Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Sindri Sverrisson skrifar 23. maí 2025 09:45 Ivan Toney hefur leikið við hvurn sinn fingur í Sádi-Arabíu og unnið sér sæti í enska landsliðshópnum á nýjan leik. Getty/Yasser Bakhsh Thomas Tuchel, landsliðsþjálfari Englands í fótbolta, segist vilja sjá með berum augum hvernig Ivan Toney komi út í enska hópnum. Toney er nú valinn í fyrsta sinn síðan hann gekk í raðir sádi-arabíska liðsins Al-Ahli frá Brentford síðasta sumar. Toney spilaði síðast landsleik þegar hann lék úrslitaleikinn geng Spáni á EM fyrir tæpu ári síðan. Hann hefur skorað 28 mörk í 42 leikjum fyrir Al-Ahli og þannig unnið sig inn í enska hópinn sem mætir Andorra í undankeppni HM 7. júní og svo Senegal í vináttulandsleik 10. júní. Hópinn má sjá hér að neðan. „Við fylgjumst náið með honum [Toney] eins og öðrum leikmönnum á okkar lista. Ivan hefur spilað mikið og haft mikil áhrif með mörkum sínum í mikilvægum leikjum. Hann vann stóran titil með félaginu sínu, asíska meistaratitilinn,“ sagði Tuchel eftir að landsliðshópurinn var kynntur í dag. "We want to see his personality in the group and see his quality." 👊Thomas Tuchel on @IvanToney24, who returns to a #ThreeLions squad for the first time since #EURO2024. pic.twitter.com/9m68GFc4sW— England (@England) May 23, 2025 „Ég hafði ekki tækifæri til að sjá hann með berum augum í Sádi-Arabíu svo við vildum nýta tækifærið til að fljúga honum til okkar og sjá hann í hópnum. Sjá persónuleikann hans í hópnum og hæfileika hans. Hann mun keppa við Harry Kane og Ollie Watkins um 9-stöðuna svo þetta verður áhugavert. Við erum með þrjá framherja í hópnum,“ sagði Tuchel. Jude Bellingham er einnig í hópnum þrátt fyrir að eiga fyrir höndum aðgerð vegna þrálátra axlarmeiðsla í sumar, eftir HM félagsliða sem hefst 15. júní. Fleiri leikmenn sem keppa á HM félagsliða eru í enska hópnum, eins og fyrirliðinn Harry Kane, Cole Palmer og Conor Gallagher. Á meðal þeirra sem voru ekki valdir eru Phil Foden og Jarrod Bowen. Þá á Manchester United engan fulltrúa í hópnum því Luke Shaw, Harry Maguire og Kobbie Mainoo voru ekki valdir auk þess sem Marcus Rashford, sem verið hefur að láni hjá Aston Villa, er meiddur í læri. Enski hópurinn: Markmenn: Jordan Pickford (Everton), Dean Henderson (Crystal Palace), James Trafford (Burnley). Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold (Liverpool), Dan Burn (Newcastle), Trevor Chalobah (Chelsea), Levi Colwill (Chelsea), Reece James (Chelsea), Ezri Konsa (Aston Villa), Myles Lewis-Skelly (Arsenal), Kyle Walker (AC Milan, lán frá Manchester City). Miðjumenn: Jude Bellingham (Real Madrid), Eberechi Eze (Crystal Palace), Conor Gallagher (Atletico Madrid), Morgan Gibbs-White (Nottingham Forest), Jordan Henderson (Ajax), Curtis Jones (Liverpool), Cole Palmer (Chelsea), Declan Rice (Arsenal), Morgan Rogers (Aston Villa), Anthony Gordon (Newcastle). Sóknarmenn: Harry Kane (Bayern Munich), Noni Madueke (Chelsea), Bukayo Saka (Arsenal), Ivan Toney (Al-Ahli), Ollie Watkins (Aston Villa). Enski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Sjá meira
Toney spilaði síðast landsleik þegar hann lék úrslitaleikinn geng Spáni á EM fyrir tæpu ári síðan. Hann hefur skorað 28 mörk í 42 leikjum fyrir Al-Ahli og þannig unnið sig inn í enska hópinn sem mætir Andorra í undankeppni HM 7. júní og svo Senegal í vináttulandsleik 10. júní. Hópinn má sjá hér að neðan. „Við fylgjumst náið með honum [Toney] eins og öðrum leikmönnum á okkar lista. Ivan hefur spilað mikið og haft mikil áhrif með mörkum sínum í mikilvægum leikjum. Hann vann stóran titil með félaginu sínu, asíska meistaratitilinn,“ sagði Tuchel eftir að landsliðshópurinn var kynntur í dag. "We want to see his personality in the group and see his quality." 👊Thomas Tuchel on @IvanToney24, who returns to a #ThreeLions squad for the first time since #EURO2024. pic.twitter.com/9m68GFc4sW— England (@England) May 23, 2025 „Ég hafði ekki tækifæri til að sjá hann með berum augum í Sádi-Arabíu svo við vildum nýta tækifærið til að fljúga honum til okkar og sjá hann í hópnum. Sjá persónuleikann hans í hópnum og hæfileika hans. Hann mun keppa við Harry Kane og Ollie Watkins um 9-stöðuna svo þetta verður áhugavert. Við erum með þrjá framherja í hópnum,“ sagði Tuchel. Jude Bellingham er einnig í hópnum þrátt fyrir að eiga fyrir höndum aðgerð vegna þrálátra axlarmeiðsla í sumar, eftir HM félagsliða sem hefst 15. júní. Fleiri leikmenn sem keppa á HM félagsliða eru í enska hópnum, eins og fyrirliðinn Harry Kane, Cole Palmer og Conor Gallagher. Á meðal þeirra sem voru ekki valdir eru Phil Foden og Jarrod Bowen. Þá á Manchester United engan fulltrúa í hópnum því Luke Shaw, Harry Maguire og Kobbie Mainoo voru ekki valdir auk þess sem Marcus Rashford, sem verið hefur að láni hjá Aston Villa, er meiddur í læri. Enski hópurinn: Markmenn: Jordan Pickford (Everton), Dean Henderson (Crystal Palace), James Trafford (Burnley). Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold (Liverpool), Dan Burn (Newcastle), Trevor Chalobah (Chelsea), Levi Colwill (Chelsea), Reece James (Chelsea), Ezri Konsa (Aston Villa), Myles Lewis-Skelly (Arsenal), Kyle Walker (AC Milan, lán frá Manchester City). Miðjumenn: Jude Bellingham (Real Madrid), Eberechi Eze (Crystal Palace), Conor Gallagher (Atletico Madrid), Morgan Gibbs-White (Nottingham Forest), Jordan Henderson (Ajax), Curtis Jones (Liverpool), Cole Palmer (Chelsea), Declan Rice (Arsenal), Morgan Rogers (Aston Villa), Anthony Gordon (Newcastle). Sóknarmenn: Harry Kane (Bayern Munich), Noni Madueke (Chelsea), Bukayo Saka (Arsenal), Ivan Toney (Al-Ahli), Ollie Watkins (Aston Villa).
Enski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Sjá meira