Enski boltinn

Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úr­slita­leikinn

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Allt ætlaði um koll að keyra þegar Daniel Ballard skoraði sigurmarkið í uppbótartíma framlengingar.
Allt ætlaði um koll að keyra þegar Daniel Ballard skoraði sigurmarkið í uppbótartíma framlengingar. George Wood/Getty Images

Sunderland sló eigið áhorfendamet í undanúrslitaeinvígi Chamionship deildarinnar og er á leið í úrslitaleikinn á Wembley eftir hádramatískan 3-2 sigur gegn Coventry í gærkvöldi. 

Samanlagt voru 77.793 áhorfendur á undanúrslitaleikjunum tveimur en fyrra metið var 77.729 í einvígi Sunderland og Sheffield Wednesday árið 2022.

31.293 áhorfendur mættu á fyrri leikinn sem Sunderland vann 1-2. 46.630 áhorfendur voru svo mættir á leikvang ljósanna, heimavöll Sunderland, fyrir seinni leikinn í gær.

Coventry komst yfir í leiknum og jafnaði einvígið, sem fór í framlengingu. Allt stefndi svo í vítaspyrnukeppni en Daniel Ballard skoraði sigurmarkið fyrir Sunderland í uppbótartíma framlengingarinnar.

Sunderland fagnaði því 3-2 sigri í einvíginu, eftir að lagt ýmislegt á sig til að sigla sigrinum í höfn. Meðal annars dró félagið öll auglýsingaskiltin nær vellinum svo Coventry ætti erfiðara með að framkvæma löng innköst.

En það bar allt saman árangur og Sunderland heldur áfram í úrslitaleikinn á Wembley, upp á sæti í úrvalsdeildinni á næsta tímabili, gegn Sheffield United þann 24. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×