Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. maí 2025 13:01 Napoli er í bílstjórasætinu og getur orðið ítalskur meistari í annað sinn á þremur árum. Alessandro Sabattini/Getty Images Napoli getur tryggt sér ítalska deildarmeistaratitilinn næsta föstudag en ef Inter tekst að jafna liðið að stigum verður hreinn úrslitaleikur um titilinn spilaður á mánudag á Ólympíuleikvanginum í Róm. Napoli er með eins stigs forystu í efsta sæti deildarinnar, með 79 stig, en Inter er í öðru sæti með einu stigi minna. Napoli getur því tryggt sér titilinn með sigri á heimavelli gegn Cagliari á föstudagskvöldið. Inter spilar útileik gegn Como á sama tíma. Aðrir leikir í lokaumferð ítölsku úrvalsdeildarinnar fara fram á laugardag og sunnudag. Samkvæmt reglum á Ítalíu er ekki horft til markatölu ef liðin enda jöfn að stigum. Sem þýðir að ef Napoli tapar og Inter gerir jafntefli verður hreinn úrslitaleikur spilaður næsta mánudag. Lokaumferðin öll átti að fara fram næsta sunnudag en breyttist vegna stöðunnar á toppnum. Samkvæmt La Gazzetta dello Sport hafa Napoli og Inter ólíkar skoðanir á þessu og vildu Inter menn að lokaumferðin færi fram á fimmtudagskvöld, svo að þeir fengju sem lengstan tíma til að undirbúa úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn PSG, sem fer fram laugardaginn 31. maí. Napoli menn eru hins vegar sagðir sáttir með að hafa lokaumferðina á föstudagskvöldinu, til að hægt sé að fagna titlinum alla helgina, og það ku sömuleiðis vera eitthvað sem hugnast sjónvarpsrétthafanum DAZN. Þó markatalan ráði ekki úrslitum deildarinnar, ef liðin enda jöfn að stigum, á hún samkvæmt reglum að ákvarða hvort liðið fær heimavallarrétt í úrslitaleiknum. Inter er með betri markatölu og úrslitaleikurinn ætti því að vera spilaður á San Siro. En vegna áhættumats varðandi áhorfendur Napoli, sem hafa margoft verið bannaðir á leikjum í höfuðborginni, verður leikurinn spilaður á Ólympíuleikvanginum í Róm, ef hann fer fram. Þá verður farið beint í vítaspyrnukeppni ef leikurinn endar með jafntefli. Ítalski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Sjá meira
Napoli er með eins stigs forystu í efsta sæti deildarinnar, með 79 stig, en Inter er í öðru sæti með einu stigi minna. Napoli getur því tryggt sér titilinn með sigri á heimavelli gegn Cagliari á föstudagskvöldið. Inter spilar útileik gegn Como á sama tíma. Aðrir leikir í lokaumferð ítölsku úrvalsdeildarinnar fara fram á laugardag og sunnudag. Samkvæmt reglum á Ítalíu er ekki horft til markatölu ef liðin enda jöfn að stigum. Sem þýðir að ef Napoli tapar og Inter gerir jafntefli verður hreinn úrslitaleikur spilaður næsta mánudag. Lokaumferðin öll átti að fara fram næsta sunnudag en breyttist vegna stöðunnar á toppnum. Samkvæmt La Gazzetta dello Sport hafa Napoli og Inter ólíkar skoðanir á þessu og vildu Inter menn að lokaumferðin færi fram á fimmtudagskvöld, svo að þeir fengju sem lengstan tíma til að undirbúa úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn PSG, sem fer fram laugardaginn 31. maí. Napoli menn eru hins vegar sagðir sáttir með að hafa lokaumferðina á föstudagskvöldinu, til að hægt sé að fagna titlinum alla helgina, og það ku sömuleiðis vera eitthvað sem hugnast sjónvarpsrétthafanum DAZN. Þó markatalan ráði ekki úrslitum deildarinnar, ef liðin enda jöfn að stigum, á hún samkvæmt reglum að ákvarða hvort liðið fær heimavallarrétt í úrslitaleiknum. Inter er með betri markatölu og úrslitaleikurinn ætti því að vera spilaður á San Siro. En vegna áhættumats varðandi áhorfendur Napoli, sem hafa margoft verið bannaðir á leikjum í höfuðborginni, verður leikurinn spilaður á Ólympíuleikvanginum í Róm, ef hann fer fram. Þá verður farið beint í vítaspyrnukeppni ef leikurinn endar með jafntefli.
Ítalski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Sjá meira