Af hverju er hvítasunnan haldin hátíðleg? Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. júní 2025 14:48 Til vinstri er myndin Hvítasunnan eftir Duccio di Buoninsegna og til hægri er Reykhólakirkja. Vísir/Samsett Í dag fagna kristnir menn um allan heim hvítasunnunni. Á Íslandi markar hann oft fyrstu stóru ferðahelgi sumarsins og er því deginum oft frekar varið í sumarbústöðum og sundlaugum landsins en kirkjum. Hvítasunnudagur er samt sem áður ein af þremur stórhátíðum Þjóðkirkjunnar og á honum er því fagnað að heilagur andi kom yfir postulana og jafnframt að kirkja kristinna manna var stofnuð fyrir tæpum tvö þúsund árum síðan. En hvað þýðir það nákvæmlega að heilagur andi komi yfir einhvern og hver er þessi heilagi andi? Fréttastofa setti sig í samband við séra Bjarna Þór Bjarnason, sóknarprest í Seltjarnarneskirkju, sem er með fróðari mönnum um málefni heilags anda. Hann segir heilagan anda vera þennan mikla kraft sem dvelur í kristnum mönnum sem hefur fylgt þeim frá upphafi. Hann sé kraftur friðar og kærleika. Stofnfundi kristinnar kirkju fagnað Séra Bjarni segir að saga þessa helgidags sé rakin í postulasögunni sem er fimmta bók hins Nýja testamentis og er eignuð Lúkasi guðspjallamanni. Þar segir að á fyrstu hvítasunnunni hafi allir postularnir saman komnir. „Varð þá skyndilega gnýr af himni, eins og óveður væri að skella á, og fyllti allt húsið þar sem þeir voru. Þeim birtust tungur, eins og af eldi væru, er kvísluðust og settust á hvert og eitt þeirra. Allir fylltust heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla.,“ skrifar guðspjallamaðurinn. Séra Bjarni var frumkvöðull í rafrænu helgihaldi í faraldrinum.Þjóðkirkjan Hópnum brá mjög því allir töluðu þeir á móðurmáli sínu en allir skildu hverjir aðra. „Við erum Partar, Medar og Elamítar, við erum frá Mesópótamíu, Júdeu, Kappadókíu, Pontus og Asíu, frá Frýgíu og Pamfýlíu, Egyptalandi og Líbýubyggðum við Kýrene og við sem hingað erum flutt frá Róm. Hér eru bæði Gyðingar og þeir sem tekið hafa trú Gyðinga, Kríteyingar og Arabar. Við heyrum þá tala á tungum okkar um stórmerki Guðs,“ stendur skrifað. „Þetta er bara eins og að þú færir að tala arabísku og ég myndi skilja!“ segir séra Bjarni. Hvítasunnudagur er haldinn fimmtíu dögum eftir páska. Á útlensku er talað um fimmtíu daga hátíðina, pentecost á ensku og pinse á dönsku til að mynda. Það er komið úr grísku πεντηκοστή [ἡμέρα] sem merkir fimmtugasti(dagur). Litur hátíðarinnar er rauður, litur blóðs og baráttu en litur jólanna, fæðingarhátíðarinnar, og páskanna, upprisuhátíðarinnar er hvítur. Hvítasunnudagur er kallaður þessi nafni, segir Bjarni, vegna þess að til forna var hefð fyrir því að fólk skírðist á hvítasunnunni og þegar fólk hafði tekið skírn var það í hvítum fötum í viku eftir skírnina sem tákn um hreinlæti. Helgur andi hafi fylgt kristnum mönnum frá upphafi Bjarni segir heilagan anda hafa komið yfir spámennina í gamla testamentinu og að Jesús hafi gefið lærisveinum sínum heilagan anda með því að anda á það, frá þessu öllu segi í guðspjöllunum. „Heilagur andi sem er þessi mikli kraftur hjá kristnum mönnum,“ segir hann. Heilagur andi er oft táknaður með hvítri dúfu.Getty „Bænin „Kom helgur andi“ hefur fylgt kristnum mönnum frá upphafi og heilagur andi kemur um leið og hann er beðinn um að koma. Ég hef margséð þetta. En ef að það eru einhverjar deilur eða illindi þá fer hann. þetta er andi friðar og kærleika, andi Jesú,“ segir séra Bjarni. „Þar sem friður ríkir og fólki líður vel saman þar er heilagur andi,“ segir séra Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur í Seltjarnarneskirkju. Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu Lífið Fleiri fréttir Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Sjá meira
Fréttastofa setti sig í samband við séra Bjarna Þór Bjarnason, sóknarprest í Seltjarnarneskirkju, sem er með fróðari mönnum um málefni heilags anda. Hann segir heilagan anda vera þennan mikla kraft sem dvelur í kristnum mönnum sem hefur fylgt þeim frá upphafi. Hann sé kraftur friðar og kærleika. Stofnfundi kristinnar kirkju fagnað Séra Bjarni segir að saga þessa helgidags sé rakin í postulasögunni sem er fimmta bók hins Nýja testamentis og er eignuð Lúkasi guðspjallamanni. Þar segir að á fyrstu hvítasunnunni hafi allir postularnir saman komnir. „Varð þá skyndilega gnýr af himni, eins og óveður væri að skella á, og fyllti allt húsið þar sem þeir voru. Þeim birtust tungur, eins og af eldi væru, er kvísluðust og settust á hvert og eitt þeirra. Allir fylltust heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla.,“ skrifar guðspjallamaðurinn. Séra Bjarni var frumkvöðull í rafrænu helgihaldi í faraldrinum.Þjóðkirkjan Hópnum brá mjög því allir töluðu þeir á móðurmáli sínu en allir skildu hverjir aðra. „Við erum Partar, Medar og Elamítar, við erum frá Mesópótamíu, Júdeu, Kappadókíu, Pontus og Asíu, frá Frýgíu og Pamfýlíu, Egyptalandi og Líbýubyggðum við Kýrene og við sem hingað erum flutt frá Róm. Hér eru bæði Gyðingar og þeir sem tekið hafa trú Gyðinga, Kríteyingar og Arabar. Við heyrum þá tala á tungum okkar um stórmerki Guðs,“ stendur skrifað. „Þetta er bara eins og að þú færir að tala arabísku og ég myndi skilja!“ segir séra Bjarni. Hvítasunnudagur er haldinn fimmtíu dögum eftir páska. Á útlensku er talað um fimmtíu daga hátíðina, pentecost á ensku og pinse á dönsku til að mynda. Það er komið úr grísku πεντηκοστή [ἡμέρα] sem merkir fimmtugasti(dagur). Litur hátíðarinnar er rauður, litur blóðs og baráttu en litur jólanna, fæðingarhátíðarinnar, og páskanna, upprisuhátíðarinnar er hvítur. Hvítasunnudagur er kallaður þessi nafni, segir Bjarni, vegna þess að til forna var hefð fyrir því að fólk skírðist á hvítasunnunni og þegar fólk hafði tekið skírn var það í hvítum fötum í viku eftir skírnina sem tákn um hreinlæti. Helgur andi hafi fylgt kristnum mönnum frá upphafi Bjarni segir heilagan anda hafa komið yfir spámennina í gamla testamentinu og að Jesús hafi gefið lærisveinum sínum heilagan anda með því að anda á það, frá þessu öllu segi í guðspjöllunum. „Heilagur andi sem er þessi mikli kraftur hjá kristnum mönnum,“ segir hann. Heilagur andi er oft táknaður með hvítri dúfu.Getty „Bænin „Kom helgur andi“ hefur fylgt kristnum mönnum frá upphafi og heilagur andi kemur um leið og hann er beðinn um að koma. Ég hef margséð þetta. En ef að það eru einhverjar deilur eða illindi þá fer hann. þetta er andi friðar og kærleika, andi Jesú,“ segir séra Bjarni. „Þar sem friður ríkir og fólki líður vel saman þar er heilagur andi,“ segir séra Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur í Seltjarnarneskirkju.
Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu Lífið Fleiri fréttir Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið