Orri Harðarson er allur Jakob Bjarnar skrifar 10. júní 2025 13:12 Orri Harðarson var kátur á styrktartónleikum sem haldnir voru 22. febrúar. Daníel Þór Ágústsson Orri Harðarson, tónlistarmaður og rithöfundur, er allur eftir hugdjarfa baráttu við krabbamein. Hann var fæddur 1972 en deyr á laugardaginn 7. júní 2025 í faðmi fjölskyldu sinnar. Orri kenndi sig ætíð við Akranes en fór víða og var meðal annars kjörinn bæjarlistamaður á Akureyri 2017. Orri var fjölhæfur listamaður, hann sendi frá sér tvær skáldsögur og fimm eða sex stórar plötur auk þess sem hann starfaði lengi sem upptökustjóri. Orri veitti vinum sínum á samfélagsmiðlum hlutdeild í baráttu sinni við þennan skelfilega vágest sem krabbamein er. Í maí tilkynnti hann um að eftir tíðar inndælingar krabbameinslyfja síðan í janúar, væri nóg komið. „Tímabært að leyfa líkama og sál að jafna sig; þiggja aðeins líknandi meðferð og leitast við að gera einhvers konar lífsgæði úr restinni. Rannsóknir sýna enda að ekki verður lengur við neitt ráðið.“ Orri lætur eftir sig tvær dætur en sérstakir og vel heppnaðir styrktartónleikar voru haldnir fyrir Orra á Akranesi, í Bíóhöllinni þann 22. febrúar. Þar komu fram margir af helstu tónlistarmönnum þjóðarinnar, vottuðu Orra virðingu sína og fluttu lög eftir hann. Ótrúlegt æðruleysi gagnvart þessum vágesti Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður, einn besti vinur Orra frá barnæsku, segir Orra hafa tekið þessum tíðindum af ótrúlegu æðruleysi. Líkt og hann væri undirbúinn en hann greindist með krabbamein um síðustu áramót, þannig að ekki tók það krabbann langan tíma að leggja Orra. Orri lætur eftir sig tvær dætur.Daníel Þór Ágústsson „Hann sá að þetta var tapað stríð og aðeins spurning um hversu langan tíma hann fengi. Eins og hann hefði sætt sig við það hvernig svo sem stendur á því. Æðruleysið gagnvart þessum tíðindum voru slík að ég hef ekki séð annað eins.“ Ólafur Páll segir að Orri hafi sagt við sig að hann væri búinn að lifa í rúma hálfa öld, hann væri búinn að gera meira og minna það sem hann vildi og hann ætti tvær dætur sem voru í góðum höndum. „Hann var einhvern veginn tilbúinn og sáttur. Þetta er bara svona,“ segir Ólafur Páll. Ótrúlega mikið talent Fáir ef nokkrir eru eins fróðir um verk Orra og Ólafur Páll sem segir um vin sinn að þetta hafi verið einhver mestur hæfileikamaður sem hann hafi kynnst. Ólafur Páll á styrktartónleikunum. Óli Palli segir æðruleysið sem Orri sýndi sjúkdómi sínum slíkt að hann hafi ekki séð annað eins.Daníel Þór Ágústsson Hann gerði góð lög, var flinkur upptökustjóri, skóp einstakan hljóðheim og spilaði frábærlega á bæði gítar og píanó. „Við vinir hans hefðum viljað fá miklu meira frá honum en hann var flókinn persónuleiki og flæktist kannski helst fyrir sjálfum sér. Hann sagðist hættur í tónlistinni þegar hann byrjaði að skrifa skáldsögur. Honum fannst erfitt að vera á sviði og að fólk gerði kröfur til hans þegar hann var trúbador, sem honum þótti fyrir sig hræðilegt hlutskipti. Hann var ótrúlega mikið talent,“ segir Ólafur Páll. Tónlist Bókmenntir Andlát Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Orri var fjölhæfur listamaður, hann sendi frá sér tvær skáldsögur og fimm eða sex stórar plötur auk þess sem hann starfaði lengi sem upptökustjóri. Orri veitti vinum sínum á samfélagsmiðlum hlutdeild í baráttu sinni við þennan skelfilega vágest sem krabbamein er. Í maí tilkynnti hann um að eftir tíðar inndælingar krabbameinslyfja síðan í janúar, væri nóg komið. „Tímabært að leyfa líkama og sál að jafna sig; þiggja aðeins líknandi meðferð og leitast við að gera einhvers konar lífsgæði úr restinni. Rannsóknir sýna enda að ekki verður lengur við neitt ráðið.“ Orri lætur eftir sig tvær dætur en sérstakir og vel heppnaðir styrktartónleikar voru haldnir fyrir Orra á Akranesi, í Bíóhöllinni þann 22. febrúar. Þar komu fram margir af helstu tónlistarmönnum þjóðarinnar, vottuðu Orra virðingu sína og fluttu lög eftir hann. Ótrúlegt æðruleysi gagnvart þessum vágesti Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður, einn besti vinur Orra frá barnæsku, segir Orra hafa tekið þessum tíðindum af ótrúlegu æðruleysi. Líkt og hann væri undirbúinn en hann greindist með krabbamein um síðustu áramót, þannig að ekki tók það krabbann langan tíma að leggja Orra. Orri lætur eftir sig tvær dætur.Daníel Þór Ágústsson „Hann sá að þetta var tapað stríð og aðeins spurning um hversu langan tíma hann fengi. Eins og hann hefði sætt sig við það hvernig svo sem stendur á því. Æðruleysið gagnvart þessum tíðindum voru slík að ég hef ekki séð annað eins.“ Ólafur Páll segir að Orri hafi sagt við sig að hann væri búinn að lifa í rúma hálfa öld, hann væri búinn að gera meira og minna það sem hann vildi og hann ætti tvær dætur sem voru í góðum höndum. „Hann var einhvern veginn tilbúinn og sáttur. Þetta er bara svona,“ segir Ólafur Páll. Ótrúlega mikið talent Fáir ef nokkrir eru eins fróðir um verk Orra og Ólafur Páll sem segir um vin sinn að þetta hafi verið einhver mestur hæfileikamaður sem hann hafi kynnst. Ólafur Páll á styrktartónleikunum. Óli Palli segir æðruleysið sem Orri sýndi sjúkdómi sínum slíkt að hann hafi ekki séð annað eins.Daníel Þór Ágústsson Hann gerði góð lög, var flinkur upptökustjóri, skóp einstakan hljóðheim og spilaði frábærlega á bæði gítar og píanó. „Við vinir hans hefðum viljað fá miklu meira frá honum en hann var flókinn persónuleiki og flæktist kannski helst fyrir sjálfum sér. Hann sagðist hættur í tónlistinni þegar hann byrjaði að skrifa skáldsögur. Honum fannst erfitt að vera á sviði og að fólk gerði kröfur til hans þegar hann var trúbador, sem honum þótti fyrir sig hræðilegt hlutskipti. Hann var ótrúlega mikið talent,“ segir Ólafur Páll.
Tónlist Bókmenntir Andlát Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira