænta frá lögreglunni á næstunni. Athygli vekur að sjö mál eru á dagskrá á heimasíðu héraðsdóms Norðurlands eystra, í öllum tilfellum er lögreglan stefnandi, þar af sex mál á borði sama saksóknarans. Brutu sér leið inn Húsnæðið sem í var leitað er Aðalbraut 37. Húsið var byggt 1948 en þar var hafði verið leikskóli áður en það varð að íbúðahúsnæði. Lögregluaðgerðin aftur á móti varla fram hjá neinum í bænum, hvað þá nágrönnunum. „Mér varð um og ó þegar þeir voru að brjótast inn í húsið,“ segir einn heimamaður sem býr í grennd við húsið og heyrði í lögreglu og sérsveit ryðjast þar inn. Fréttastofa hefur rætt við fjölda fólks sem býr í nágrenni við húsið, en flestir segjast lítið vita. Einn íbúi á svæðinu segir við fréttastofu að fjórir til fimm lögreglubílar hafi verið á svæðinu. Aðgerðin hafi staðið yfir langt fram á kvöld. Að sögn heimamanna sem fréttastofa hefur rætt við hefur einn erlendur maður búið í húsinu síðasta árið, líklega að austurevrópskum uppruna, en á undan honum hafi annar erlendur maður búið þar í um tvö ár í húsinu. Einhverjir heimamenn segja það hafa komið sér á óvart að þarna hafi maður yfir höfuð búið, það hafi farið svo lítið fyrir honum. Norðurþing Lögreglumál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi eystra tilkynnti í morgun að lögregla og sérsveit hafi kl. 10 í gærmorgun ráðist í aðgerð ásamt fleiri lögreglumbættum á nokkrum stöðum á landinu þar sem húsleitir hafi verið framkvæmdar að undangengnum úrskurðum frá Héraðsdómi Norðurlands eystra. Í aðgerðunum var lögreglan á Norðurlandi eystra í samstarfi við lögregluna á Vesturlandi, lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit Ríkislögreglustjóra. Lögregluembættið sagðist hafa unnið um hríð að rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi sem talin var tengjast fíkniefnaframleiðslu. „Með aðgerðunum í gær var unnt að staðfesta þessar grunsemdir og er rannsókn á frumstigi.“ Veistu meira? Áttu myndir? Þú getur sent okkur ábendingar á ritstjorn@visir.is. Þétt dagskrá í héraðsdómi Lögregla heldur spilunum þétt að sér og hefur lítið viljað tjá sig um málið. Farið verður fram á gæsluvarðhald sakborningum í dag en fjöldi þeirra liggur ekki fyrir. Skarphéðinn Aðalsteinsson hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vildi ekkert tjá sig þegar fréttastofa hafði samband, en nefndi þó að eitthvað hafi verið haldlagt í gær. Frekari upplýsinga um málið væri að vænta frá lögreglunni á næstunni. Athygli vekur að sjö mál eru á dagskrá á heimasíðu héraðsdóms Norðurlands eystra, í öllum tilfellum er lögreglan stefnandi, þar af sex mál á borði sama saksóknarans. Brutu sér leið inn Húsnæðið sem í var leitað er Aðalbraut 37. Húsið var byggt 1948 en þar var hafði verið leikskóli áður en það varð að íbúðahúsnæði. Lögregluaðgerðin aftur á móti varla fram hjá neinum í bænum, hvað þá nágrönnunum. „Mér varð um og ó þegar þeir voru að brjótast inn í húsið,“ segir einn heimamaður sem býr í grennd við húsið og heyrði í lögreglu og sérsveit ryðjast þar inn. Fréttastofa hefur rætt við fjölda fólks sem býr í nágrenni við húsið, en flestir segjast lítið vita. Einn íbúi á svæðinu segir við fréttastofu að fjórir til fimm lögreglubílar hafi verið á svæðinu. Aðgerðin hafi staðið yfir langt fram á kvöld. Að sögn heimamanna sem fréttastofa hefur rætt við hefur einn erlendur maður búið í húsinu síðasta árið, líklega að austurevrópskum uppruna, en á undan honum hafi annar erlendur maður búið þar í um tvö ár í húsinu. Einhverjir heimamenn segja það hafa komið sér á óvart að þarna hafi maður yfir höfuð búið, það hafi farið svo lítið fyrir honum.
Norðurþing Lögreglumál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira