Man City að fá einn efnilegasta miðjumann Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2025 08:02 Nypan í vináttuleik gegn Manchester United. EPA-EFE/Ole Martin Wold Sverre Nypan er við það að vera staðfestur sem nýjasti leikmaður Manchester City. Um er að ræða 18 ára gamlan Norðmann sem spilar með Rosenborg í heimalandinu. Hann er talinn einn efnilegasti miðjumaður Evrópu um þessar mundir. Segja má að City fá leikmanninn á gjafverði ef miðað er við leikmannakaup annarra liða sem lærisveinar Pep Guardiola eru í baráttunni við. Kaupverðið er sagt vera 12 og hálf milljón punda eða rétt rúmir tveir milljarðar íslenskra króna. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Nypan, sem hefur nú þegar spilað fyrir öll yngri landslið Noregs, verði lánaður út tímabilið 2025-26. Ekki kemur fram hvort hann fari aftur til Noregs eða þá eins af liðunum sem eru einnig undir eignarhaldi City Football Group. „Nypan er talinn eitt mesta efni í Noregi og hefur spilað á virkilega háu getustigi þrátt fyrir ungan aldur. Það er horft á hann sem næsta „stóra nafnið“ sem kemur úr efstu deild Noregs og því kemur ekki á óvart að hann sé að fara í stórlið. Það kemur þó örlítið á óvart að hann sé að fara til City svo ungur að árum,“ segir norski blaðamaðurinn Andreas Korssund í viðtali við BBC. Korssund nefnir Erling Haaland sem dæmi en hann fór fyrst til Red Bull Salzburg og svo til Borussia Dortmund áður en hann endaði hjá Man City. Svipaða sögu er að segja af Antonio Nusa sem fór fyrst til Club Brugge og svo til RB Leipzig. Nypan virðist ætla að feta í fótspor Martin Ödegaard - sem fór ungur að árum til Real Madríd og var svo lánaður út – og semja strax við stórlið. Ödegaard spilar í dag fyrir Arsenal. Nypan hefur spilað 70 leiki fyrir Rosenborg, skorað 14 mörk og gefið 11 stoðsendingar. Hann er sagður meiri alhliðaleikmaður en Ödegaard var á sínum tíma. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir City staðfestir kaupin á Reijnders Hollenski miðjumaðurinn Tijjandi Reijnders hefur skrifað undir fimm ára samning við Manchester City, hann kemur til félagsins frá AC Milan fyrir 55 milljónir evra og verður löglegur með liðinu á HM félagsliða. 11. júní 2025 09:08 Arftaki hins titlaóða Carsons fundinn Scott Carson var nýverið látinn fara frá enska knattspyrnufélaginu Manchester City. Hann spilaði ekki mikið en það verður ekki annað sagt en liðið hafi verið sigursælt meðan hans naut við í búningsklefanum og á æfingasvæðinu. Arftaki hans er fundinn. 10. júní 2025 23:30 Man City staðfestir kaupin á Cherki Manchester City hefur staðfest kaup félagsins á franska landsliðsmanninnum Rayan Cherki. Hann kemur frá Lyon, kostar 34 milljónir punda – 5,8 milljarða íslenskra króna og skrifar undir fimm ára samning í Manchester. 10. júní 2025 19:47 Aït-Nouri fyrstur inn um dyrnar hjá Man City Manchester City hefur fest kaup á fyrsta leikmanni sumarsins. Sá heitir Rayan Aït-Nouri og kemur frá Úlfunum. 9. júní 2025 19:00 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sanngjarn heimasigur Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
Segja má að City fá leikmanninn á gjafverði ef miðað er við leikmannakaup annarra liða sem lærisveinar Pep Guardiola eru í baráttunni við. Kaupverðið er sagt vera 12 og hálf milljón punda eða rétt rúmir tveir milljarðar íslenskra króna. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Nypan, sem hefur nú þegar spilað fyrir öll yngri landslið Noregs, verði lánaður út tímabilið 2025-26. Ekki kemur fram hvort hann fari aftur til Noregs eða þá eins af liðunum sem eru einnig undir eignarhaldi City Football Group. „Nypan er talinn eitt mesta efni í Noregi og hefur spilað á virkilega háu getustigi þrátt fyrir ungan aldur. Það er horft á hann sem næsta „stóra nafnið“ sem kemur úr efstu deild Noregs og því kemur ekki á óvart að hann sé að fara í stórlið. Það kemur þó örlítið á óvart að hann sé að fara til City svo ungur að árum,“ segir norski blaðamaðurinn Andreas Korssund í viðtali við BBC. Korssund nefnir Erling Haaland sem dæmi en hann fór fyrst til Red Bull Salzburg og svo til Borussia Dortmund áður en hann endaði hjá Man City. Svipaða sögu er að segja af Antonio Nusa sem fór fyrst til Club Brugge og svo til RB Leipzig. Nypan virðist ætla að feta í fótspor Martin Ödegaard - sem fór ungur að árum til Real Madríd og var svo lánaður út – og semja strax við stórlið. Ödegaard spilar í dag fyrir Arsenal. Nypan hefur spilað 70 leiki fyrir Rosenborg, skorað 14 mörk og gefið 11 stoðsendingar. Hann er sagður meiri alhliðaleikmaður en Ödegaard var á sínum tíma.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir City staðfestir kaupin á Reijnders Hollenski miðjumaðurinn Tijjandi Reijnders hefur skrifað undir fimm ára samning við Manchester City, hann kemur til félagsins frá AC Milan fyrir 55 milljónir evra og verður löglegur með liðinu á HM félagsliða. 11. júní 2025 09:08 Arftaki hins titlaóða Carsons fundinn Scott Carson var nýverið látinn fara frá enska knattspyrnufélaginu Manchester City. Hann spilaði ekki mikið en það verður ekki annað sagt en liðið hafi verið sigursælt meðan hans naut við í búningsklefanum og á æfingasvæðinu. Arftaki hans er fundinn. 10. júní 2025 23:30 Man City staðfestir kaupin á Cherki Manchester City hefur staðfest kaup félagsins á franska landsliðsmanninnum Rayan Cherki. Hann kemur frá Lyon, kostar 34 milljónir punda – 5,8 milljarða íslenskra króna og skrifar undir fimm ára samning í Manchester. 10. júní 2025 19:47 Aït-Nouri fyrstur inn um dyrnar hjá Man City Manchester City hefur fest kaup á fyrsta leikmanni sumarsins. Sá heitir Rayan Aït-Nouri og kemur frá Úlfunum. 9. júní 2025 19:00 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sanngjarn heimasigur Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
City staðfestir kaupin á Reijnders Hollenski miðjumaðurinn Tijjandi Reijnders hefur skrifað undir fimm ára samning við Manchester City, hann kemur til félagsins frá AC Milan fyrir 55 milljónir evra og verður löglegur með liðinu á HM félagsliða. 11. júní 2025 09:08
Arftaki hins titlaóða Carsons fundinn Scott Carson var nýverið látinn fara frá enska knattspyrnufélaginu Manchester City. Hann spilaði ekki mikið en það verður ekki annað sagt en liðið hafi verið sigursælt meðan hans naut við í búningsklefanum og á æfingasvæðinu. Arftaki hans er fundinn. 10. júní 2025 23:30
Man City staðfestir kaupin á Cherki Manchester City hefur staðfest kaup félagsins á franska landsliðsmanninnum Rayan Cherki. Hann kemur frá Lyon, kostar 34 milljónir punda – 5,8 milljarða íslenskra króna og skrifar undir fimm ára samning í Manchester. 10. júní 2025 19:47
Aït-Nouri fyrstur inn um dyrnar hjá Man City Manchester City hefur fest kaup á fyrsta leikmanni sumarsins. Sá heitir Rayan Aït-Nouri og kemur frá Úlfunum. 9. júní 2025 19:00