Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Sindri Sverrisson skrifar 15. maí 2025 11:00 Fyrirliðinn Jordan Henderson og félagar hans í Ajax leyndu ekki vonbrigðum sínum í gærkvöld. Eftir tvö stig úr síðustu fjórum leikjum þurfa þeir nú að treysta á hjálp í lokaumferðinni til að geta orðið Hollandsmeistarar. Getty Fyrir mánuði síðan virtist Ajax svo gott sem búið að tryggja sér hollenska meistaratitilinn í fótbolta. Keppinautarnir í PSV höfðu játað sig sigraða. Við tók ævintýralegt, sögulega slæmt klúður Ajax-manna sem nú þurfa að treysta á hjálp Íslendinga í lokaumferðinni. Ajax vann PSV 2-0 á útivelli 30. mars og þá þegar viðurkenndu leikmenn PSV að baráttan um meistaratitilinn væri búin. „Núna höfum við tapað tvisvar fyrir Ajax á leiktíðinni. Þetta mót er búið. Við höndluðum greinilega ekki pressuna. Ajax var betra liðið en við köstuðum þessu bara frá okkur sjálfir. Núna verðum við eð ná 2. sæti, annars þurfum við að fara í undankeppnina fyrir Meistaradeild Evrópu,“ sagði Noa Lang, kantmaður PSV, og fyrirliði liðsins, Luuk de Jong tók í sama streng: „Níu stig eru of mikið. Ég held að það hafi aldrei gerst í sögunni að lið vinni upp svona forskot þegar það eru svona fáir leikir eftir,“ sagði De Jong. En honum skjátlaðist. Brynjólfur átti þátt í að skapa ærandi fögnuð PSV Ajax vann reyndar næstu tvo leiki og var því enn með níu stiga forskot (og gat náð tólf stiga forskoti) þegar liðið mætti Utrecht á útivelli 20. apríl. Þar hófst martröð liðsins. Utrecht vann 4-0 og Ajax hefur núna aðeins fengið tvö stig úr síðustu fjórum leikjum sínum. Á meðan hefur PSV verið á svakalegu flugi og er eftir dramatískt gærkvöld einu stigi fyrir ofan Ajax þegar ein umferð er eftir. Sigur gegn Groningen í gær hefði breytt öllu fyrir Ajax og liðið var 2-1 yfir fram á níundu mínútu uppbótartíma, og heimamenn í Groningen búnir að missa mann af velli með rautt spjald, þegar Thijmen Blokzijl rak rýting í hjarta Ajax-manna. Það ærði stuðningsmenn PSV skiljanlega af gleði. PSV fans & staff after hearing Ajax conceded in the 99th minute:😭😭😭😂 pic.twitter.com/f9eIhGfszK— Mystershirt 👕📦 (@Mystershirt) May 14, 2025 Íslendingur átti sinn þátt í þessu jöfnunarmarki Groningen því Brynjólfur Willumsson krækti í aukaspyrnuna sem það kom upp úr. Groningen sendi alla sína menn fram, þar á meðal markvörðinn Etienne Vaessen sem bjó til smálæti í teignum áður en boltinn endaði svo í netinu. Lætin héldu reyndar áfram eftir leik og á myndbandi sést Vaessen kýla mann úr þjálfarateymi Ajax. Dómari leiksins lyfti engum spjöldum en ljóst er að málið verður rannsakað. Vaessen die vol inslaat op iemand die op de grond ligt. Ik neem aan dat dit een serieus staartje krijgt @KNVB pic.twitter.com/njve4sJYFl— Tim (@Tim_TLBL) May 14, 2025 Stoppa Nökkvarnir PSV? Þrátt fyrir allt á Ajax enn möguleika fyrir lokaumferð deildarinnar á sunnudaginn. Liðið verður auðvitað að vinna Twente á heimavelli en svo þarf að treysta á að Sparta Rotterdam komi í veg fyrir sigur PSV. Sparta Rotterdam hefur heldur betur rétt úr kútnum eftir að Íslendingarnir Kristian Nökkvi Hlynsson og Nökkvi Þeyr Þórisson komu til félagsins í lok janúar, laust úr fallhættu og í 11. sæti deildarinnar. Kristian og Nökkvi hafa skorað tvö mörk hvor og hver veit nema annar þeirra bjargi Ajax frá því að fá nafn sitt skráð í sögubækurnar yfir mestu meistaratitilsklúður sögunnar? Hollenski boltinn Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Sjá meira
Ajax vann PSV 2-0 á útivelli 30. mars og þá þegar viðurkenndu leikmenn PSV að baráttan um meistaratitilinn væri búin. „Núna höfum við tapað tvisvar fyrir Ajax á leiktíðinni. Þetta mót er búið. Við höndluðum greinilega ekki pressuna. Ajax var betra liðið en við köstuðum þessu bara frá okkur sjálfir. Núna verðum við eð ná 2. sæti, annars þurfum við að fara í undankeppnina fyrir Meistaradeild Evrópu,“ sagði Noa Lang, kantmaður PSV, og fyrirliði liðsins, Luuk de Jong tók í sama streng: „Níu stig eru of mikið. Ég held að það hafi aldrei gerst í sögunni að lið vinni upp svona forskot þegar það eru svona fáir leikir eftir,“ sagði De Jong. En honum skjátlaðist. Brynjólfur átti þátt í að skapa ærandi fögnuð PSV Ajax vann reyndar næstu tvo leiki og var því enn með níu stiga forskot (og gat náð tólf stiga forskoti) þegar liðið mætti Utrecht á útivelli 20. apríl. Þar hófst martröð liðsins. Utrecht vann 4-0 og Ajax hefur núna aðeins fengið tvö stig úr síðustu fjórum leikjum sínum. Á meðan hefur PSV verið á svakalegu flugi og er eftir dramatískt gærkvöld einu stigi fyrir ofan Ajax þegar ein umferð er eftir. Sigur gegn Groningen í gær hefði breytt öllu fyrir Ajax og liðið var 2-1 yfir fram á níundu mínútu uppbótartíma, og heimamenn í Groningen búnir að missa mann af velli með rautt spjald, þegar Thijmen Blokzijl rak rýting í hjarta Ajax-manna. Það ærði stuðningsmenn PSV skiljanlega af gleði. PSV fans & staff after hearing Ajax conceded in the 99th minute:😭😭😭😂 pic.twitter.com/f9eIhGfszK— Mystershirt 👕📦 (@Mystershirt) May 14, 2025 Íslendingur átti sinn þátt í þessu jöfnunarmarki Groningen því Brynjólfur Willumsson krækti í aukaspyrnuna sem það kom upp úr. Groningen sendi alla sína menn fram, þar á meðal markvörðinn Etienne Vaessen sem bjó til smálæti í teignum áður en boltinn endaði svo í netinu. Lætin héldu reyndar áfram eftir leik og á myndbandi sést Vaessen kýla mann úr þjálfarateymi Ajax. Dómari leiksins lyfti engum spjöldum en ljóst er að málið verður rannsakað. Vaessen die vol inslaat op iemand die op de grond ligt. Ik neem aan dat dit een serieus staartje krijgt @KNVB pic.twitter.com/njve4sJYFl— Tim (@Tim_TLBL) May 14, 2025 Stoppa Nökkvarnir PSV? Þrátt fyrir allt á Ajax enn möguleika fyrir lokaumferð deildarinnar á sunnudaginn. Liðið verður auðvitað að vinna Twente á heimavelli en svo þarf að treysta á að Sparta Rotterdam komi í veg fyrir sigur PSV. Sparta Rotterdam hefur heldur betur rétt úr kútnum eftir að Íslendingarnir Kristian Nökkvi Hlynsson og Nökkvi Þeyr Þórisson komu til félagsins í lok janúar, laust úr fallhættu og í 11. sæti deildarinnar. Kristian og Nökkvi hafa skorað tvö mörk hvor og hver veit nema annar þeirra bjargi Ajax frá því að fá nafn sitt skráð í sögubækurnar yfir mestu meistaratitilsklúður sögunnar?
Hollenski boltinn Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn