Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Jón Þór Stefánsson skrifar 14. maí 2025 10:30 Svavar telur að hárígræðslur séu algengari en flesta gruni. Bylgjan Svavar Elliði Svavarsson, kennari og tónlistarmaður, fór til Tyrklands í hárígræðslu fyrir um mánuði síðan. „Ég var búinn að pæla lengi í þessu því hárið mitt er að þynnast svo mikið. Manni verður svolítið kalt á hausnum,“ sagði Svavar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi um aðgerðina. Hann segir ákvörðunina einnig hafa verið útlitslega. „Áður en þú ferð í aðgerðina máttu ekki drekka áfengi viku áður, og svoleiðis. Það er bara algjört bann við því. Svo máttu ekki hafa svona líkamlega kvilla eins og sykursýki eða hjartaveikindi og svo framvegis,“ segir Svavar. „Aðgerðin er bara þannig að þú ferð til læknis og hann skoðar þig. Þetta er hálfgerð verkfræði, að setja hár á höfuðið á þér.“ Aðgerðin sjálf snýst um að taka hár þaðan sem mikið er af því, sem er oft á hnakka, og færa yfir þar sem það vantar. „Þetta tók alveg átta klukkustundir. Maður er vakandi allan tímann,“ segir Svavar, sem var deyfður og fékk tíu mínútna matarpásu. „Maður finnur fyrir potinu allan tímann. En maður fann engan sársauka.“ En þegar deyfingin er farin? Var þetta þá vont? „Ég var aðallega bara bólginn. Ég fann ekki fyrir miklum sársauka. En það myndaðist bjúgur á hausnum, sem er eðlilegt eftir svona.“ Líkt og áður segir er nú um mánuður liðinn síðan hann fór í aðgerðina. Hann má því fara út að hlaupa aftur, en hann hefur ekkert mátt gera það síðan hann fór í aðgerðina. „Ég mátti ekkert svitna í heilan mánuð. Ég er mjög feginn að geta farið að hlaupa aftur.“ Svavar segir að hann megi búast við því að hárið fari að vaxa aftur þremur mánuðum eftir aðgerðina. „Þá á að koma hár sem er ekkert að fara aftur. Svo verður þetta alltaf meira og meira með tímanum.“ Heldur þú að það sé meira um þetta en fólk gerir sér grein fyrir? Vill fólk ekki tala um þetta? „Já, alveg klárlega. Ég sé það núna. Þegar maður leitar eftir því hugsar maður: Vá! Þessi fór í hárígræðslu,“ segir Svavar sem telur að karlar fari í svona ígræðslur frekar en konur. Bítið Lýtalækningar Tyrkland Íslendingar erlendis Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Lífið Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
„Ég var búinn að pæla lengi í þessu því hárið mitt er að þynnast svo mikið. Manni verður svolítið kalt á hausnum,“ sagði Svavar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi um aðgerðina. Hann segir ákvörðunina einnig hafa verið útlitslega. „Áður en þú ferð í aðgerðina máttu ekki drekka áfengi viku áður, og svoleiðis. Það er bara algjört bann við því. Svo máttu ekki hafa svona líkamlega kvilla eins og sykursýki eða hjartaveikindi og svo framvegis,“ segir Svavar. „Aðgerðin er bara þannig að þú ferð til læknis og hann skoðar þig. Þetta er hálfgerð verkfræði, að setja hár á höfuðið á þér.“ Aðgerðin sjálf snýst um að taka hár þaðan sem mikið er af því, sem er oft á hnakka, og færa yfir þar sem það vantar. „Þetta tók alveg átta klukkustundir. Maður er vakandi allan tímann,“ segir Svavar, sem var deyfður og fékk tíu mínútna matarpásu. „Maður finnur fyrir potinu allan tímann. En maður fann engan sársauka.“ En þegar deyfingin er farin? Var þetta þá vont? „Ég var aðallega bara bólginn. Ég fann ekki fyrir miklum sársauka. En það myndaðist bjúgur á hausnum, sem er eðlilegt eftir svona.“ Líkt og áður segir er nú um mánuður liðinn síðan hann fór í aðgerðina. Hann má því fara út að hlaupa aftur, en hann hefur ekkert mátt gera það síðan hann fór í aðgerðina. „Ég mátti ekkert svitna í heilan mánuð. Ég er mjög feginn að geta farið að hlaupa aftur.“ Svavar segir að hann megi búast við því að hárið fari að vaxa aftur þremur mánuðum eftir aðgerðina. „Þá á að koma hár sem er ekkert að fara aftur. Svo verður þetta alltaf meira og meira með tímanum.“ Heldur þú að það sé meira um þetta en fólk gerir sér grein fyrir? Vill fólk ekki tala um þetta? „Já, alveg klárlega. Ég sé það núna. Þegar maður leitar eftir því hugsar maður: Vá! Þessi fór í hárígræðslu,“ segir Svavar sem telur að karlar fari í svona ígræðslur frekar en konur.
Bítið Lýtalækningar Tyrkland Íslendingar erlendis Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Lífið Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira