Handbolti

Guð­mundur Bragi frá­bær í stór­sigri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðmundur Bragi var frábær í kvöld.
Guðmundur Bragi var frábær í kvöld. Bjerringbro Silkeborg

Guðmundur Bragi Ástþórsson átti stórleik þegar Bjerringbro-Silkeborg fór illa með GOG í úrslitakeppni dönsku efstu deildar karla í handbolta.

Bjerringbro-Silkeborg fór mikinn í kvöld og vann tólf marka stórsigur. Guðmundur Bragi var markahæstur í sigurliðinu með sjö mörk. Þá gaf hann þrjár stoðsendingar.

Einar Þorsteinn Ólafsson komst ekki á blað þegar Fredericia mátti þola sex marka tap á útivelli gegn Holstebro, lokatölur 31-25. Guðmundur Guðmundsson er þjálfari Fredericia.

Liðin eru saman í riðli 2 í úrslitakeppninni. Um er að ræða fjögurra liða riðil þar sem tvö efstu liðin fara áfram í undanúrslit leiknar hafa verið sex umferðir. Að loknum fjórum umferðum er GOG með 8 stig, Holstebro 6 stig, Fredericia 3 stig og Bjerringro-Silkeborg rekur lestina með 2 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×