Ræða Höllu: Facebookfrí, staða drengja og hatrömm heift Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. júní 2025 12:52 Kristrún lagði blómsveig við styttu Jóns Sigurðssonar og Halla flutti ávarp. Vísir/Viktor Freyr Halla Tómasdóttir forseti Íslands fór um víðan völl í hátíðarræðu sinni á hátíðarstund lýðveldisins á Austurvelli í dag. Áralöng hefð hefur verið fyrir því að forsætisráðherra flytji ávarp á athöfninni en í ár bauð Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Höllu að flytja ávarpið. Guðni Th. Jóhannesson, forveri Höllu í embætti forseta, lagði til í kveðjuávarpi sínu til Alþingis síðasta sumar að forseti tæki við flutningi hátíðarávarpsins af forsætisráðherra. Þá hafði Bjarni Benediktsson þáverandi forsætisráðherra ekki viljað víkja fyrir Guðna og frekar viljað halda í hefðina. Ísland vettvangur samtals um frið Fyrst vatt Halla sér að heimsmálunum og sagðist eins og aðrir hafa áhyggjur af stöðu þeirra, margt í veröldinni gefi tilefni til vonleysis. „Það er ekki upplífgandi að verða vitni að hatrömmum deilum á samtalstorgum samfélagsmiðla, sem eru sannarlega ekki til eftirbreytni, allra síst þegar í hlut eiga valdamestu menn heimsins sem ættu að vera öðrum fyrirmyndir. Það er enn þungbærara, þyngra en tárum taki, að sjá, nánast í beinni útsendingu, óbreytta borgara, þar með talið þúsundir barna, verða fórnarlömb stríðsátaka og glæpa.“ Þá setti hún heimsmálin í samhengi við íslensku þjóðina. „Jafnvel á okkar litla friðsæla landi getur heiftin verið svo hatrömm að sumum þykir nóg um og skrúfa fyrir fréttirnar, vilja frekar loka augunum en horfa upp á ósómann. Aðrir festast í bergmálshelli sinna eigin skoðana og viðhorfa. Við verðum að horfast í augu við stöðuna, byggja brýr, draga upp áttavitann og bretta upp ermar.“ Framtíðin komi þó sífellt á óvart og hægt sé að ímynda sér að á næsta ári, þegar fjörutíu ár verða liðin frá leiðtogafundinum í Höfða, gæti Ísland aftur orðið vettvangur samtals um frið. Tvö afmæli og sköpunarkraftur lofaður Halla kom einnig inn á íslenska menningu og vakti athygli á 75 ára afmæli Þjóðleikhússins í ár. „Það þótti mögulega langsótt markmið fyrir eina fátækustu þjóð Evrópu að reisa sér höll utan um sögur sínar og sköpunarkraft. Bygging Þjóðleikhússins spannaði heimskreppu og heimsstyrjöld en með seiglu tókst að ljúka ætlunarverkinu og Þjóðleikhúsið var vígt á fyrstu árum lýðveldis okkar.“ Sömileiðis nefnir hús 75 ára afmæli Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hrósar Íslendingum fyrir metnað og sköpunarkraft á sviði menningar. Hún nefnir listahjónin Tinnu Gunnlaugsdóttur og Egil Ólafsson, sem nýverið fengu heiðursverðlaun fyrir framlag þeirra til kvikmyndalistarinnar. Þá nefnir hún Kjartan Ragnarsson leikara, leikskáld og leikstjóra. Sonur hans, Ragnar, hlaut einnig í síðustu viku heiðursviðurkenningu Útflutningsverðlauna forseta Íslands. „Metnaður þjóðarinnar rís líklega hvergi hærra en í sköpunarmættinum. Ekki aðeins í listum, heldur einnig í nýsköpun í vísindum og viðskiptum,“ segir Halla og hrósar fyrirtækinu Össuri fyrir framlag sitt á sviði mannúðar og velferðar. Ætlar í samfélagsmiðlafrí Jafnréttismál voru einnig til umfjöllunar í ræðu Höllu en hún sagði þjóðina hafa verk að vinna þrátt fyrir að skara fram úr í jafnréttismálum. „Einnig er brýnt að berjast fyrir jafnrétti á fleiri sviðum en milli kynjanna og hugsa ég þar meðal annars til stöðu drengja, og til jafnréttis óháð kynslóð og uppruna.“ Þá brýndi hún fyrir Íslendingum að fjölga samverustundum, horfast í augu hvorn við annan og leggja símann til hliðar. „Notum orðin okkar, hlýðum á hljómfall þeirra, njótum þess hve dásamlegt og einstakt tungumál við eigum og kennum nýjum Íslendingum að tala það. Við vitum að nýir Íslendingar geta lært málið vel.“ Í því sambandi minntist hún á vinkonurnar þrjár sem dúxuðu allar Fjölbrautaskólann við Ármúla og fengu verðlaun fyrir góðan árangur í íslensku. Þá kom Halla aftur inn á símanotkun Íslendinga, samskipti, hugrekki og bros. „Sjálf ætla ég að ganga á undan með góðu fordæmi og fara í sumarfrí frá Facebook og almennt ætla ég að fækka stundum á samfélagsmiðlum og vona að sem flestir skólar og fjölskyldur fari inn í sumarið og haustið með einhver skynsamleg mörk í kringum þá rænuþjófa. Ég ætla frekar að fjölga samtölum í raunheimum, taka þátt í og standa fyrir fleiri samtölum með von um að á næsta ári höldum við Þjóðfund og ræðum þá framtíð sem bíður barna okkar. Ég ætla að halda áfram að brosa, þótt sumum finnist nóg um, faðma þá sem það þiggja og efla hugrekki mitt og annarra til að mæta krefjandi tímum af mennsku og mildi.“ 17. júní Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Samfélagsmiðlar Skóla- og menntamál Grunnskólar Símanotkun barna Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Áralöng hefð hefur verið fyrir því að forsætisráðherra flytji ávarp á athöfninni en í ár bauð Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Höllu að flytja ávarpið. Guðni Th. Jóhannesson, forveri Höllu í embætti forseta, lagði til í kveðjuávarpi sínu til Alþingis síðasta sumar að forseti tæki við flutningi hátíðarávarpsins af forsætisráðherra. Þá hafði Bjarni Benediktsson þáverandi forsætisráðherra ekki viljað víkja fyrir Guðna og frekar viljað halda í hefðina. Ísland vettvangur samtals um frið Fyrst vatt Halla sér að heimsmálunum og sagðist eins og aðrir hafa áhyggjur af stöðu þeirra, margt í veröldinni gefi tilefni til vonleysis. „Það er ekki upplífgandi að verða vitni að hatrömmum deilum á samtalstorgum samfélagsmiðla, sem eru sannarlega ekki til eftirbreytni, allra síst þegar í hlut eiga valdamestu menn heimsins sem ættu að vera öðrum fyrirmyndir. Það er enn þungbærara, þyngra en tárum taki, að sjá, nánast í beinni útsendingu, óbreytta borgara, þar með talið þúsundir barna, verða fórnarlömb stríðsátaka og glæpa.“ Þá setti hún heimsmálin í samhengi við íslensku þjóðina. „Jafnvel á okkar litla friðsæla landi getur heiftin verið svo hatrömm að sumum þykir nóg um og skrúfa fyrir fréttirnar, vilja frekar loka augunum en horfa upp á ósómann. Aðrir festast í bergmálshelli sinna eigin skoðana og viðhorfa. Við verðum að horfast í augu við stöðuna, byggja brýr, draga upp áttavitann og bretta upp ermar.“ Framtíðin komi þó sífellt á óvart og hægt sé að ímynda sér að á næsta ári, þegar fjörutíu ár verða liðin frá leiðtogafundinum í Höfða, gæti Ísland aftur orðið vettvangur samtals um frið. Tvö afmæli og sköpunarkraftur lofaður Halla kom einnig inn á íslenska menningu og vakti athygli á 75 ára afmæli Þjóðleikhússins í ár. „Það þótti mögulega langsótt markmið fyrir eina fátækustu þjóð Evrópu að reisa sér höll utan um sögur sínar og sköpunarkraft. Bygging Þjóðleikhússins spannaði heimskreppu og heimsstyrjöld en með seiglu tókst að ljúka ætlunarverkinu og Þjóðleikhúsið var vígt á fyrstu árum lýðveldis okkar.“ Sömileiðis nefnir hús 75 ára afmæli Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hrósar Íslendingum fyrir metnað og sköpunarkraft á sviði menningar. Hún nefnir listahjónin Tinnu Gunnlaugsdóttur og Egil Ólafsson, sem nýverið fengu heiðursverðlaun fyrir framlag þeirra til kvikmyndalistarinnar. Þá nefnir hún Kjartan Ragnarsson leikara, leikskáld og leikstjóra. Sonur hans, Ragnar, hlaut einnig í síðustu viku heiðursviðurkenningu Útflutningsverðlauna forseta Íslands. „Metnaður þjóðarinnar rís líklega hvergi hærra en í sköpunarmættinum. Ekki aðeins í listum, heldur einnig í nýsköpun í vísindum og viðskiptum,“ segir Halla og hrósar fyrirtækinu Össuri fyrir framlag sitt á sviði mannúðar og velferðar. Ætlar í samfélagsmiðlafrí Jafnréttismál voru einnig til umfjöllunar í ræðu Höllu en hún sagði þjóðina hafa verk að vinna þrátt fyrir að skara fram úr í jafnréttismálum. „Einnig er brýnt að berjast fyrir jafnrétti á fleiri sviðum en milli kynjanna og hugsa ég þar meðal annars til stöðu drengja, og til jafnréttis óháð kynslóð og uppruna.“ Þá brýndi hún fyrir Íslendingum að fjölga samverustundum, horfast í augu hvorn við annan og leggja símann til hliðar. „Notum orðin okkar, hlýðum á hljómfall þeirra, njótum þess hve dásamlegt og einstakt tungumál við eigum og kennum nýjum Íslendingum að tala það. Við vitum að nýir Íslendingar geta lært málið vel.“ Í því sambandi minntist hún á vinkonurnar þrjár sem dúxuðu allar Fjölbrautaskólann við Ármúla og fengu verðlaun fyrir góðan árangur í íslensku. Þá kom Halla aftur inn á símanotkun Íslendinga, samskipti, hugrekki og bros. „Sjálf ætla ég að ganga á undan með góðu fordæmi og fara í sumarfrí frá Facebook og almennt ætla ég að fækka stundum á samfélagsmiðlum og vona að sem flestir skólar og fjölskyldur fari inn í sumarið og haustið með einhver skynsamleg mörk í kringum þá rænuþjófa. Ég ætla frekar að fjölga samtölum í raunheimum, taka þátt í og standa fyrir fleiri samtölum með von um að á næsta ári höldum við Þjóðfund og ræðum þá framtíð sem bíður barna okkar. Ég ætla að halda áfram að brosa, þótt sumum finnist nóg um, faðma þá sem það þiggja og efla hugrekki mitt og annarra til að mæta krefjandi tímum af mennsku og mildi.“
17. júní Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Samfélagsmiðlar Skóla- og menntamál Grunnskólar Símanotkun barna Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira