Bíó og sjónvarp

Staupasteinsstjarna er látin

Samúel Karl Ólason skrifar
George Wendt á hittingi leikara Cheers í Texas árið 2023.
George Wendt á hittingi leikara Cheers í Texas árið 2023. Getty/Rick Kern

George Wendt, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa leikið hinn drykkfengna Norm Peterson í gamanþáttunum Staupasteinn, eða Cheers, er látinn. Hann lést í svefni á heimili sínu í morgun en hann var 76 ára gamall.

Hvað dró hann til dauða hefur ekki verið opinberað, samkvæmt frétt TMZ.

Í yfirlýsingu frá fjölskyldu hans segir að Wendt hafi verið mikill fjölskyldumaður og hann hafi verið elskaður af öllum þeim sem hafi verið svo heppnir að kynnast honum.

Cheers voru mjög vinsælir þættir á NBC sem sýndir voru frá 1982 til 1993. Wendt lék í öllum 275 þáttunum og var tilnefndur til Emmy-verðlauna í flokki aukaleikara í gamanþáttum sex ár í röð.

Honum brá einnig fyrir í þáttunum Fraser, sem urðu til út frá Cheers. Þá lék Wendt í fjölmörgum öðrum þáttum og kvikmyndum í gegnum árin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.