Dómari í enska boltanum segist hata VAR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júní 2025 19:48 Bobby Madley segir peningafólkið hafi vilja fá VAR en ekki leikmennirnir eða dómararnir. Getty/ Jacques Feeney Enski dómarinn Bobby Madley er ekki mikill aðdáandi myndbandsdómgæslu í fótbolta eins og kom vel fram þegar hann hélt á dögunum fyrirlestur á ráðstefnu um fótbolta. Madley er helst ósáttur með það að honum finnst Varsjáin taka tilfinningarnar úr leiknum. Madley dæmir í ensku neðri deildunum en er oft fjórði dómari í ensku úrvalsdeildinni. Hann dæmdi líka lengi í ensku úrvalsdeildinni. „Sem knattspyrnuáhugamaður þá hata ég VAR. Ég elska ensku b-deildina og ensku C-deildina og ég er ennþá mikill knattspyrnuáhugamaður,“ sagði Bobby Madley á ráðstefnunni en breska ríkisútvarpið segir frá. Það er enginn myndbandsdómgæsla í þeim deildum. „Ég elska það að þegar þú skorar mark, horfir á dómarann og aðstoðardómarann, og ef þeir gefa engin merki þá er þetta mark. Varsjáin tekur þessa tilfinningu í burtu. Fótboltinn er þannig íþrótt að hver stund á að gilda, Mark er skorað, dæmt gilt og ekkert meira,“ sagði Madley. „Myndbandsdómgæslan tekur tilfinningarnar úr boltanum þegar við þurftum að bíða og bíða eftir niðurstöðu. Sú bið er oft mjög löng og sem knattspyrnuáhugamaður þá er ég ekki hrifinn af þeirri reynslu,“ sagði Madley. Madley dæmdi 91 leik í ensku úrvalsdeildinni frá 2013 til 2018 en var rekinn úr deildinni eftir að það birtist myndband af honum gera grín að fötluðum einstaklingi. Myndbandið sendi hann vini sínum. Hann flutti til Noregs í framhaldinu og dæmdi í neðri deildum þar. Hann kom aftur til Englands í febrúar 2020 og fór síðan að dæma í neðri deildum enska boltans. Hann dæmdi einn leik í ensku úrvalsdeildinni á 2022-23 tímabilinu en engan leik á þessu tímabili. „Það er svo mikill peningur í fótboltanum i dag og þeir stjórna öllu. Öll mistök geta kostað fólk pening. Ég held að það hafi ekki verið margir knattspyrnuáhugamenn sem vildu endilega fá myndbandsdómgæslu inn í fótboltann,“ sagði Madley. „Leikmennirnir vildu það ekki og ekki dómararnir heldur. Fólkið sem rekur fótboltann, fólk sem veltir milljörðum, það vildi losna við þessi mistök dómaranna. Ég held samt að við séum flest kominn á þann stað að okkur finnist þetta vera eyðileggja fótboltann. Við höfum búið til skrímsli og ég sem dómari vissi alltaf að það væri von á því,“ sagði Madley. Enski boltinn Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Fleiri fréttir Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Sjá meira
Madley er helst ósáttur með það að honum finnst Varsjáin taka tilfinningarnar úr leiknum. Madley dæmir í ensku neðri deildunum en er oft fjórði dómari í ensku úrvalsdeildinni. Hann dæmdi líka lengi í ensku úrvalsdeildinni. „Sem knattspyrnuáhugamaður þá hata ég VAR. Ég elska ensku b-deildina og ensku C-deildina og ég er ennþá mikill knattspyrnuáhugamaður,“ sagði Bobby Madley á ráðstefnunni en breska ríkisútvarpið segir frá. Það er enginn myndbandsdómgæsla í þeim deildum. „Ég elska það að þegar þú skorar mark, horfir á dómarann og aðstoðardómarann, og ef þeir gefa engin merki þá er þetta mark. Varsjáin tekur þessa tilfinningu í burtu. Fótboltinn er þannig íþrótt að hver stund á að gilda, Mark er skorað, dæmt gilt og ekkert meira,“ sagði Madley. „Myndbandsdómgæslan tekur tilfinningarnar úr boltanum þegar við þurftum að bíða og bíða eftir niðurstöðu. Sú bið er oft mjög löng og sem knattspyrnuáhugamaður þá er ég ekki hrifinn af þeirri reynslu,“ sagði Madley. Madley dæmdi 91 leik í ensku úrvalsdeildinni frá 2013 til 2018 en var rekinn úr deildinni eftir að það birtist myndband af honum gera grín að fötluðum einstaklingi. Myndbandið sendi hann vini sínum. Hann flutti til Noregs í framhaldinu og dæmdi í neðri deildum þar. Hann kom aftur til Englands í febrúar 2020 og fór síðan að dæma í neðri deildum enska boltans. Hann dæmdi einn leik í ensku úrvalsdeildinni á 2022-23 tímabilinu en engan leik á þessu tímabili. „Það er svo mikill peningur í fótboltanum i dag og þeir stjórna öllu. Öll mistök geta kostað fólk pening. Ég held að það hafi ekki verið margir knattspyrnuáhugamenn sem vildu endilega fá myndbandsdómgæslu inn í fótboltann,“ sagði Madley. „Leikmennirnir vildu það ekki og ekki dómararnir heldur. Fólkið sem rekur fótboltann, fólk sem veltir milljörðum, það vildi losna við þessi mistök dómaranna. Ég held samt að við séum flest kominn á þann stað að okkur finnist þetta vera eyðileggja fótboltann. Við höfum búið til skrímsli og ég sem dómari vissi alltaf að það væri von á því,“ sagði Madley.
Enski boltinn Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Fleiri fréttir Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Sjá meira