Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Jón Þór Stefánsson skrifar 13. maí 2025 12:14 Nú mega foreldrar skíra börn sín Dania eða Deimos, en ekki Hel og Bölmóður. Getty Mannanafnanefnd hefur birt tólf nýja úrskurði á vef sínum. Að þessu sinni samþykkir nefndin tíu ný nöfn en hafnar tveimur. Nefndin samþykkir eru kvenmannsnöfnin Beth, Einsa, Árey, Gúníta, Dawn, Ljósynja, Haukrún, og Dania. Þá samþykkir hún karlmannsnafnið Deimos og kynhlutlausanafnið Frey. Deimos er smærra af tveimur tunglum Mars. Í grískri goðafræði er Deimos holdgervingur óttans, sonur ástargyðjunnar Afródítu og stríðsguðsins Aresar. Nöfnin sem nefndin fellst ekki á eru Hel og Bölmóður. Það er í þriðja skipti sem nefndin hafnar Hel, en það gerðist líka árið 2017 og 2021. Í úrskurði nefndarinnar er vísað til þessara fyrri úrskurða, en í þeim sagði að orðið hel hefði neikvæða merkingu. Þá er bent á í fyrri úrskurðum að nafnið sé tekið sem dæmi um nafn sem geti orðið nafnbera til ama í greinargerð með lögum um mannanöfn Samkvæmt Íslenskri orðabók merki sérnafnið Hel „gyðja dauðaríkisins“ í norrænni goðafræði og samnafnið hel „ríki dauðra, bani, dauði“. „Þess vegna er ljóst að nafnið Hel hefur neikvæða og niðrandi merkingu í málvitund almennings og getur orðið nafnbera til ama,“ segir í úrskurðinum frá 2021. Bölmóður reynir á sama skilyrði og Hel, um að nafn megi ekki vera nafnbera til ama. Í úrskurði nefndarinnar er bent á að böl merki „óhamingja eða ólán“. Þá merki nafnorðið bölmóður „hugarástand svartsýni og vonleysi“. „Nefndin telur að nafnið Bölmóður hafi mjög neikvæða merkingu,“ segir í úrskurðinum. Mannanöfn Íslensk tunga Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni, fræðsla og afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira
Nefndin samþykkir eru kvenmannsnöfnin Beth, Einsa, Árey, Gúníta, Dawn, Ljósynja, Haukrún, og Dania. Þá samþykkir hún karlmannsnafnið Deimos og kynhlutlausanafnið Frey. Deimos er smærra af tveimur tunglum Mars. Í grískri goðafræði er Deimos holdgervingur óttans, sonur ástargyðjunnar Afródítu og stríðsguðsins Aresar. Nöfnin sem nefndin fellst ekki á eru Hel og Bölmóður. Það er í þriðja skipti sem nefndin hafnar Hel, en það gerðist líka árið 2017 og 2021. Í úrskurði nefndarinnar er vísað til þessara fyrri úrskurða, en í þeim sagði að orðið hel hefði neikvæða merkingu. Þá er bent á í fyrri úrskurðum að nafnið sé tekið sem dæmi um nafn sem geti orðið nafnbera til ama í greinargerð með lögum um mannanöfn Samkvæmt Íslenskri orðabók merki sérnafnið Hel „gyðja dauðaríkisins“ í norrænni goðafræði og samnafnið hel „ríki dauðra, bani, dauði“. „Þess vegna er ljóst að nafnið Hel hefur neikvæða og niðrandi merkingu í málvitund almennings og getur orðið nafnbera til ama,“ segir í úrskurðinum frá 2021. Bölmóður reynir á sama skilyrði og Hel, um að nafn megi ekki vera nafnbera til ama. Í úrskurði nefndarinnar er bent á að böl merki „óhamingja eða ólán“. Þá merki nafnorðið bölmóður „hugarástand svartsýni og vonleysi“. „Nefndin telur að nafnið Bölmóður hafi mjög neikvæða merkingu,“ segir í úrskurðinum.
Mannanöfn Íslensk tunga Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni, fræðsla og afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira