KR-ingar alveg týndir: „Bara eins og þegar ég er einn heima“ Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2025 11:32 Varnarmenn KR hrifu Stúkumenn ekki í gær. Stöð 2 Sport „Þeir eru bara alveg týndir,“ sagði Albert Brynjar Ingason um varnarmenn KR í 4-2 tapinu gegn Stjörnunni í gærkvöld, í Bestu deild karla í fótbolta. Varnarleikur KR-inga, eða skortur á honum, var til umræðu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld og má sjá hluta af umræðunni hér að neðan. Klippa: Stúkan - Varnarleikur KR-inga KR þurfti að reyna að spjara sig í gær án miðvarðanna Júlíusar Mars Júlíussonar og Finns Tómasar Pálmasonar. Ástbjörn Þórðarson og Hjalti Sigurðsson voru í miðri vörninni en Gabríel Hrannar Eyjólfsson og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson bakverðir. „Það er einn að spila sína stöðu, það er Gabríel Hrannar,“ sagði Albert í þættinum og var ekki hissa á hvernig fór hjá KR í gær: „Við erum að tala um Hjalta sem var í Leikni og var ekki einu sinni lykilleikmaður þar. Við erum að tala um Gabríel sem var í Gróttu. Ástbjörn hægri bakvörður er að spila hafsent… Þetta kemur mann ekkert á óvart.“ Þá var sýndur munurinn á gengi KR með og án Júlíusar Mars en þessi ungi varnarmaður sem kom frá Fjölni í vetur er að mati Stúkumanna nánast ómissandi fyrir KR. Leiðtogi liðsins. Gengi KR er ólíkt með og án Júlíusar Mars Júlíussonar.Stöð 2 Sport „Við höfum talað mikið um það hjá KR hvað þeir fara mikið úr stöðum, eru sókndjarfir og taka mikið af sénsum. En sum af þessum mörkum, eins og við sáum líka gegn Aftureldingu, skrifast á gæðaleysi. Þess vegna erum við að tala um hvaðan þessir leikmenn koma og að þeir þekkja ekki sína stöðu,“ sagði Albert og hélt áfram: „Hvað er gæðaleysi aftast? Aðalatriðið er einbeitingin. Júlíus Mar er leiðtoginn og hann heldur mönnum á tánum. Sum af þessum mörkum eru bara einbeitingarleysi og þvæla. Finnur Tómas hefur spilað vel í sumar þegar Júlíus Mar er með honum en þegar Júlíus Mar er ekki… Það er bara eins og þegar ég er einn heima – veit ekki hvernig ég á að haga mér. Þeir eru bara alveg týndir,“ sagði Albert. Hann benti á að KR hefði gengið vel þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson gæti stillt upp sínu allra sterkasta liði: „En þegar þeir taka svona marga sénsa, og þetta eru öftustu fjórir til að díla við afleiðingarnar, þá fer þetta bara eins og þetta fer.“ Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Besta deild karla KR Stúkan Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Varnarleikur KR-inga, eða skortur á honum, var til umræðu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld og má sjá hluta af umræðunni hér að neðan. Klippa: Stúkan - Varnarleikur KR-inga KR þurfti að reyna að spjara sig í gær án miðvarðanna Júlíusar Mars Júlíussonar og Finns Tómasar Pálmasonar. Ástbjörn Þórðarson og Hjalti Sigurðsson voru í miðri vörninni en Gabríel Hrannar Eyjólfsson og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson bakverðir. „Það er einn að spila sína stöðu, það er Gabríel Hrannar,“ sagði Albert í þættinum og var ekki hissa á hvernig fór hjá KR í gær: „Við erum að tala um Hjalta sem var í Leikni og var ekki einu sinni lykilleikmaður þar. Við erum að tala um Gabríel sem var í Gróttu. Ástbjörn hægri bakvörður er að spila hafsent… Þetta kemur mann ekkert á óvart.“ Þá var sýndur munurinn á gengi KR með og án Júlíusar Mars en þessi ungi varnarmaður sem kom frá Fjölni í vetur er að mati Stúkumanna nánast ómissandi fyrir KR. Leiðtogi liðsins. Gengi KR er ólíkt með og án Júlíusar Mars Júlíussonar.Stöð 2 Sport „Við höfum talað mikið um það hjá KR hvað þeir fara mikið úr stöðum, eru sókndjarfir og taka mikið af sénsum. En sum af þessum mörkum, eins og við sáum líka gegn Aftureldingu, skrifast á gæðaleysi. Þess vegna erum við að tala um hvaðan þessir leikmenn koma og að þeir þekkja ekki sína stöðu,“ sagði Albert og hélt áfram: „Hvað er gæðaleysi aftast? Aðalatriðið er einbeitingin. Júlíus Mar er leiðtoginn og hann heldur mönnum á tánum. Sum af þessum mörkum eru bara einbeitingarleysi og þvæla. Finnur Tómas hefur spilað vel í sumar þegar Júlíus Mar er með honum en þegar Júlíus Mar er ekki… Það er bara eins og þegar ég er einn heima – veit ekki hvernig ég á að haga mér. Þeir eru bara alveg týndir,“ sagði Albert. Hann benti á að KR hefði gengið vel þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson gæti stillt upp sínu allra sterkasta liði: „En þegar þeir taka svona marga sénsa, og þetta eru öftustu fjórir til að díla við afleiðingarnar, þá fer þetta bara eins og þetta fer.“ Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Besta deild karla KR Stúkan Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira