Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Atli Ísleifsson skrifar 28. maí 2025 10:00 Fasteignamat fyrir árið 2026 hefur nú verið kynnt. Vísir/Vilhelm Fasteignamat 2026 er að meðaltali 9,2 prósent hærra en núgildandi fasteignamat fyrir hverja fasteign. Hækkanirnar eru mestar á Suðurnesjum og Norðurlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun en stofnunin reiknar það árlega og birtir í lok maímánaðar. Fram kemur að Fasteignamat 2026 sé að meðaltali 9,2 prósentum hærra en núgildandi fasteignamat fyrir hverja fasteign. Þá nemi meðalhækkun fasteignamats íbúða 10,2 prósentum, á meðan fasteignamat sumarhúsa hækki um 11,5 prósent og fasteignamat atvinnueigna hækki um 4,8 prósent. Tilgangur fasteignamats Fasteignamat er notað til útreikninga á fasteignagjöldum sem sveitarfélög ákvarða, erfðafjárskatti og stimpilgjaldi á þinglýsingu kaupsamninga. Einnig nota sumar lánastofnanir hlutfall af fasteignamati til að ákvarða lánsupphæð. „Mikil eftirspurn var á íbúðamarkaði í nágrannasveitarfélögum Grindavíkur á síðasta ári og hefur fasteignamat á Suðurnesjum því hækkað umfram landsmeðaltal. Líkt og í fyrra hefur HMS hins vegar ákveðið að halda fasteignamati í Grindavíkurbæ óbreyttu á milli ára, þar sem óvissuástand ríkir og engin markaðsvirkni hefur átt sér stað í sveitarfélaginu. Fasteignamat hækkar líka umfram landsmeðaltal á Norðurlandi, en þar hefur virði atvinnu- og sumarhúsaeigna hækkað töluvert,“ segir í tilkynningunni. Hægt er að fletta upp fasteignamati einstakra fasteigna með því að smella á hnappinn hér að neðan, en tölfræði að baki fasteignamatinu má finna í gögnum og mælaborðum fasteignaskrár hjá HMS. Leitarvél fyrir fasteignamat einstakra fasteigna: https://hms.is/fasteignaskra Sama aðferðarfræði og fyrri ár Aðferðarfræðin sem notast er við útreikning fasteignamats er sambærileg þeirri sem notuð hefur verið síðustu ár eða frá því að HMS tók við málaflokknum árið 2022 og byggir beint eða óbeint á kaupverði sambærilegra fasteigna. „Matsaðferðir eru mismunandi eftir tegundum fasteignanna, en flestar fasteignir flokkast sem íbúðareignir, sumarhús eða atvinnueignir. Fyrir íbúðareignir og sumarhús er nær einungis horft til kaupsamninga, en hjá atvinnueignum eru leigusamningar einnig hafðir til hliðsjónar þegar markaðsvirði þeirra er metið. Á næstu 12 mánuðum hyggst HMS leggja sérstaka áherslu á endurskoðun á aðferðum við gerð fasteignamats atvinnueigna með það að markmiði að útreikningurinn sé gangsærri og að fasteignamatið endurspegli betur markaðsvirði. Matsaðferð atvinnueigna var síðast endurskoðuð árið 2014,“ segir í tilkynningunni. Hægt er að fylgjast með kynningu HMS á Fasteignamati 2026 í spilaranum að neðan, en útsending hófst klukkan 10. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Fjármál heimilisins Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun en stofnunin reiknar það árlega og birtir í lok maímánaðar. Fram kemur að Fasteignamat 2026 sé að meðaltali 9,2 prósentum hærra en núgildandi fasteignamat fyrir hverja fasteign. Þá nemi meðalhækkun fasteignamats íbúða 10,2 prósentum, á meðan fasteignamat sumarhúsa hækki um 11,5 prósent og fasteignamat atvinnueigna hækki um 4,8 prósent. Tilgangur fasteignamats Fasteignamat er notað til útreikninga á fasteignagjöldum sem sveitarfélög ákvarða, erfðafjárskatti og stimpilgjaldi á þinglýsingu kaupsamninga. Einnig nota sumar lánastofnanir hlutfall af fasteignamati til að ákvarða lánsupphæð. „Mikil eftirspurn var á íbúðamarkaði í nágrannasveitarfélögum Grindavíkur á síðasta ári og hefur fasteignamat á Suðurnesjum því hækkað umfram landsmeðaltal. Líkt og í fyrra hefur HMS hins vegar ákveðið að halda fasteignamati í Grindavíkurbæ óbreyttu á milli ára, þar sem óvissuástand ríkir og engin markaðsvirkni hefur átt sér stað í sveitarfélaginu. Fasteignamat hækkar líka umfram landsmeðaltal á Norðurlandi, en þar hefur virði atvinnu- og sumarhúsaeigna hækkað töluvert,“ segir í tilkynningunni. Hægt er að fletta upp fasteignamati einstakra fasteigna með því að smella á hnappinn hér að neðan, en tölfræði að baki fasteignamatinu má finna í gögnum og mælaborðum fasteignaskrár hjá HMS. Leitarvél fyrir fasteignamat einstakra fasteigna: https://hms.is/fasteignaskra Sama aðferðarfræði og fyrri ár Aðferðarfræðin sem notast er við útreikning fasteignamats er sambærileg þeirri sem notuð hefur verið síðustu ár eða frá því að HMS tók við málaflokknum árið 2022 og byggir beint eða óbeint á kaupverði sambærilegra fasteigna. „Matsaðferðir eru mismunandi eftir tegundum fasteignanna, en flestar fasteignir flokkast sem íbúðareignir, sumarhús eða atvinnueignir. Fyrir íbúðareignir og sumarhús er nær einungis horft til kaupsamninga, en hjá atvinnueignum eru leigusamningar einnig hafðir til hliðsjónar þegar markaðsvirði þeirra er metið. Á næstu 12 mánuðum hyggst HMS leggja sérstaka áherslu á endurskoðun á aðferðum við gerð fasteignamats atvinnueigna með það að markmiði að útreikningurinn sé gangsærri og að fasteignamatið endurspegli betur markaðsvirði. Matsaðferð atvinnueigna var síðast endurskoðuð árið 2014,“ segir í tilkynningunni. Hægt er að fylgjast með kynningu HMS á Fasteignamati 2026 í spilaranum að neðan, en útsending hófst klukkan 10.
Tilgangur fasteignamats Fasteignamat er notað til útreikninga á fasteignagjöldum sem sveitarfélög ákvarða, erfðafjárskatti og stimpilgjaldi á þinglýsingu kaupsamninga. Einnig nota sumar lánastofnanir hlutfall af fasteignamati til að ákvarða lánsupphæð.
Hægt er að fletta upp fasteignamati einstakra fasteigna með því að smella á hnappinn hér að neðan, en tölfræði að baki fasteignamatinu má finna í gögnum og mælaborðum fasteignaskrár hjá HMS. Leitarvél fyrir fasteignamat einstakra fasteigna: https://hms.is/fasteignaskra
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Fjármál heimilisins Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun