Aron segist hættur í ClubDub Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júní 2025 16:48 Brynjar Barkarson er hér til vinstri, en saman hafa hann og Aron myndað tónlistartvíeykið ClubDub, sem nú virðist liðið undir lok ef marka má færslu Arons. Tónlistarmaðurinn Aron Kristinn Jónasson, sem hingað til hefur verið annar helmingur raftónlistartvíeykisins ClubDub, segist hættur í sveitinni. Frá þessu greindi Aron í hringrásarfærslu á Instagram nú rétt í þessu. „Ég er hættur í ClubDub. Ást og friður,“ skrifar Aron. Fleiri voru þau orð ekki. Færslan var stutt.Instagram Hinn helmingur tvíeykisins er Brynjar Barkarson. Þeir Aron hafa lengi fylgst að og gerðu meðal annars gott mót með skólasveitinni 12:00 á árum sínum í Verslunarskóla Íslands. Þeir stofnuðu ClubDub saman árið 2018 þegar þeir gáfu út sína fyrstu plötu. Fyrirferðarmikill í umræðu um útlendinga Að undanförnu hefur gustað nokkuð um Brynjar, en hann hefur látið til sín taka á öðrum vettvangi en þeim sem hann er vanur, og fjallað um útlendingamál á nokkuð hispurslausan hátt. Hann var meðal ræðumanna á umdeildum mótmælum síðastliðinn laugardag, þar sem hópur fólks kom saman og krafðist breytinga á móttöku hælisleitenda hingað til lands. Þá hefur hann sagt að hópar sem kæmu hingað til lands og aðhylltust Íslam væru „blóðsugur sem bera enga virðingu fyrir okkur, okkar siðum og menningu.“ Sumum þykir nóg um Í gær var svo fjallað um að Snærós Sindradóttir, dóttir Helgu Völu Helgadóttur fyrrverandi þingmanns, væri komin með nóg af rangfærslum Brynjars í garð móður hennar. Brynjar hafi sagt að Helga Vala hafi „stórgrætt á hælisiðnaðinum“ í gegnum lögfræðistofu sína og að féð kæmi úr ríkissjóði. Þessu lýsir Snærós sem einni þrálátustu lyginni sem velli upp úr „rasistum landsins“. Ekki liggur fyrir hvort eitthvað af ofangreindu er ástæða þess að Aron ákvað að hætta í sveitinni, líkt og hann hefur nú lýst yfir. Fréttastofa hefur ekki náð af honum tali frá því hann birti færsluna. Þeir Aron og Brynjar settust niður í Einkalífinu árið 2019, þá nokkuð nýlega komnir fram á sjónarsviðið. Þar ræddu þeir meðal annars þegar þeir voru reknir úr Versló, frægðina, vináttuna og samstarfið. ClubDub hefur verið með allra vinsælustu tónlistaratriðum landsins síðastliðin ár, gefið út ófáa smellina og komið fram á stórum viðburðum, svo sem á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, Októberfest og víðar. Eins hafa þeir unnið með fjölda annarra vinsælla tónlistarmanna. Stefnt var að því að ClubDub kæmi fram á komandi þjóðhátíð. Tónlist Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira
Frá þessu greindi Aron í hringrásarfærslu á Instagram nú rétt í þessu. „Ég er hættur í ClubDub. Ást og friður,“ skrifar Aron. Fleiri voru þau orð ekki. Færslan var stutt.Instagram Hinn helmingur tvíeykisins er Brynjar Barkarson. Þeir Aron hafa lengi fylgst að og gerðu meðal annars gott mót með skólasveitinni 12:00 á árum sínum í Verslunarskóla Íslands. Þeir stofnuðu ClubDub saman árið 2018 þegar þeir gáfu út sína fyrstu plötu. Fyrirferðarmikill í umræðu um útlendinga Að undanförnu hefur gustað nokkuð um Brynjar, en hann hefur látið til sín taka á öðrum vettvangi en þeim sem hann er vanur, og fjallað um útlendingamál á nokkuð hispurslausan hátt. Hann var meðal ræðumanna á umdeildum mótmælum síðastliðinn laugardag, þar sem hópur fólks kom saman og krafðist breytinga á móttöku hælisleitenda hingað til lands. Þá hefur hann sagt að hópar sem kæmu hingað til lands og aðhylltust Íslam væru „blóðsugur sem bera enga virðingu fyrir okkur, okkar siðum og menningu.“ Sumum þykir nóg um Í gær var svo fjallað um að Snærós Sindradóttir, dóttir Helgu Völu Helgadóttur fyrrverandi þingmanns, væri komin með nóg af rangfærslum Brynjars í garð móður hennar. Brynjar hafi sagt að Helga Vala hafi „stórgrætt á hælisiðnaðinum“ í gegnum lögfræðistofu sína og að féð kæmi úr ríkissjóði. Þessu lýsir Snærós sem einni þrálátustu lyginni sem velli upp úr „rasistum landsins“. Ekki liggur fyrir hvort eitthvað af ofangreindu er ástæða þess að Aron ákvað að hætta í sveitinni, líkt og hann hefur nú lýst yfir. Fréttastofa hefur ekki náð af honum tali frá því hann birti færsluna. Þeir Aron og Brynjar settust niður í Einkalífinu árið 2019, þá nokkuð nýlega komnir fram á sjónarsviðið. Þar ræddu þeir meðal annars þegar þeir voru reknir úr Versló, frægðina, vináttuna og samstarfið. ClubDub hefur verið með allra vinsælustu tónlistaratriðum landsins síðastliðin ár, gefið út ófáa smellina og komið fram á stórum viðburðum, svo sem á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, Októberfest og víðar. Eins hafa þeir unnið með fjölda annarra vinsælla tónlistarmanna. Stefnt var að því að ClubDub kæmi fram á komandi þjóðhátíð.
Tónlist Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira