Dómari í enska boltanum segist hata VAR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júní 2025 19:48 Bobby Madley segir peningafólkið hafi vilja fá VAR en ekki leikmennirnir eða dómararnir. Getty/ Jacques Feeney Enski dómarinn Bobby Madley er ekki mikill aðdáandi myndbandsdómgæslu í fótbolta eins og kom vel fram þegar hann hélt á dögunum fyrirlestur á ráðstefnu um fótbolta. Madley er helst ósáttur með það að honum finnst Varsjáin taka tilfinningarnar úr leiknum. Madley dæmir í ensku neðri deildunum en er oft fjórði dómari í ensku úrvalsdeildinni. Hann dæmdi líka lengi í ensku úrvalsdeildinni. „Sem knattspyrnuáhugamaður þá hata ég VAR. Ég elska ensku b-deildina og ensku C-deildina og ég er ennþá mikill knattspyrnuáhugamaður,“ sagði Bobby Madley á ráðstefnunni en breska ríkisútvarpið segir frá. Það er enginn myndbandsdómgæsla í þeim deildum. „Ég elska það að þegar þú skorar mark, horfir á dómarann og aðstoðardómarann, og ef þeir gefa engin merki þá er þetta mark. Varsjáin tekur þessa tilfinningu í burtu. Fótboltinn er þannig íþrótt að hver stund á að gilda, Mark er skorað, dæmt gilt og ekkert meira,“ sagði Madley. „Myndbandsdómgæslan tekur tilfinningarnar úr boltanum þegar við þurftum að bíða og bíða eftir niðurstöðu. Sú bið er oft mjög löng og sem knattspyrnuáhugamaður þá er ég ekki hrifinn af þeirri reynslu,“ sagði Madley. Madley dæmdi 91 leik í ensku úrvalsdeildinni frá 2013 til 2018 en var rekinn úr deildinni eftir að það birtist myndband af honum gera grín að fötluðum einstaklingi. Myndbandið sendi hann vini sínum. Hann flutti til Noregs í framhaldinu og dæmdi í neðri deildum þar. Hann kom aftur til Englands í febrúar 2020 og fór síðan að dæma í neðri deildum enska boltans. Hann dæmdi einn leik í ensku úrvalsdeildinni á 2022-23 tímabilinu en engan leik á þessu tímabili. „Það er svo mikill peningur í fótboltanum i dag og þeir stjórna öllu. Öll mistök geta kostað fólk pening. Ég held að það hafi ekki verið margir knattspyrnuáhugamenn sem vildu endilega fá myndbandsdómgæslu inn í fótboltann,“ sagði Madley. „Leikmennirnir vildu það ekki og ekki dómararnir heldur. Fólkið sem rekur fótboltann, fólk sem veltir milljörðum, það vildi losna við þessi mistök dómaranna. Ég held samt að við séum flest kominn á þann stað að okkur finnist þetta vera eyðileggja fótboltann. Við höfum búið til skrímsli og ég sem dómari vissi alltaf að það væri von á því,“ sagði Madley. Enski boltinn Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Sjá meira
Madley er helst ósáttur með það að honum finnst Varsjáin taka tilfinningarnar úr leiknum. Madley dæmir í ensku neðri deildunum en er oft fjórði dómari í ensku úrvalsdeildinni. Hann dæmdi líka lengi í ensku úrvalsdeildinni. „Sem knattspyrnuáhugamaður þá hata ég VAR. Ég elska ensku b-deildina og ensku C-deildina og ég er ennþá mikill knattspyrnuáhugamaður,“ sagði Bobby Madley á ráðstefnunni en breska ríkisútvarpið segir frá. Það er enginn myndbandsdómgæsla í þeim deildum. „Ég elska það að þegar þú skorar mark, horfir á dómarann og aðstoðardómarann, og ef þeir gefa engin merki þá er þetta mark. Varsjáin tekur þessa tilfinningu í burtu. Fótboltinn er þannig íþrótt að hver stund á að gilda, Mark er skorað, dæmt gilt og ekkert meira,“ sagði Madley. „Myndbandsdómgæslan tekur tilfinningarnar úr boltanum þegar við þurftum að bíða og bíða eftir niðurstöðu. Sú bið er oft mjög löng og sem knattspyrnuáhugamaður þá er ég ekki hrifinn af þeirri reynslu,“ sagði Madley. Madley dæmdi 91 leik í ensku úrvalsdeildinni frá 2013 til 2018 en var rekinn úr deildinni eftir að það birtist myndband af honum gera grín að fötluðum einstaklingi. Myndbandið sendi hann vini sínum. Hann flutti til Noregs í framhaldinu og dæmdi í neðri deildum þar. Hann kom aftur til Englands í febrúar 2020 og fór síðan að dæma í neðri deildum enska boltans. Hann dæmdi einn leik í ensku úrvalsdeildinni á 2022-23 tímabilinu en engan leik á þessu tímabili. „Það er svo mikill peningur í fótboltanum i dag og þeir stjórna öllu. Öll mistök geta kostað fólk pening. Ég held að það hafi ekki verið margir knattspyrnuáhugamenn sem vildu endilega fá myndbandsdómgæslu inn í fótboltann,“ sagði Madley. „Leikmennirnir vildu það ekki og ekki dómararnir heldur. Fólkið sem rekur fótboltann, fólk sem veltir milljörðum, það vildi losna við þessi mistök dómaranna. Ég held samt að við séum flest kominn á þann stað að okkur finnist þetta vera eyðileggja fótboltann. Við höfum búið til skrímsli og ég sem dómari vissi alltaf að það væri von á því,“ sagði Madley.
Enski boltinn Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Sjá meira