„Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. maí 2025 21:21 Hafdís Renötudóttir átti frábæran leik í marki Vals. Vísir/Anton Brink Hafdís Renötudóttir, markvörður Vals, var að öðrum ólöstuðum besti leikmaður vallarins er Valur tók 2-0 forystu í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna gegn Haukum í kvöld. Hafdís varði 18 skot í marki Vals og endaði með 50 prósent hlutfallsvörslu. Á tímabili virtist hún vera búin að verja allt þor úr Haukaliðinu sem skaut ítrekað í stöng eða framhjá. Þrátt fyrir öruggan sigur Vals í kvöld leit ekki út fyrir að liðið myndi vinna stórt í hálfleik þegar liðið var marki undir. „Nei, alls ekki. Við vorum ekki alveg rétt stilltar í fyrri hálfleik og við ákváðum bara að mæta brjálaðar í seinni,“ sagði Hafdís í leikslok. „Við gerðum það almennilega og ef við gerum það þá náum við stundum mjög góðu forskoti.“ Hafdís varði vel í fyrri hálfleik, en Valsliðinu tókst ekki að nýta sér það og búa til forskot. Það hafðist hins vegar í seinni hálfleik þegar Hafdís skellti gjörsamlega í lás. „Ég veit ekki hvað ég á að segja. Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ grínaðist Hafdís þegar hún var spurð um sína eigin frammistöðu. „Þegar manni líður vel þá spilar maður vel. Stelpurnar okkar eru alveg sturlaðar. Þær skjóta stórkostlega á markið og eru ótrúlega góðar í vörn. Ég er bara hluti af frábæru liði og fyrir það er ég mjög þakklát.“ Hafdís á sigurinn vissulega ekki ein og eins og hún segir spilar samspil varnar og markvarðar stórt hlutverk. „Ef leikmenn geta beint skotum þá er það alltaf auðveldara. Ef það gengur ekki þá þarftu að...“ sagði Hafdís áður en hún stoppaði sjálfa sig. „Heyrðu, nei. Ég ætla ekki að svara þessari spurningu. Ég ætla ekki að gefa Haukum neitt,“ bætti Hafdís við. Valskonur leiða einvígið nú 2-0 og geta því tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á heimavelli næstkomandi mánudag. „Við ætlum bara að undirbúa okkur enn þá betur yfir helgina og gíra okkur í gang. Við þurfum að hugsa vel um líkamann og hausinn. Við ætlum að gera þetta af algjörri fagmennsku og mæta brjálaðar því við viljum auðvitað klára þetta á mánudaginn. Það væri draumur,“ sagði Hafdís að lokum. Olís-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Hafdís varði 18 skot í marki Vals og endaði með 50 prósent hlutfallsvörslu. Á tímabili virtist hún vera búin að verja allt þor úr Haukaliðinu sem skaut ítrekað í stöng eða framhjá. Þrátt fyrir öruggan sigur Vals í kvöld leit ekki út fyrir að liðið myndi vinna stórt í hálfleik þegar liðið var marki undir. „Nei, alls ekki. Við vorum ekki alveg rétt stilltar í fyrri hálfleik og við ákváðum bara að mæta brjálaðar í seinni,“ sagði Hafdís í leikslok. „Við gerðum það almennilega og ef við gerum það þá náum við stundum mjög góðu forskoti.“ Hafdís varði vel í fyrri hálfleik, en Valsliðinu tókst ekki að nýta sér það og búa til forskot. Það hafðist hins vegar í seinni hálfleik þegar Hafdís skellti gjörsamlega í lás. „Ég veit ekki hvað ég á að segja. Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ grínaðist Hafdís þegar hún var spurð um sína eigin frammistöðu. „Þegar manni líður vel þá spilar maður vel. Stelpurnar okkar eru alveg sturlaðar. Þær skjóta stórkostlega á markið og eru ótrúlega góðar í vörn. Ég er bara hluti af frábæru liði og fyrir það er ég mjög þakklát.“ Hafdís á sigurinn vissulega ekki ein og eins og hún segir spilar samspil varnar og markvarðar stórt hlutverk. „Ef leikmenn geta beint skotum þá er það alltaf auðveldara. Ef það gengur ekki þá þarftu að...“ sagði Hafdís áður en hún stoppaði sjálfa sig. „Heyrðu, nei. Ég ætla ekki að svara þessari spurningu. Ég ætla ekki að gefa Haukum neitt,“ bætti Hafdís við. Valskonur leiða einvígið nú 2-0 og geta því tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á heimavelli næstkomandi mánudag. „Við ætlum bara að undirbúa okkur enn þá betur yfir helgina og gíra okkur í gang. Við þurfum að hugsa vel um líkamann og hausinn. Við ætlum að gera þetta af algjörri fagmennsku og mæta brjálaðar því við viljum auðvitað klára þetta á mánudaginn. Það væri draumur,“ sagði Hafdís að lokum.
Olís-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn