Hafa ekki efni á að borga „Man United skattinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2025 07:00 Man United er með rándýran leikmannahóp sem getur þó ekki neitt. Vísir/Getty Images Lengi vel hefur sú mýta gengið manna á milli að enska knattspyrnufélagið Manchester United þurfi að borga meira til að fá leikmenn í sínar raðir heldur en önnur félög. Mýtan varð í raun að veruleika þegar Ed Woodward stýrði United-skútunni en hann er nú horfinn á braut og félagið hefur hreinlega ekki efni á að borga hinn svokallaða „Man United skatt“ í dag. Þegar Man United var upp á sitt besta í kringum og eftir aldamót hikaði Sir Alex Ferguson ekki að opna veskið ef hann taldi lið sitt þurfa á ákveðnum leikmanni að halda. Hann var þó einnig duglegur að finna ódýra gimsteina þess á milli. Sir Alex Ferguson og Rúben Amorim, þjálfari Man United í dag.Getty/Nick Potts Eftir að Sir Alex hætti þjálfun liðsins og Ed Woodward varð framkvæmdastjóri má segja að liðið hafi nær alltaf borgað uppsprengt verð. Dæmin eru endalaust en ef taka má mið af leikmannahópi liðsins í dag má nefna Casemiro, Antony og Rasmus Höjlund sem dæmi. Allir kostuðu fúlgur fjár þó það væri ljóst að þeir væru ekki verðsins verðugir. Woodward er hins vegar horfinn á braut og nú er öldin önnur hjá Rauðu djöflunum. Eftir eyðslu undanfarinna ára er veskið svo gott sem tómt. Það var því jákvætt að Matheus Cunha, nýjasti leikmaður liðsins, væri með klásúlu í samningi sínum við Úlfana sem gerði honum kleift að ganga til liðs við Man United á 62,5 milljón punda. Woodward hafði enga reynslu úr heimi knattspyrnunnar né þekkingu á leiknum þegar hann hóf störf fyrir Man United.Simon Stacpoole/Getty Images Það helsta sem þurfti að semja um var hvernig greiðslunni yrði skipt niður. Rauðu djöflarnir vildu fá að borga upphæðina á næstu fimm árum og svo fjórum. Úlfarnir vildu fá alla upphæðina á næstu tveimur árum. Endanlega niðurstaða er á milli félaganna en samningar virðast hafa nást nokkuð fljótt þar sem Cunha er genginn í raðir Man United. ESPN greinir svo frá því að Man United sé ekki tilbúið að borga hinn svokallaða „United skatt“ þegar kemur að leikmönnum á borð við Bryan Mbeumo, Antoine Semenyo og Eberechi Eze. Þá er félagið ekki tilbúið að gefa mönnum ofursamninga sem þeir myndu ekki fá annars staðar en í Sádi-Arabíu. Sem stendur er Omar Berrada, framkvæmdastjóri félagsins, að reyna byggja Man United upp á nýjan leik eftir dýr mistök ár eftir ár undanfarinn áratug. Staðan er hreinlega þannig að félagið má ekki við því að borga „United skattinn“ í dag. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Fótbolti Fleiri fréttir Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Sjá meira
Mýtan varð í raun að veruleika þegar Ed Woodward stýrði United-skútunni en hann er nú horfinn á braut og félagið hefur hreinlega ekki efni á að borga hinn svokallaða „Man United skatt“ í dag. Þegar Man United var upp á sitt besta í kringum og eftir aldamót hikaði Sir Alex Ferguson ekki að opna veskið ef hann taldi lið sitt þurfa á ákveðnum leikmanni að halda. Hann var þó einnig duglegur að finna ódýra gimsteina þess á milli. Sir Alex Ferguson og Rúben Amorim, þjálfari Man United í dag.Getty/Nick Potts Eftir að Sir Alex hætti þjálfun liðsins og Ed Woodward varð framkvæmdastjóri má segja að liðið hafi nær alltaf borgað uppsprengt verð. Dæmin eru endalaust en ef taka má mið af leikmannahópi liðsins í dag má nefna Casemiro, Antony og Rasmus Höjlund sem dæmi. Allir kostuðu fúlgur fjár þó það væri ljóst að þeir væru ekki verðsins verðugir. Woodward er hins vegar horfinn á braut og nú er öldin önnur hjá Rauðu djöflunum. Eftir eyðslu undanfarinna ára er veskið svo gott sem tómt. Það var því jákvætt að Matheus Cunha, nýjasti leikmaður liðsins, væri með klásúlu í samningi sínum við Úlfana sem gerði honum kleift að ganga til liðs við Man United á 62,5 milljón punda. Woodward hafði enga reynslu úr heimi knattspyrnunnar né þekkingu á leiknum þegar hann hóf störf fyrir Man United.Simon Stacpoole/Getty Images Það helsta sem þurfti að semja um var hvernig greiðslunni yrði skipt niður. Rauðu djöflarnir vildu fá að borga upphæðina á næstu fimm árum og svo fjórum. Úlfarnir vildu fá alla upphæðina á næstu tveimur árum. Endanlega niðurstaða er á milli félaganna en samningar virðast hafa nást nokkuð fljótt þar sem Cunha er genginn í raðir Man United. ESPN greinir svo frá því að Man United sé ekki tilbúið að borga hinn svokallaða „United skatt“ þegar kemur að leikmönnum á borð við Bryan Mbeumo, Antoine Semenyo og Eberechi Eze. Þá er félagið ekki tilbúið að gefa mönnum ofursamninga sem þeir myndu ekki fá annars staðar en í Sádi-Arabíu. Sem stendur er Omar Berrada, framkvæmdastjóri félagsins, að reyna byggja Man United upp á nýjan leik eftir dýr mistök ár eftir ár undanfarinn áratug. Staðan er hreinlega þannig að félagið má ekki við því að borga „United skattinn“ í dag.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Fótbolti Fleiri fréttir Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Sjá meira