Lífið

Alda Karen keppir í hermiakstri

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Alda Karen í hermiakstursstólnum í New Jersey.
Alda Karen í hermiakstursstólnum í New Jersey.

Alda Karen Hjaltalín Lopez, athafnakona og fyrirlesari, keppir næstu sex vikur í deildarkeppni í Formúlu 1-hermiakstri í New Jersey í Bandaríkjunum.

Alda Karen greinir frá þessu í Facebook-færslu.

„Vitiði þegar maður prófar eitthvað, reynist vera frekar góður í því, heldur áfram og ert skyndilega kominn í opinbera deild? Já, það gerðist,“ skrifar hún í færslunni.

„Ég er ánægð að tilkynna að ég er nú F1 hermi-ökuþór í New Jersey-deildinni, sem byrjar 27. maí. Næstu sex vikurnar verða hrottalegar og örugglega auðmýkjandi en hey, ég lofa að ég mun skemmta mér konunglega,“ segir í færslunni.

Alda í keppnisgallanum með akstursherma í bakgrunni.

Hermarnir sem notaðir eru í hermiakstri eru mjög raunverulegir og til eru mörg dæmi um ökuþóra sem hafa fært sig úr hermum yfir í raunverulegan kappakstur. Eitt dæmi um slíkt er Bretinn Jann Mardenborough sem fór úr því að spila Gran Turismo-tölvuleikina yfir í Formúlu 3 í kvikmyndinni Gran Turismo frá árinu 2023.

Hérlendis var keppt í stafrænni aksturskeppni Formúlu 4 í síðustu viku.

Lítið hefur farið fyrir Öldu Karen á Íslandi síðustu ár þar sem hún hefur verið búsett í New York með eiginkonu sinni, Katherine Lopez, en þær giftu sig 2023. Alda hefur rekið birtingastofu síðustu sjö ár og hefur síðustu mánuði unnið að kollagen-orkudrykknum Collagenx. 

Alda Karen kom fyrst fram á sjónarsviðið 2018 sem fyrirlesari og varð strax umdeild vegna yfirlýsinga sinna, sérstaklega um sjálfsást og það að kyssa peninga.


Tengdar fréttir

Mun segja „þú ert nóg“ þar til ég dey

Fyrirlesarinn Alda Karen Hjaltalín hefur vekið mikla athygli fyrir fyrirlestra sína undanfarin ár og þá aðallega fyrir fyrirlestraröðina Life Masterclass. Hún er gestur vikunnar í Einkalífinu en á næstunni stendur hún fyrir Life Masterclass 3 í Hörpunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.