Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. maí 2025 12:40 George Simion, leiðtogi Sameiningarflokks Rúmena, greiðir atkvæði. AP Seinni umferð forsetakosninganna í Rúmeníu fer fram í dag en þar etja þeir kappi George Simion og Nicusor Dan, sem voru hlutskarpastir í fyrri umferð kosninganna 4. maí síðastliðinn. Sex mánuðir eru síðan hætt var við forsetakosningar vegna ásakana um að Rússar væru að beita sér í kosningunum. George Simion bar sigur úr býtum fyrri umferðar kosninganna með 41 prósent atkvæða. Hann er leiðtogi Sameiningarflokks Rúmena, fjarhægriflokks sem stofnaður var árið 2019 og þykir sigurstranglegur. Andstæðingur hans er Nicusor Dan, borgarstjóri Búkarestar, en hann hlaut 21 prósent atkvæða í fyrri umferð kosninganna. George Simion, sem þykir sigurstranglegur, er yfirlýstur aðdáandi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, og hefur verið sakaður um að horfa of hýru auga til Moskvu. Þá hefur hann kallað eftir því að Rúmenía dragi úr hernaðarstuðningi til Úkraínu. Kallar Pútín stríðsglæpamann Í viðtali við Telegraph í dag þverneitar hann ásökunum um undirgefni gagnvart Rússum og kallar Pútin stríðsglæpamann. „Pútín hefur framið stríðsglæpi í Úkraínu. Hann braut alþjóðasáttmála, hann sendi byssur og skriðdreka í annað sjálfstætt ríki,“ sagði hann. „Við einblínum á vopnahlé og friðarsamkomulag. Við styðjum ríkisstjórn Trumps heilshugar í tilraunum þeirra að stilla til friðar,“ segir hann. Þá hefur hann sagst vilja gera Nató ennþá sterkara í Austur-Evrópu. „Nató er stærsta og mikilvægasta hernaðarbandalag allra tíma. Það er bráðnauðsynlegt að Pólland, Rúmenía og Eystrasaltsríkin séu með.“ Þrátt fyrir það kveðst hann ekki viss um að innganga Úkraínu sé sniðug. „Ég er ekki sannfærður um að innganga Úkraínu í Nató muni stuðla að friði og öryggi,“ segir hann. Simion hefur kallað sjálfan sig „hinn evrópska MAGA frambjóðanda,“ en hann stendur að eigin sögn fyrir hefðbundnum gildum og þjóðernishyggju. Ógiltu niðurstöðurnar Sex mánuðir eru síðan stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu ógilti niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna í desember aðeins nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þurfti að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Calin Georgescu hafði þá nokkuð óvænt borið sigur úr býtum en hann var þáverandi leiðtogi Sameiningarflokks Rúmena. Ákvörðun dómstólsins kom í kjölfar þess að trúnaðargögn leyniþjónustunnar voru gerð opinber. Í þeim var gefið í skyn að Georgescu hefði grætt á aðgerð sem hefði snúið að því að snúa almenningsáliti og þannig hafa áhrif á kosninguna. Þá kom einnig fram að aðgerðinni hefði verið stýrt erlendis. Georgescu var svo meinað að bjóða sig fram á nýjan leik og Simion tók hans stað sem formaður þjóðernisflokksins. George Simion segir í viðtali við Telegraph að engin sönnunargögn hafi legið fyrir þegar niðurstöðurnar voru ógiltar. „Þeir fundu ekki snefil af sönnunargögnum áður en þau ógiltu niðurstöðurnar. Þetta voru svik. Þetta á ekki að gerast í Evrópusambandsríkjum. Við erum ekki valdboðsstjórn. Það er ekki boðlegt að banna einhverjum að bjóða sig fram í lýðræðisríki,“ segir George Simion. Rúmenía Tengdar fréttir Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Rúmenar ganga að kjörborðinu í dag í fyrri umferð kosninga til að velja sinn næsta forseta. Grannt er fylgst með kosningunum en sex mánuðir eru síðan hætt var við forsetakosningar vegna ásakana um að Rússar væru að beita sér í kosningunum. 4. maí 2025 10:56 Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Frambjóðanda öfgahægrisins er spáð sigri í fyrri umferð forsetakosninga í Rúmeníu sem verða endurteknar í maí. Kannanir benda engu að síður til þess að miðjumaður hefði sigur í seinni umferð kosninganna hver sem mótframbjóðandi hans væri. 17. mars 2025 13:32 Forsetinn segir af sér Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, hefur tilkynnt um afsögn sína, þremur mánuðum áður en Rúmenar gera aðra tilraun til að kjósa sér nýjan forseta. 10. febrúar 2025 13:14 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
George Simion bar sigur úr býtum fyrri umferðar kosninganna með 41 prósent atkvæða. Hann er leiðtogi Sameiningarflokks Rúmena, fjarhægriflokks sem stofnaður var árið 2019 og þykir sigurstranglegur. Andstæðingur hans er Nicusor Dan, borgarstjóri Búkarestar, en hann hlaut 21 prósent atkvæða í fyrri umferð kosninganna. George Simion, sem þykir sigurstranglegur, er yfirlýstur aðdáandi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, og hefur verið sakaður um að horfa of hýru auga til Moskvu. Þá hefur hann kallað eftir því að Rúmenía dragi úr hernaðarstuðningi til Úkraínu. Kallar Pútín stríðsglæpamann Í viðtali við Telegraph í dag þverneitar hann ásökunum um undirgefni gagnvart Rússum og kallar Pútin stríðsglæpamann. „Pútín hefur framið stríðsglæpi í Úkraínu. Hann braut alþjóðasáttmála, hann sendi byssur og skriðdreka í annað sjálfstætt ríki,“ sagði hann. „Við einblínum á vopnahlé og friðarsamkomulag. Við styðjum ríkisstjórn Trumps heilshugar í tilraunum þeirra að stilla til friðar,“ segir hann. Þá hefur hann sagst vilja gera Nató ennþá sterkara í Austur-Evrópu. „Nató er stærsta og mikilvægasta hernaðarbandalag allra tíma. Það er bráðnauðsynlegt að Pólland, Rúmenía og Eystrasaltsríkin séu með.“ Þrátt fyrir það kveðst hann ekki viss um að innganga Úkraínu sé sniðug. „Ég er ekki sannfærður um að innganga Úkraínu í Nató muni stuðla að friði og öryggi,“ segir hann. Simion hefur kallað sjálfan sig „hinn evrópska MAGA frambjóðanda,“ en hann stendur að eigin sögn fyrir hefðbundnum gildum og þjóðernishyggju. Ógiltu niðurstöðurnar Sex mánuðir eru síðan stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu ógilti niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna í desember aðeins nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þurfti að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Calin Georgescu hafði þá nokkuð óvænt borið sigur úr býtum en hann var þáverandi leiðtogi Sameiningarflokks Rúmena. Ákvörðun dómstólsins kom í kjölfar þess að trúnaðargögn leyniþjónustunnar voru gerð opinber. Í þeim var gefið í skyn að Georgescu hefði grætt á aðgerð sem hefði snúið að því að snúa almenningsáliti og þannig hafa áhrif á kosninguna. Þá kom einnig fram að aðgerðinni hefði verið stýrt erlendis. Georgescu var svo meinað að bjóða sig fram á nýjan leik og Simion tók hans stað sem formaður þjóðernisflokksins. George Simion segir í viðtali við Telegraph að engin sönnunargögn hafi legið fyrir þegar niðurstöðurnar voru ógiltar. „Þeir fundu ekki snefil af sönnunargögnum áður en þau ógiltu niðurstöðurnar. Þetta voru svik. Þetta á ekki að gerast í Evrópusambandsríkjum. Við erum ekki valdboðsstjórn. Það er ekki boðlegt að banna einhverjum að bjóða sig fram í lýðræðisríki,“ segir George Simion.
Rúmenía Tengdar fréttir Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Rúmenar ganga að kjörborðinu í dag í fyrri umferð kosninga til að velja sinn næsta forseta. Grannt er fylgst með kosningunum en sex mánuðir eru síðan hætt var við forsetakosningar vegna ásakana um að Rússar væru að beita sér í kosningunum. 4. maí 2025 10:56 Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Frambjóðanda öfgahægrisins er spáð sigri í fyrri umferð forsetakosninga í Rúmeníu sem verða endurteknar í maí. Kannanir benda engu að síður til þess að miðjumaður hefði sigur í seinni umferð kosninganna hver sem mótframbjóðandi hans væri. 17. mars 2025 13:32 Forsetinn segir af sér Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, hefur tilkynnt um afsögn sína, þremur mánuðum áður en Rúmenar gera aðra tilraun til að kjósa sér nýjan forseta. 10. febrúar 2025 13:14 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Rúmenar ganga að kjörborðinu í dag í fyrri umferð kosninga til að velja sinn næsta forseta. Grannt er fylgst með kosningunum en sex mánuðir eru síðan hætt var við forsetakosningar vegna ásakana um að Rússar væru að beita sér í kosningunum. 4. maí 2025 10:56
Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Frambjóðanda öfgahægrisins er spáð sigri í fyrri umferð forsetakosninga í Rúmeníu sem verða endurteknar í maí. Kannanir benda engu að síður til þess að miðjumaður hefði sigur í seinni umferð kosninganna hver sem mótframbjóðandi hans væri. 17. mars 2025 13:32
Forsetinn segir af sér Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, hefur tilkynnt um afsögn sína, þremur mánuðum áður en Rúmenar gera aðra tilraun til að kjósa sér nýjan forseta. 10. febrúar 2025 13:14