Arftaki hins titlaóða Carsons fundinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júní 2025 23:30 Spennandi tímar framundan hjá Bettinelli á bekknum hjá City. Manchester City Scott Carson var nýverið látinn fara frá enska knattspyrnufélaginu Manchester City. Hann spilaði ekki mikið en það verður ekki annað sagt en liðið hafi verið sigursælt meðan hans naut við í búningsklefanum og á æfingasvæðinu. Arftaki hans er fundinn. Líkt og Vísir greindi frá lék Carson aðeins tvo leiki á þeim sex árum sem hann var titlaður sem leikmaður Manchester City. Sem þriðji markvörður, eða jafnvel fjórði, var hlutverk þessa fyrrverandi landsliðsmarkvarðar Englands að halda öðrum markvörðum á tánum ásamt því að halda uppi góðum móral í búningsklefanum. Það verður ekki annað sagt en Carson hafi gert gott betur en það. Verandi orðinn 39 ára ákvað Man City hins vegar að yngja upp og hefur hinn 33 ára gamli Marcus Bettinelli samið við félagið til eins árs. Hann kemur frá Chelsea. „Það er heiður að semja við City,“ sagði Bettinelli meðal annars í viðtali á vefsíðu félagsins. Markvörðurinn, sem lék á sínum tíma einn leik fyrir U-21 árs landslið Englands, hefur verið á mála hjá Chelsea frá 2021 án þess að spila leik fyrir aðallið félagsins. Bettinelli lék hátt í 150 leiki fyrir Fulham og Middlesbrough en hefur undanfarin ár verið í hlutverki þriðja eða fjórða markmanns hjá Chelsea. Mun hann vera í sama hlutverki hjá Man City en Ederson er aðalmarkvörður liðsins og Stefan Ortega honum til halds og trausts. Hann er þriðji maðurinn sem City fær til sín á skömmum tíma en Rayan Cherki er kominn frá Lyon og nafni hans Aït-Nouri frá Úlfunum. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Man City staðfestir kaupin á Cherki Manchester City hefur staðfest kaup félagsins á franska landsliðsmanninnum Rayan Cherki. Hann kemur frá Lyon, kostar 34 milljónir punda – 5,8 milljarða íslenskra króna og skrifar undir fimm ára samning í Manchester. 10. júní 2025 19:47 Aït-Nouri fyrstur inn um dyrnar hjá Man City Manchester City hefur fest kaup á fyrsta leikmanni sumarsins. Sá heitir Rayan Aït-Nouri og kemur frá Úlfunum. 9. júní 2025 19:00 Man City ræður annan úr teymi Klopp hjá Liverpool Á dögunum var greint frá því að Pepijn Lijnders yrði einn af aðstoðarþjálfurum Pep Guardiola hjá Manchester City á komandi leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Sá gerði garðinn frægan sem aðstoðarþjálfari Jürgen Klopp hjá Liverpool. Nú hefur verið tilkynnt að annar undirmaður Klopp hjá Liverpool sé að semja við City. 10. júní 2025 17:30 Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Sjá meira
Líkt og Vísir greindi frá lék Carson aðeins tvo leiki á þeim sex árum sem hann var titlaður sem leikmaður Manchester City. Sem þriðji markvörður, eða jafnvel fjórði, var hlutverk þessa fyrrverandi landsliðsmarkvarðar Englands að halda öðrum markvörðum á tánum ásamt því að halda uppi góðum móral í búningsklefanum. Það verður ekki annað sagt en Carson hafi gert gott betur en það. Verandi orðinn 39 ára ákvað Man City hins vegar að yngja upp og hefur hinn 33 ára gamli Marcus Bettinelli samið við félagið til eins árs. Hann kemur frá Chelsea. „Það er heiður að semja við City,“ sagði Bettinelli meðal annars í viðtali á vefsíðu félagsins. Markvörðurinn, sem lék á sínum tíma einn leik fyrir U-21 árs landslið Englands, hefur verið á mála hjá Chelsea frá 2021 án þess að spila leik fyrir aðallið félagsins. Bettinelli lék hátt í 150 leiki fyrir Fulham og Middlesbrough en hefur undanfarin ár verið í hlutverki þriðja eða fjórða markmanns hjá Chelsea. Mun hann vera í sama hlutverki hjá Man City en Ederson er aðalmarkvörður liðsins og Stefan Ortega honum til halds og trausts. Hann er þriðji maðurinn sem City fær til sín á skömmum tíma en Rayan Cherki er kominn frá Lyon og nafni hans Aït-Nouri frá Úlfunum.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Man City staðfestir kaupin á Cherki Manchester City hefur staðfest kaup félagsins á franska landsliðsmanninnum Rayan Cherki. Hann kemur frá Lyon, kostar 34 milljónir punda – 5,8 milljarða íslenskra króna og skrifar undir fimm ára samning í Manchester. 10. júní 2025 19:47 Aït-Nouri fyrstur inn um dyrnar hjá Man City Manchester City hefur fest kaup á fyrsta leikmanni sumarsins. Sá heitir Rayan Aït-Nouri og kemur frá Úlfunum. 9. júní 2025 19:00 Man City ræður annan úr teymi Klopp hjá Liverpool Á dögunum var greint frá því að Pepijn Lijnders yrði einn af aðstoðarþjálfurum Pep Guardiola hjá Manchester City á komandi leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Sá gerði garðinn frægan sem aðstoðarþjálfari Jürgen Klopp hjá Liverpool. Nú hefur verið tilkynnt að annar undirmaður Klopp hjá Liverpool sé að semja við City. 10. júní 2025 17:30 Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Sjá meira
Man City staðfestir kaupin á Cherki Manchester City hefur staðfest kaup félagsins á franska landsliðsmanninnum Rayan Cherki. Hann kemur frá Lyon, kostar 34 milljónir punda – 5,8 milljarða íslenskra króna og skrifar undir fimm ára samning í Manchester. 10. júní 2025 19:47
Aït-Nouri fyrstur inn um dyrnar hjá Man City Manchester City hefur fest kaup á fyrsta leikmanni sumarsins. Sá heitir Rayan Aït-Nouri og kemur frá Úlfunum. 9. júní 2025 19:00
Man City ræður annan úr teymi Klopp hjá Liverpool Á dögunum var greint frá því að Pepijn Lijnders yrði einn af aðstoðarþjálfurum Pep Guardiola hjá Manchester City á komandi leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Sá gerði garðinn frægan sem aðstoðarþjálfari Jürgen Klopp hjá Liverpool. Nú hefur verið tilkynnt að annar undirmaður Klopp hjá Liverpool sé að semja við City. 10. júní 2025 17:30