Innlent

Svalt þoku­loft ekki langt undan

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Ekkert lát verður á hlýindunum um helgina.
Ekkert lát verður á hlýindunum um helgina. Vísir/Vilhelm

Undanfarnir dagar hafa verið með hlýrra móti á landinu og ekkert lát verður á hlýindunum um helgina miðað við veðurspár. Almennt verður léttskýjað og hiti víða yfir 20 gráðum en við suður- og austurströndina verður svalt þokuloft ekki langt undan og þar sem þokan kemur inn á land má búast við hita á bilinu 10 til 13 stig.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofunni, en spáin var birt í morgun.

Þar segir jafnframt að síðustu daga hafi víða verið þurrt og sólríkt veður, einkum á Norðausturlandi, og áfram sé búist við þurrki. Þar sem gróður hefur ekki tekið við sér og er þurr, séu líkur á gróðureldum töluverðar og því mikilvægt að fólk fari varlega með eld næstu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×