„Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. maí 2025 22:32 Thea Imani Sturludóttir var þakklát í leikslok. Vísir/Ernir „Ég er bara gríðarlega þakklát og ógeðslega stolt af liðinu að hafa mætt svona til leiks,“ sagði Thea Imani Sturludóttir eftir að Valur tryggði sér sinn þriðja Íslandsmeistaratitil í kvöld. „Þetta er bara búið að vera ógeðslega skemmtilegt, en krefjandi líka. Ég er bara ógeðslega stolt af öllum stelpunum.“ Já, krefjandi tímabil er líklega ekki nógu sterk lýsing á því sem Valsliðið hefur gengið í gengum í vetur, en liðið stóð uppi sem Íslands-, deildar- og Evrópubikarmeistari. „Þetta er búið að vera rosalega krefjandi. Við erum búin að vera í eiginlega fimm úrslitaleikjum þannig að ná að taka þetta einvígi 3-0 er bara algjör draumur.“ Þá segir hún þetta hafa verið frábæra leið til að kveðja Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfara liðsins, sem snýr sér að karlaliði Vals á næsta tímabili. „Að klára þetta svona þar sem við mætum bara klárar, þó leikirnir hafi kannski verið sveiflukenndir, þá náum við alltaf að rífa okkur í gang og sýna okkar rétta andlit. Bara ógeðslega gaman að geta kvatt hann svona.“ Hún segir einnig að Valsliðið hafi haft góð tök á leik kvöldsins og að það hjálpi klárlega að hafa eitt stykki Hafdísi Renötudóttur í markinu. „Við erum náttúrulega með geggjaðan markmann fyrir aftan okkur og þegar við náum að loka vörninni og þvinga þær í erfið færi þá bara étur Hafdís þetta. Það er ekkert grín að mæta í eitthvað dauðafæri og þekur bara þrjá fjórðu af markinu. Við erum gríðarlega heppnar að hafa hana. Svo erum við líka með ótrúlega mikla vinnu í vörninni þar sem við erum allar að gefa hundrað prósent allan tímann. Það munar öllu.“ Að lokum sagðist Thea ekkert vera farin að hugsa um hvernig hún ætlaði að fagna titlinum. „Við vorum bara að hugsa um leikinn þannig það kemur bara í ljós á eftir,“ sagði Thea að lokum. Olís-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Fleiri fréttir Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Sjá meira
„Þetta er bara búið að vera ógeðslega skemmtilegt, en krefjandi líka. Ég er bara ógeðslega stolt af öllum stelpunum.“ Já, krefjandi tímabil er líklega ekki nógu sterk lýsing á því sem Valsliðið hefur gengið í gengum í vetur, en liðið stóð uppi sem Íslands-, deildar- og Evrópubikarmeistari. „Þetta er búið að vera rosalega krefjandi. Við erum búin að vera í eiginlega fimm úrslitaleikjum þannig að ná að taka þetta einvígi 3-0 er bara algjör draumur.“ Þá segir hún þetta hafa verið frábæra leið til að kveðja Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfara liðsins, sem snýr sér að karlaliði Vals á næsta tímabili. „Að klára þetta svona þar sem við mætum bara klárar, þó leikirnir hafi kannski verið sveiflukenndir, þá náum við alltaf að rífa okkur í gang og sýna okkar rétta andlit. Bara ógeðslega gaman að geta kvatt hann svona.“ Hún segir einnig að Valsliðið hafi haft góð tök á leik kvöldsins og að það hjálpi klárlega að hafa eitt stykki Hafdísi Renötudóttur í markinu. „Við erum náttúrulega með geggjaðan markmann fyrir aftan okkur og þegar við náum að loka vörninni og þvinga þær í erfið færi þá bara étur Hafdís þetta. Það er ekkert grín að mæta í eitthvað dauðafæri og þekur bara þrjá fjórðu af markinu. Við erum gríðarlega heppnar að hafa hana. Svo erum við líka með ótrúlega mikla vinnu í vörninni þar sem við erum allar að gefa hundrað prósent allan tímann. Það munar öllu.“ Að lokum sagðist Thea ekkert vera farin að hugsa um hvernig hún ætlaði að fagna titlinum. „Við vorum bara að hugsa um leikinn þannig það kemur bara í ljós á eftir,“ sagði Thea að lokum.
Olís-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Fleiri fréttir Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Sjá meira