NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Lovísa Arnardóttir skrifar 23. maí 2025 06:41 Sigurður Kristófer var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ og var við æfingu þegar hann lést. Vísir/Vilhelm Nefnd um eftirlit með lögreglu tekur fyrir í júní mál fjölskyldu sem hefur kvartað til nefndarinnar vegna framkomu lögreglumanns þegar þeir var tilkynnt um andlát sonar síns. Samkvæmt svörum frá nefndinni eru þau að bíða frekari gagna og stefni svo að því að taka málið fyrir í júní. Maðurinn, Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson lést á björgunarsveitaræfingu við Tungufljótnærri Geysi í Haukadal í nóvember í fyrra. Sigurður Kristófer var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils sem var við æfingu síðdegis á sunnudegi 3. nóvember 2024. Fjallað var um mál mannsins í Morgunblaðinu í gær og tilkynningu foreldra hans til nefndarinnar. Þar kom fram að foreldrar mannsins fengu ekki að vita af andláti Sigurðar Kristófers fyrr en þremur tímum eftir andlát hans. Þar kom einnig fram að móðirin hafi heyrt í útvarpsfréttum RÚV klukkan sex að maður hefði fallið í fljótið. Fram kom í fréttum þegar slysið varð að lögreglu hafi borist tilkynning um að maður hefði fallið í ána rétt fyrir klukkan fjögur Gekk illa að fá upplýsingar Fjölskyldan hafi vitað að Sigurður Kristófer var á staðnum við æfingu og reynt að afla sér upplýsinga en það gengið illa. Þeim hafi þó verið tjáð að lögreglan væri á leið til þeirra. Þau hafi hitt lögreglumann fyrir utan heimili sitt sem var einn á ferð og spurt strax hvort Sigurður væri látinn. Þegar faðir hans kom inn eftir að hafa lagt bílnum hafi lögreglumaðurinn tilkynnt þeim að Sigurður væri látinn. Fjölskyldan gagnrýnir að ekki hafi verið kallaður til prestur eða nokkur annar til að sinna sálgæslu og að lögreglumaðurinn hafi farið stuttu eftir að hann tilkynnti þeim um andlátið, á meðan móðir hans og faðir voru enn í miklu uppnámi. Þá gagnrýna þau í greininni að farið hafi verið með lík Sigurðar á líkhús á Selfossi en ekki á höfuðborgarsvæðið þar sem hann var búsettur. Þau hafi viljað sjá hann en ekki treyst sér til að aka yfir heiðina í því ástandi sem þau voru í. Útfararstjórinn hafi á endanum sótt hann daginn eftir og flutt hann á höfuðborgarsvæðið. Mosfellsbær Lögreglan Lögreglumál Björgunarsveitir Bláskógabyggð Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Maðurinn, Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson lést á björgunarsveitaræfingu við Tungufljótnærri Geysi í Haukadal í nóvember í fyrra. Sigurður Kristófer var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils sem var við æfingu síðdegis á sunnudegi 3. nóvember 2024. Fjallað var um mál mannsins í Morgunblaðinu í gær og tilkynningu foreldra hans til nefndarinnar. Þar kom fram að foreldrar mannsins fengu ekki að vita af andláti Sigurðar Kristófers fyrr en þremur tímum eftir andlát hans. Þar kom einnig fram að móðirin hafi heyrt í útvarpsfréttum RÚV klukkan sex að maður hefði fallið í fljótið. Fram kom í fréttum þegar slysið varð að lögreglu hafi borist tilkynning um að maður hefði fallið í ána rétt fyrir klukkan fjögur Gekk illa að fá upplýsingar Fjölskyldan hafi vitað að Sigurður Kristófer var á staðnum við æfingu og reynt að afla sér upplýsinga en það gengið illa. Þeim hafi þó verið tjáð að lögreglan væri á leið til þeirra. Þau hafi hitt lögreglumann fyrir utan heimili sitt sem var einn á ferð og spurt strax hvort Sigurður væri látinn. Þegar faðir hans kom inn eftir að hafa lagt bílnum hafi lögreglumaðurinn tilkynnt þeim að Sigurður væri látinn. Fjölskyldan gagnrýnir að ekki hafi verið kallaður til prestur eða nokkur annar til að sinna sálgæslu og að lögreglumaðurinn hafi farið stuttu eftir að hann tilkynnti þeim um andlátið, á meðan móðir hans og faðir voru enn í miklu uppnámi. Þá gagnrýna þau í greininni að farið hafi verið með lík Sigurðar á líkhús á Selfossi en ekki á höfuðborgarsvæðið þar sem hann var búsettur. Þau hafi viljað sjá hann en ekki treyst sér til að aka yfir heiðina í því ástandi sem þau voru í. Útfararstjórinn hafi á endanum sótt hann daginn eftir og flutt hann á höfuðborgarsvæðið.
Mosfellsbær Lögreglan Lögreglumál Björgunarsveitir Bláskógabyggð Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira