Íslandsmeistarasystkinin með bikara sem hafa litið betur út Stefán Árni Pálsson skrifar 10. júní 2025 11:00 Himar Smári og Lovísa yrðu bæði Íslandsmeistarar með sínum liðum á dögunum. Þau eru systkini og börn Hennings Henningssonar sem varð einnig Íslandsmeistari með Haukum árið 1988. Vísir/Sigurjón Systkinin Lovísa og Hilmar Smári urðu bæði Íslandsmeistarar í körfubolta á dögunum. Faðir þeirra gerði slíkt hið sama árið 1988. Lovísa Henningsdóttir varð Íslandsmeistari með Haukum eftir oddaleik um titilinn gegn Njarðvík. Hún meiddist alvarlega snemma á tímabilinu en tók virkan þátt í öllum tímabilinu utan vallar, sem fyrirliði liðsins. Bróðir hennar Hilmar Smári Henningsson varð einnig meistari eftir að hafa lagt Tindastól í oddaleik um titilinn. Hann spilaði aftur á móti allt tímabilið og var einn besti leikmaður Bónus-deildarinnar. Henning Henningsson varð síðan Íslandsmeistari með Haukum árið 1988. „Þetta fór eiginlega eins vel og hægt var hjá okkur og gaman að við gátum klárað þann stóra á sama ári,“ segir Lovísa. Hilmar segir að ástandið á fjölskyldunni í apríl og maí þegar úrslitakeppninnar stóðu yfir hafi verið nokkuð gott. Stress í kringum heimilið „Við vorum ekkert mikið heima og ég var alltaf að æfa, spila eða í endurhæfingu, pabbi var úti og flaug heim í síðustu tvo leikina. Það var samt auðvitað mikið stress í kringum heimilið okkar,“ segir Hilmar. Þau reyndu að mæta á leiki hjá hvort öðru í úrslitakeppninni en það var erfiðara fyrir Hilmar.„Ég átti erfiðara með það heldur en Lovísa. Við vorum mikið á æfingum og sjálfur að keppa í kringum leikina þeirra. Hún var sjálf komin í frí aðeins á undan og gat mætt og mætti held ég bara á alla leikina,“ segir Hilmar. „Þetta var verra fyrir hann. Þeir fóru alltaf á Krókinn deginum áður og við spiluðum alltaf það kvöld. Hann missti af síðasta leiknum hjá okkur en ég fór bara daginn eftir að við urðum Íslandsmeistarar á Krókinn.“ Systkinin leika bæði í búningi númer fimm, sem Henning var einmitt alltaf á á sínum tíma. „Við fylgjum þeim gamla, hann Henning pabbi okkar var alltaf númer fimm og það kom bara aldrei neitt annað til greina. Ég hef aldrei pælt í því að vera í einhverju öðru númeri en fimm,“ segir Lovísa og tekur Hilmar undir. Gulllitaðir í 25 mínútur „Í yngri flokkum voru reglur. Ég er fæddur árið 2000 og varð þá að vera í sléttri tölu, en það gerðist aldrei. Ég gat aldrei skráð mig númer fimm en pabbi fór þá alltaf bara niður á Ásvelli og talaði við nokkra einstaklinga og síðan kom bara búningurinn og hann var númer fimm og Henningsson að aftan,“ segir Hilmar léttur. Íslandsmeistarabikararnir eru eftirsóttir en hafa munað sinn fífil fegurri í dag. „Þeir eru búnir að fara í gegnum alls konar og þetta gerðist mjög fljótlega. Ég vissi ekki af þessari hefð að litlu kallarnir sem eru að framan og aftan, að taka þá af. Ég fékk allavega að eiga einn og það eru þrír aðrir með aðra kalla. Þeir eru búnir að fara í gegnum nokkrar kampavínssturtur og venjulegar sturtur líka. Þeir lifa enn þá af og eru enn þá standandi,“ segir Hilmar. „Þeir fengu að vera gulllitaðir í góðar tuttugu og fimm mínútur og síðan var farið í sturtu með þá með vatni og kampavíni og þá svona aðeins skolaðist þetta af,“ segir Lovísa. Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Haukar Stjarnan Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Leik lokið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Fleiri fréttir „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Sjá meira
Lovísa Henningsdóttir varð Íslandsmeistari með Haukum eftir oddaleik um titilinn gegn Njarðvík. Hún meiddist alvarlega snemma á tímabilinu en tók virkan þátt í öllum tímabilinu utan vallar, sem fyrirliði liðsins. Bróðir hennar Hilmar Smári Henningsson varð einnig meistari eftir að hafa lagt Tindastól í oddaleik um titilinn. Hann spilaði aftur á móti allt tímabilið og var einn besti leikmaður Bónus-deildarinnar. Henning Henningsson varð síðan Íslandsmeistari með Haukum árið 1988. „Þetta fór eiginlega eins vel og hægt var hjá okkur og gaman að við gátum klárað þann stóra á sama ári,“ segir Lovísa. Hilmar segir að ástandið á fjölskyldunni í apríl og maí þegar úrslitakeppninnar stóðu yfir hafi verið nokkuð gott. Stress í kringum heimilið „Við vorum ekkert mikið heima og ég var alltaf að æfa, spila eða í endurhæfingu, pabbi var úti og flaug heim í síðustu tvo leikina. Það var samt auðvitað mikið stress í kringum heimilið okkar,“ segir Hilmar. Þau reyndu að mæta á leiki hjá hvort öðru í úrslitakeppninni en það var erfiðara fyrir Hilmar.„Ég átti erfiðara með það heldur en Lovísa. Við vorum mikið á æfingum og sjálfur að keppa í kringum leikina þeirra. Hún var sjálf komin í frí aðeins á undan og gat mætt og mætti held ég bara á alla leikina,“ segir Hilmar. „Þetta var verra fyrir hann. Þeir fóru alltaf á Krókinn deginum áður og við spiluðum alltaf það kvöld. Hann missti af síðasta leiknum hjá okkur en ég fór bara daginn eftir að við urðum Íslandsmeistarar á Krókinn.“ Systkinin leika bæði í búningi númer fimm, sem Henning var einmitt alltaf á á sínum tíma. „Við fylgjum þeim gamla, hann Henning pabbi okkar var alltaf númer fimm og það kom bara aldrei neitt annað til greina. Ég hef aldrei pælt í því að vera í einhverju öðru númeri en fimm,“ segir Lovísa og tekur Hilmar undir. Gulllitaðir í 25 mínútur „Í yngri flokkum voru reglur. Ég er fæddur árið 2000 og varð þá að vera í sléttri tölu, en það gerðist aldrei. Ég gat aldrei skráð mig númer fimm en pabbi fór þá alltaf bara niður á Ásvelli og talaði við nokkra einstaklinga og síðan kom bara búningurinn og hann var númer fimm og Henningsson að aftan,“ segir Hilmar léttur. Íslandsmeistarabikararnir eru eftirsóttir en hafa munað sinn fífil fegurri í dag. „Þeir eru búnir að fara í gegnum alls konar og þetta gerðist mjög fljótlega. Ég vissi ekki af þessari hefð að litlu kallarnir sem eru að framan og aftan, að taka þá af. Ég fékk allavega að eiga einn og það eru þrír aðrir með aðra kalla. Þeir eru búnir að fara í gegnum nokkrar kampavínssturtur og venjulegar sturtur líka. Þeir lifa enn þá af og eru enn þá standandi,“ segir Hilmar. „Þeir fengu að vera gulllitaðir í góðar tuttugu og fimm mínútur og síðan var farið í sturtu með þá með vatni og kampavíni og þá svona aðeins skolaðist þetta af,“ segir Lovísa.
Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Haukar Stjarnan Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Leik lokið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Fleiri fréttir „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Sjá meira