Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Aron Guðmundsson skrifar 24. maí 2025 09:05 Ómar Ingi Magnússon hefur átt góð ár hjá Magdeburg. Javier Borrego/Getty Images Þrátt fyrir áhuga annarra liða heillaði íslenska landsliðsmanninn ekkert meira en að skrifa undir nýjan samning fram til ársins 2028 hjá Magdeburg. Þar sér hann fram á að tækifæri til þess að vinna fleiri titla. Þegar að nýja samningi Ómars við Magdeburg lýkur verður hann búinn að vera á mála hjá félaginu í átta ár. Eftir að hafa verið einn besti leikmaður þýsku deildarinnar undanfarin ár fann hann að sjálfsögðu fyrir áhuga annarra liða en ákvað að halda tryggð við Magdeburg. „Það var alveg áhugi frá öðrum aðilum, mig langaði bara ekki að skipta yfir í eitthvað sem ég var óviss með. Ekki skipta bara til þess eins að skipta. Ég hef það gott hér, er með gott hlutverk og í frábæru liði. Það mun að mörgu leiti haldast svipað allavegana fram til ársins 2028. Það verða einhverjar breytingar en kjarninn verður sá sami. Þetta er geggjaður klúbbur, það er búið að ganga vel síðustu ár. Ég sé bara svolítið fram á að það muni halda áfram. Liðið er í góðum séns á að berjast um alla titla og ég er í mjög góðri stöðu innan liðsins, með stórt hlutverk.“ Hjá Magdeburg hefur Ómar unnið allt sem hægt er að vinna en þyrstir í meira, auðvitað titla en ekki síður persónulega bætingu. „Verða alltaf betri og betri, það er alltaf markmiðið. Ekki endilega vera pæla í einhverju þannig lagað. Auðvitað viltu alltaf vinna titla og allt það en líka að spila enn á besta gæðastigi í bestu deildinni, vera í Meistaradeildinni. Þetta er eitt af bestu liðum í heimi, ég var meira að fókusa á það og að verða áfram betri.“ Magdeburg hefur titil að verja í þýsku deildinni en er fimm stigum á eftir toppliðum Füchse Berlin og Melsungen en tvo leiki til góða og fimm leiki eftir á tímabilinu. Þá er liðið komið í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar og framundan undanúrslitaleikur gegn Barcelona. „Það er búið að vera smá meiðslavesen á okkur á þessu tímabili, sérstaklega fyrri og í kringum jól. Við erum búnir að tapa aðeins fleiri stigum en við hefðum viljað og þurfum því að treysta á aðra til þess að ná í titilinn. Það eru sex leikir eftir í deild og við verðum að sjá hvað gerist. Svo er úrslitahelgin framundan í Meistaradeildinni. Það er alveg séns á tveimur titlum enn þá en þýski titillinn verður aðeins erfiðari í að ná.“ Þýski handboltinn Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Körfubolti Fleiri fréttir Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sjá meira
Þegar að nýja samningi Ómars við Magdeburg lýkur verður hann búinn að vera á mála hjá félaginu í átta ár. Eftir að hafa verið einn besti leikmaður þýsku deildarinnar undanfarin ár fann hann að sjálfsögðu fyrir áhuga annarra liða en ákvað að halda tryggð við Magdeburg. „Það var alveg áhugi frá öðrum aðilum, mig langaði bara ekki að skipta yfir í eitthvað sem ég var óviss með. Ekki skipta bara til þess eins að skipta. Ég hef það gott hér, er með gott hlutverk og í frábæru liði. Það mun að mörgu leiti haldast svipað allavegana fram til ársins 2028. Það verða einhverjar breytingar en kjarninn verður sá sami. Þetta er geggjaður klúbbur, það er búið að ganga vel síðustu ár. Ég sé bara svolítið fram á að það muni halda áfram. Liðið er í góðum séns á að berjast um alla titla og ég er í mjög góðri stöðu innan liðsins, með stórt hlutverk.“ Hjá Magdeburg hefur Ómar unnið allt sem hægt er að vinna en þyrstir í meira, auðvitað titla en ekki síður persónulega bætingu. „Verða alltaf betri og betri, það er alltaf markmiðið. Ekki endilega vera pæla í einhverju þannig lagað. Auðvitað viltu alltaf vinna titla og allt það en líka að spila enn á besta gæðastigi í bestu deildinni, vera í Meistaradeildinni. Þetta er eitt af bestu liðum í heimi, ég var meira að fókusa á það og að verða áfram betri.“ Magdeburg hefur titil að verja í þýsku deildinni en er fimm stigum á eftir toppliðum Füchse Berlin og Melsungen en tvo leiki til góða og fimm leiki eftir á tímabilinu. Þá er liðið komið í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar og framundan undanúrslitaleikur gegn Barcelona. „Það er búið að vera smá meiðslavesen á okkur á þessu tímabili, sérstaklega fyrri og í kringum jól. Við erum búnir að tapa aðeins fleiri stigum en við hefðum viljað og þurfum því að treysta á aðra til þess að ná í titilinn. Það eru sex leikir eftir í deild og við verðum að sjá hvað gerist. Svo er úrslitahelgin framundan í Meistaradeildinni. Það er alveg séns á tveimur titlum enn þá en þýski titillinn verður aðeins erfiðari í að ná.“
Þýski handboltinn Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Körfubolti Fleiri fréttir Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sjá meira