Innlent

Fjár­mála­ráð­herra á­nægður með söluna á Ís­lands­banka

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum verður rætt við Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra um söluna á hlutum ríkisins í Íslandsbanka.

Daði segist ánægður með framkvæmdina og hefur ekki áhyggjur af því að stórir fjárfestar hafi ekki komist að fyrir áhuga almennings. 

Þá segjum við frá stöðunni á Keflavíkurflugvelli en nítján einstaklingar sitja í gæsluvarðhaldi vegna fíknefnasmygls.

Einnig heyrum við í okkar manni í Basel en nú styttist óðfluga í að VÆB bræður stígi á stokk í úrslitum Eurovision annað kvöld.

Í sportpakka dagsins verður hitað upp fyrir stórleik Breiðabliks og Vals í knattspyrnu kvenna í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×