Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Árni Sæberg skrifar 22. maí 2025 13:43 Einar Gautur er formaður Úrskurðarnefndar lögmanna. Hún tók Ómar ansi oft á beinið í fyrra. Vísir Úrskurðarnefnd lögmanna lagði í fyrra til við sýslumann að Ómar R. Valdimarsson yrði sviptur lögmannssréttindum tímabundið. Af sjö áminningum sem nefndin veitti í fyrra hlaut Ómar fimm. Í umfjöllun í Lögmannablaðinu um starfsemi úrskurðarnefndarinnar segir að árið 2024 hafi endurgjald verið lækkað í fjórum úrskurðum og fundið að störfum lögmanna átta sinnum. Sjö áminningar hafi verið veittar og þar af hafi einn lögmaður fengið fimm. Lagt hafi verið til að sýslumaður felldi niður réttindi lögmannsins tímabundið en ekki hafi verið orðið við beiðni úrskurðarnefndar. Áminntur ítrekað og hjólaði í nefndina Í umfjöllun Lögmannablaðsins er umræddur lögmaður ekki nefndur á nafn, ekki frekar en lögmenn almennt í úrskurðum nefndarinnar. Engum blöðum er þó um það að fletta að lögmaðurinn er Ómar R. Valdimarsson. Í fyrra voru fluttar þónokkrar fréttir af áminningum nefndarinnar til Ómars. Hann var meðal annars hirtur fyrir að birta viðkvæmar persónuupplýsingar um umbjóðanda sinn, sem hann átti í deilum við, að taka 38 prósent af bótum umbjóðanda í þóknun, og að senda dómara harla óvenjulegt tölvubréf í tengslum við Bankastræti club-málið svokallaða. Í október síðastliðnum stakk Ómar niður penna hér á Vísi og greindi frá því að hann byggist við allt að þremur áminningum frá nefndinni og sakaði hana um að gæta hagsmuna útvaldra lögmanna, eða „fínilögmanna“ eins og hann kallaði þá. „Þá eru áminningarnar orðnar fleiri en ég get talið og fyrir ýmiskonar misalvarleg brot gegn lögum um fínilögmenn eða siðareglum fínilögmanna. Margur heldur vafalaust að þetta sé nú ekki gott veganesti fyrir lögmann — að fyrst að fínimannanefnd sem skipuð er af fínimönnum hefur komist að þeirri niðurstöðu að ég hafi brotið gegn blessuðum reglunum þeirra.“ Ómar sagði í samtali við Vísi í fyrra að hann myndi stefna ríkinu til þess að fá áminninguna fyrir birtingu persónuupplýsinganna ógilta. „Það eru hreinar línur,“ sagði hann. Á þriðjudag fór fram aðalmeðferð í máli Ómars á hendur íslenska ríkinu og má því eiga von á dómi í málinu eftir um fjórar vikur. Aldrei verið gert áður Einar Gautur Steingrímsson, formaður Úrskurðanefndar lögmanna, segir í samtali við Vísi að mál hafi aldrei náð svo langt áður að nefndin leggi til við sýslumann að lögmaður verði sviptur réttindum eða þau felld niður tímabundið. Það hafi þó stundum legið í loftinu. Úrskurðarnefndin gefi álit um það hvort það sé rétt að svipta lögmann réttindum, eða fella þau niður tímabundið, síðan sé hennar hlutverki lokið og málið alfarið í höndum sýslumanns, fyrir hönd ráðherra. Sem áður segir ákvað Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra að taka ekki tillögu nefndarinnar og Ómar hélt því lögmannsréttindum sínum. Metfjöldi mála Í umfjöllun blaðsins segir að alls hafi 64 mál borist til Úrskurðarnefndar lögmanna árið 2024 og hafi aldrei verið fleiri á einu ári. Árið 2023 hafi borist 51 mál, sem einnig hafi verið met. Þá hafi tekist að ljúka 31 máli en tuttugu mál hafi verið afgreidd árið 2024. Af þeim málum sem bárust nefndinni á árinu 2024 hafi sextán verið afturkölluð en sex málum vísað frá án úrskurðar á upphafsstigum málsmeðferðar. Tvö mál hafi verið sameinuð og úrskurðað í 21 máli. Alls hafi því 47 úrskurðir verið kveðnir upp á árinu 2024, samanborið við 31 úrskurð á árinu 2023. Í málum varðandi ágreining um endurgjald vegna lögmannsstarfa hafi það verið lækkað í fjórum úrskurðum. Þá hafi verið fundið að störfum lögmanna átta sinnum í sex úrskurðum í málum sem lutu að kvörtunum vegna meintra brota lögmanns á lögum eða siðareglum lögmanna. Lögmennska Stjórnsýsla Úrskurðar- og kærunefndir Tengdar fréttir Ómar fær fyrir ferðina Neytendastofa segir Esju Legal, félag Ómars R. Valdimarssonar lögmanns, hafa verið með villandi og ranga upplýsingagjöf á vef sínum Flugbaetur.is þar sem ferðalöngum er boðið upp á aðstoð við innheimtu skaðabóta. 27. júní 2024 20:24 Segir Ómar hafa hótað pari málsókn vegna viðtals Par segir Ómar Valdimarsson lögmann hafa hótað þeim málsókn eftir að þau sögðu hann hafa höfðað dómsmál fyrir þeirra hönd án vitneskju þeirra. Ómar birti tölvupóstsamskipti sín við parið á Facebook og sagði þau skorta lesskilning. Parið skoðar hvort tilefni sé til að kæra birtingu Ómars á persónuupplýsingum þeirra og íhuga að kvarta yfir honum til úrskurðarnefndar lögmanna. 18. mars 2024 11:25 Ómar hirtur af úrskurðarnefnd: „Gegndarlaus og marklaus vitleysa“ Ómar R. Valdimarsson er lögmaðurinn sem var á dögunum hirtur af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir að krefja konu afsökunarbeiðni vegna ummæla hennar á TikTok. Ómar segir úrskurðinn til marks um að nefndarmenn skorti tengsl við raunveruleikann. 21. janúar 2023 15:01 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Sjá meira
Í umfjöllun í Lögmannablaðinu um starfsemi úrskurðarnefndarinnar segir að árið 2024 hafi endurgjald verið lækkað í fjórum úrskurðum og fundið að störfum lögmanna átta sinnum. Sjö áminningar hafi verið veittar og þar af hafi einn lögmaður fengið fimm. Lagt hafi verið til að sýslumaður felldi niður réttindi lögmannsins tímabundið en ekki hafi verið orðið við beiðni úrskurðarnefndar. Áminntur ítrekað og hjólaði í nefndina Í umfjöllun Lögmannablaðsins er umræddur lögmaður ekki nefndur á nafn, ekki frekar en lögmenn almennt í úrskurðum nefndarinnar. Engum blöðum er þó um það að fletta að lögmaðurinn er Ómar R. Valdimarsson. Í fyrra voru fluttar þónokkrar fréttir af áminningum nefndarinnar til Ómars. Hann var meðal annars hirtur fyrir að birta viðkvæmar persónuupplýsingar um umbjóðanda sinn, sem hann átti í deilum við, að taka 38 prósent af bótum umbjóðanda í þóknun, og að senda dómara harla óvenjulegt tölvubréf í tengslum við Bankastræti club-málið svokallaða. Í október síðastliðnum stakk Ómar niður penna hér á Vísi og greindi frá því að hann byggist við allt að þremur áminningum frá nefndinni og sakaði hana um að gæta hagsmuna útvaldra lögmanna, eða „fínilögmanna“ eins og hann kallaði þá. „Þá eru áminningarnar orðnar fleiri en ég get talið og fyrir ýmiskonar misalvarleg brot gegn lögum um fínilögmenn eða siðareglum fínilögmanna. Margur heldur vafalaust að þetta sé nú ekki gott veganesti fyrir lögmann — að fyrst að fínimannanefnd sem skipuð er af fínimönnum hefur komist að þeirri niðurstöðu að ég hafi brotið gegn blessuðum reglunum þeirra.“ Ómar sagði í samtali við Vísi í fyrra að hann myndi stefna ríkinu til þess að fá áminninguna fyrir birtingu persónuupplýsinganna ógilta. „Það eru hreinar línur,“ sagði hann. Á þriðjudag fór fram aðalmeðferð í máli Ómars á hendur íslenska ríkinu og má því eiga von á dómi í málinu eftir um fjórar vikur. Aldrei verið gert áður Einar Gautur Steingrímsson, formaður Úrskurðanefndar lögmanna, segir í samtali við Vísi að mál hafi aldrei náð svo langt áður að nefndin leggi til við sýslumann að lögmaður verði sviptur réttindum eða þau felld niður tímabundið. Það hafi þó stundum legið í loftinu. Úrskurðarnefndin gefi álit um það hvort það sé rétt að svipta lögmann réttindum, eða fella þau niður tímabundið, síðan sé hennar hlutverki lokið og málið alfarið í höndum sýslumanns, fyrir hönd ráðherra. Sem áður segir ákvað Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra að taka ekki tillögu nefndarinnar og Ómar hélt því lögmannsréttindum sínum. Metfjöldi mála Í umfjöllun blaðsins segir að alls hafi 64 mál borist til Úrskurðarnefndar lögmanna árið 2024 og hafi aldrei verið fleiri á einu ári. Árið 2023 hafi borist 51 mál, sem einnig hafi verið met. Þá hafi tekist að ljúka 31 máli en tuttugu mál hafi verið afgreidd árið 2024. Af þeim málum sem bárust nefndinni á árinu 2024 hafi sextán verið afturkölluð en sex málum vísað frá án úrskurðar á upphafsstigum málsmeðferðar. Tvö mál hafi verið sameinuð og úrskurðað í 21 máli. Alls hafi því 47 úrskurðir verið kveðnir upp á árinu 2024, samanborið við 31 úrskurð á árinu 2023. Í málum varðandi ágreining um endurgjald vegna lögmannsstarfa hafi það verið lækkað í fjórum úrskurðum. Þá hafi verið fundið að störfum lögmanna átta sinnum í sex úrskurðum í málum sem lutu að kvörtunum vegna meintra brota lögmanns á lögum eða siðareglum lögmanna.
Lögmennska Stjórnsýsla Úrskurðar- og kærunefndir Tengdar fréttir Ómar fær fyrir ferðina Neytendastofa segir Esju Legal, félag Ómars R. Valdimarssonar lögmanns, hafa verið með villandi og ranga upplýsingagjöf á vef sínum Flugbaetur.is þar sem ferðalöngum er boðið upp á aðstoð við innheimtu skaðabóta. 27. júní 2024 20:24 Segir Ómar hafa hótað pari málsókn vegna viðtals Par segir Ómar Valdimarsson lögmann hafa hótað þeim málsókn eftir að þau sögðu hann hafa höfðað dómsmál fyrir þeirra hönd án vitneskju þeirra. Ómar birti tölvupóstsamskipti sín við parið á Facebook og sagði þau skorta lesskilning. Parið skoðar hvort tilefni sé til að kæra birtingu Ómars á persónuupplýsingum þeirra og íhuga að kvarta yfir honum til úrskurðarnefndar lögmanna. 18. mars 2024 11:25 Ómar hirtur af úrskurðarnefnd: „Gegndarlaus og marklaus vitleysa“ Ómar R. Valdimarsson er lögmaðurinn sem var á dögunum hirtur af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir að krefja konu afsökunarbeiðni vegna ummæla hennar á TikTok. Ómar segir úrskurðinn til marks um að nefndarmenn skorti tengsl við raunveruleikann. 21. janúar 2023 15:01 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Sjá meira
Ómar fær fyrir ferðina Neytendastofa segir Esju Legal, félag Ómars R. Valdimarssonar lögmanns, hafa verið með villandi og ranga upplýsingagjöf á vef sínum Flugbaetur.is þar sem ferðalöngum er boðið upp á aðstoð við innheimtu skaðabóta. 27. júní 2024 20:24
Segir Ómar hafa hótað pari málsókn vegna viðtals Par segir Ómar Valdimarsson lögmann hafa hótað þeim málsókn eftir að þau sögðu hann hafa höfðað dómsmál fyrir þeirra hönd án vitneskju þeirra. Ómar birti tölvupóstsamskipti sín við parið á Facebook og sagði þau skorta lesskilning. Parið skoðar hvort tilefni sé til að kæra birtingu Ómars á persónuupplýsingum þeirra og íhuga að kvarta yfir honum til úrskurðarnefndar lögmanna. 18. mars 2024 11:25
Ómar hirtur af úrskurðarnefnd: „Gegndarlaus og marklaus vitleysa“ Ómar R. Valdimarsson er lögmaðurinn sem var á dögunum hirtur af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir að krefja konu afsökunarbeiðni vegna ummæla hennar á TikTok. Ómar segir úrskurðinn til marks um að nefndarmenn skorti tengsl við raunveruleikann. 21. janúar 2023 15:01