Erlendir ríkisborgarar rúmlega helmingur atvinnulausra Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. júní 2025 22:21 Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Einar Atvinnuleysi minnkaði um 0,2 prósentustig milli mánaða og mældist atvinnuleysi 3,7 prósent í maímánuði, samkvæmt nýrri mánaðarskýrslu Vinnumálastofnunar. Um 54 prósent fólks á atvinnuleysisskrá eru erlendir ríkisborgarar. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir erfiðara að koma erlendu fólki aftur í vinnu. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að hátt hlutfall erlendra ríkisborgara meðal atvinnulausra hafi verið viðvarandi ástand í nokkur ár. „Þetta hlutfall hefur verið afar hátt, við eigum erfiðarar með að koma fólki aftur í vinnu sem kemur erlendis frá. Þetta er yfirleitt hópurinn sem fyrst er látinn fara og síðastur tekinn inn aftur,“ segir hún. Hún segir að maður þurfi að hafa unnið á Íslandi í tólf mánuði til að vinna sér inn fullar tryggingar hjá atvinnuleysissjóði. Hafi maður unnið í sex mánuði, fái maður fimmtíu prósent tryggingargreiðslur, og þar fram eftir götunum. Unnur var til viðtals á Bylgjunni um málið í dag. Fólk í árstíðarbundnum vinnum Unnur segir að stærsta skýringin á þessu hlutfalli sé mögulega að fólk sem kemur hingað erlendis frá vinni mikið í árstíðarbundnum atvinnugreinum á borð við ferðaþjónustu og jafnvel byggingariðnað. „Nú er þetta að fara af stað, og við sjáum stökk í maímánuði, það fækkaði töluvert af útlendingum á skránni hjá okkur, og það mun örugglega fækka meira í júní.“ Er þetta fólk lengi á atvinnuleysisskrá? „Ekkert lengur en Íslendingar,“ segir Unnur. Að meðaltali sé fólk fjóra til sex mánuði á atvinnuleysisskrá. Eftir þann tíma hafi rúmur helmingur fundið sér nýtt starf. „Þannig fólk staldrar hér mjög stutt við. Kerfið er að virka eins og það er hugsað. Þetta eru tryggingar til að grípa þig þegar þú missir vinnu, á meðan þú ert að leita þér að annarri,“ segir hún. Unnur segir að Vinnumálastofnun hafi ýmis ráð til að hafa eftirlit með fólki á atvinnuleysisskrá, svo kerfið sé ekki misnotað. „Við erum með mjög öfluga vinnumiðlun hér, fólk kemur hingað og útbýr ferilskrá, fólk kemur hingað og lærir að leita að vinnu í tölvunni, við erum í töluverðri snertingu við fólk í atvinnuleit. Eftir því sem fólkið er lengur á skrá höfum við meira samband við fólkið.“ Sé fólk lengi að finna sér nýja vinnu fari stofnunin að grennslast fyrir um það hvað það gæti verið sem veldur því. Mjög erfitt að fylgjast með svartri vinnu Unnur segir að vandinn við svarta vinnu sé að hún sé einmitt kolsvört, það sé erfitt að finna slíka vinnu. Nú fáum við hringingar í símatíma hér þar sem fólk heldur að það sé ágætur hluti þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá sem eru að vinna svart, eruð þið með eftirlit með slíku? „Við erum með sama eftirlit og skatturinn. Það er mjög erfitt að finna svarta vinnu. Það er helst að þú finnir svarta vinnu þegar vinnueftirlitið fer inn á vinnustaðina, og fer kannski að bera saman bakfærsluskrá skattstjórans og fólksins sem er í starfi,“ segir hún. Unnur segir að Vinnumálastofnun hafi ekkert sérstakt eftirlit með til dæmis síðum á Facebook þar sem auglýst er eftir svartri vinnu. „Nei við erum ekki þar. Ég held bara satt best að segja að svo lítið hlutfall af þeim sem eru í atvinnuleit hjá okkur séu þarna inni. Svo veit maður heldur ekki hversu mikla vinnu fólk fær í gegnum svona auglýsingar. Þú ert kannski að skipta um glugga, laga skáp, ég held þetta sé það sem telji.“ Unnur segir að flestir finni sér nýja vinnu á fjórum til sex mánuðum. Þegar lengri tíi líður, verði fólk yfirleitt að taka því starfi sem býðst, nema fólk hafi lögmætar skýringar á því hvers vegna starfið hentar ekki. „Til dæmis þegar við bjóðum vaktavinnu á Keflavíkurflugvelli, og þetta eru einstæðar mæður með lítil börn, þá geta þær eðli máls samkvæmt ekki farið út að vinna klukkan fjögur að nóttu til,“ segir Unnur. Vinnumarkaður Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að hátt hlutfall erlendra ríkisborgara meðal atvinnulausra hafi verið viðvarandi ástand í nokkur ár. „Þetta hlutfall hefur verið afar hátt, við eigum erfiðarar með að koma fólki aftur í vinnu sem kemur erlendis frá. Þetta er yfirleitt hópurinn sem fyrst er látinn fara og síðastur tekinn inn aftur,“ segir hún. Hún segir að maður þurfi að hafa unnið á Íslandi í tólf mánuði til að vinna sér inn fullar tryggingar hjá atvinnuleysissjóði. Hafi maður unnið í sex mánuði, fái maður fimmtíu prósent tryggingargreiðslur, og þar fram eftir götunum. Unnur var til viðtals á Bylgjunni um málið í dag. Fólk í árstíðarbundnum vinnum Unnur segir að stærsta skýringin á þessu hlutfalli sé mögulega að fólk sem kemur hingað erlendis frá vinni mikið í árstíðarbundnum atvinnugreinum á borð við ferðaþjónustu og jafnvel byggingariðnað. „Nú er þetta að fara af stað, og við sjáum stökk í maímánuði, það fækkaði töluvert af útlendingum á skránni hjá okkur, og það mun örugglega fækka meira í júní.“ Er þetta fólk lengi á atvinnuleysisskrá? „Ekkert lengur en Íslendingar,“ segir Unnur. Að meðaltali sé fólk fjóra til sex mánuði á atvinnuleysisskrá. Eftir þann tíma hafi rúmur helmingur fundið sér nýtt starf. „Þannig fólk staldrar hér mjög stutt við. Kerfið er að virka eins og það er hugsað. Þetta eru tryggingar til að grípa þig þegar þú missir vinnu, á meðan þú ert að leita þér að annarri,“ segir hún. Unnur segir að Vinnumálastofnun hafi ýmis ráð til að hafa eftirlit með fólki á atvinnuleysisskrá, svo kerfið sé ekki misnotað. „Við erum með mjög öfluga vinnumiðlun hér, fólk kemur hingað og útbýr ferilskrá, fólk kemur hingað og lærir að leita að vinnu í tölvunni, við erum í töluverðri snertingu við fólk í atvinnuleit. Eftir því sem fólkið er lengur á skrá höfum við meira samband við fólkið.“ Sé fólk lengi að finna sér nýja vinnu fari stofnunin að grennslast fyrir um það hvað það gæti verið sem veldur því. Mjög erfitt að fylgjast með svartri vinnu Unnur segir að vandinn við svarta vinnu sé að hún sé einmitt kolsvört, það sé erfitt að finna slíka vinnu. Nú fáum við hringingar í símatíma hér þar sem fólk heldur að það sé ágætur hluti þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá sem eru að vinna svart, eruð þið með eftirlit með slíku? „Við erum með sama eftirlit og skatturinn. Það er mjög erfitt að finna svarta vinnu. Það er helst að þú finnir svarta vinnu þegar vinnueftirlitið fer inn á vinnustaðina, og fer kannski að bera saman bakfærsluskrá skattstjórans og fólksins sem er í starfi,“ segir hún. Unnur segir að Vinnumálastofnun hafi ekkert sérstakt eftirlit með til dæmis síðum á Facebook þar sem auglýst er eftir svartri vinnu. „Nei við erum ekki þar. Ég held bara satt best að segja að svo lítið hlutfall af þeim sem eru í atvinnuleit hjá okkur séu þarna inni. Svo veit maður heldur ekki hversu mikla vinnu fólk fær í gegnum svona auglýsingar. Þú ert kannski að skipta um glugga, laga skáp, ég held þetta sé það sem telji.“ Unnur segir að flestir finni sér nýja vinnu á fjórum til sex mánuðum. Þegar lengri tíi líður, verði fólk yfirleitt að taka því starfi sem býðst, nema fólk hafi lögmætar skýringar á því hvers vegna starfið hentar ekki. „Til dæmis þegar við bjóðum vaktavinnu á Keflavíkurflugvelli, og þetta eru einstæðar mæður með lítil börn, þá geta þær eðli máls samkvæmt ekki farið út að vinna klukkan fjögur að nóttu til,“ segir Unnur.
Vinnumarkaður Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira