Fagmennska, fræðileg þekking, samráð, samvinna, þarfir og vilji barna og ungmenna eru grundvallaratriði Árni Guðmundsson skrifar 7. júní 2025 09:00 Það var leitt að heyra af leiftursnöggum skipulagsbreytingum í æskulýðsmálum á Akureyri. Aðferðafræðin söm og í Hafnarfirði þegar heill málaflokkur var umræðulaust lagður niður og tekið upp fyrirkomulag sem að mestu var aflagt um og eftir 1980 og kallaðist félagsstarf í skólum. Báðar þessar breytingar eiga það sannmerkt að þær voru ekki gerðar í neinu samtali eða samráði við fag eða fræðavettvanginn og hvað þá við börnin og ungmennin. Atburðarrásin minnir einna helst á harðsvíraðar sviptingar og átök sem stundum eiga sér stað í viðskiptalífinu og eru ekki til eftirbreytni. Það sem gerir þessa breytingu á Akureyri sérstaka er að það er löngu vitað og liggur í hlutarins eðli að hlutverk næsta bæjarstjórnarmeirihluta í Hafnarfirði verður að fagvæða þessa mikilvægu starfsemi og hefja til vegs að nýju. Í þeim gögnum, um þessar skipulagsbreytingar, sem ég hef séð eru engar fag- eða fræðilegar forsendur fyrir þessu, en þar má finna grundvallar skilningsleysi á mikilvægri starfsemi félagsmiðstöðva. Málaflokkurinn og foræði hans er með þessum breytingum í raun og í verki komin á hendi faghóps sem hefur takmarkaða þekkingu á starfinu. Hvaða sérþekkingu hafa skólastjórar á sviði tómstunda- og félagsmálafræða? Í kennaranámi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands er ekkert námskeið í tómstunda- og félagsmálafræðum. Starfslýsingar í þessu skipulagi eru í takt við ofur skólaliða, liðléttinga, í því sem flokka má sem hefðbundið skólastarf s.s. viðveru í frímínútum, aðstoð við hópa o.fl í þessum dúr og nánast allt á forsendum skólans. Velta má fyrir sér hvort skólinn eigi marka alla tilveru barna og ungmenna. Eiga Akureyrisk ungmenni sem af einhverjum ástæðum tekst ekki að aðalaga sig agavaldi skólans að gjalda þess í frítíma sínum? Er ekki bara tilvalið að skólastjórar sinni alfarið því sem þeir eru bestir í, sem að öllu jöfnu er að reka skóla? Hafa skólastjórnendur ekki nú þegar nóg á sínum herðum. Verkefnið er annað og felst í því að skapa forsendur til þess reka félagsmiðstöðvar. Fjárveitingar Akureyrarbæjar til félagsmiðstöðva hafa undanfarin ár verið af skornum skammti, málflokkurinn verið undir fjármagnaður. Í því liggur vandinn. Ef það þykir nauðsynlegt að breyta skipulagi þá er gott að leita að uppbyggilegri fyrirmynd en skipan Hafnfirskra æskulýðsmála. Í þessum efnum má benda á skipulag Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og ekki síst á vandaða starfsskrá SFS sem er leiðarljósi í góðu félagsmiðstöðvastarfi og sjá má hér: https://reykjavik.is/sites/default/files/starfsskra_fristundamidst_2015-lores.pdf Það er vissulega margt annað sem mætti tína til en verður ekki gert í stuttu greinarkorni eins og þessu. Kjarni málsins er sá að það er verulegt rými til raunverulegra framfara. Ég skora á bæjaryfirvöld að vinda ofan af þessu og endurskoða þessa ákvörðun í því ljósi. Fagmennska, fræðileg þekking, samráð, samvinna, þarfir og vilji barna og ungmenna eru grundvallaratriði. Í því felst raunverulega verðmætasköpun. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Skóla- og menntamál Árni Guðmundsson Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Það var leitt að heyra af leiftursnöggum skipulagsbreytingum í æskulýðsmálum á Akureyri. Aðferðafræðin söm og í Hafnarfirði þegar heill málaflokkur var umræðulaust lagður niður og tekið upp fyrirkomulag sem að mestu var aflagt um og eftir 1980 og kallaðist félagsstarf í skólum. Báðar þessar breytingar eiga það sannmerkt að þær voru ekki gerðar í neinu samtali eða samráði við fag eða fræðavettvanginn og hvað þá við börnin og ungmennin. Atburðarrásin minnir einna helst á harðsvíraðar sviptingar og átök sem stundum eiga sér stað í viðskiptalífinu og eru ekki til eftirbreytni. Það sem gerir þessa breytingu á Akureyri sérstaka er að það er löngu vitað og liggur í hlutarins eðli að hlutverk næsta bæjarstjórnarmeirihluta í Hafnarfirði verður að fagvæða þessa mikilvægu starfsemi og hefja til vegs að nýju. Í þeim gögnum, um þessar skipulagsbreytingar, sem ég hef séð eru engar fag- eða fræðilegar forsendur fyrir þessu, en þar má finna grundvallar skilningsleysi á mikilvægri starfsemi félagsmiðstöðva. Málaflokkurinn og foræði hans er með þessum breytingum í raun og í verki komin á hendi faghóps sem hefur takmarkaða þekkingu á starfinu. Hvaða sérþekkingu hafa skólastjórar á sviði tómstunda- og félagsmálafræða? Í kennaranámi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands er ekkert námskeið í tómstunda- og félagsmálafræðum. Starfslýsingar í þessu skipulagi eru í takt við ofur skólaliða, liðléttinga, í því sem flokka má sem hefðbundið skólastarf s.s. viðveru í frímínútum, aðstoð við hópa o.fl í þessum dúr og nánast allt á forsendum skólans. Velta má fyrir sér hvort skólinn eigi marka alla tilveru barna og ungmenna. Eiga Akureyrisk ungmenni sem af einhverjum ástæðum tekst ekki að aðalaga sig agavaldi skólans að gjalda þess í frítíma sínum? Er ekki bara tilvalið að skólastjórar sinni alfarið því sem þeir eru bestir í, sem að öllu jöfnu er að reka skóla? Hafa skólastjórnendur ekki nú þegar nóg á sínum herðum. Verkefnið er annað og felst í því að skapa forsendur til þess reka félagsmiðstöðvar. Fjárveitingar Akureyrarbæjar til félagsmiðstöðva hafa undanfarin ár verið af skornum skammti, málflokkurinn verið undir fjármagnaður. Í því liggur vandinn. Ef það þykir nauðsynlegt að breyta skipulagi þá er gott að leita að uppbyggilegri fyrirmynd en skipan Hafnfirskra æskulýðsmála. Í þessum efnum má benda á skipulag Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og ekki síst á vandaða starfsskrá SFS sem er leiðarljósi í góðu félagsmiðstöðvastarfi og sjá má hér: https://reykjavik.is/sites/default/files/starfsskra_fristundamidst_2015-lores.pdf Það er vissulega margt annað sem mætti tína til en verður ekki gert í stuttu greinarkorni eins og þessu. Kjarni málsins er sá að það er verulegt rými til raunverulegra framfara. Ég skora á bæjaryfirvöld að vinda ofan af þessu og endurskoða þessa ákvörðun í því ljósi. Fagmennska, fræðileg þekking, samráð, samvinna, þarfir og vilji barna og ungmenna eru grundvallaratriði. Í því felst raunverulega verðmætasköpun. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun