Handbolti

Strákarnir okkar í öðrum styrk­leika­flokki

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Snorri Steinn bíður spenntur eftir fimmtudeginum.
Snorri Steinn bíður spenntur eftir fimmtudeginum. Vísir/Anton Brink

Það verður dregið í riðla fyrir EM 2026 í vikunni og nú er ljóst að strákarnir okkar verða í öðrum styrkleikaflokki.

Ísland mun spila í Kristianstad í riðlakeppninni og færist svo yfir til Malmö ef liðið kemst í milliriðil.

Aðeins þrír andstæðingar eru í boði í efsta styrkleikaflokki: Frakkland, Ungverjaland og Slóvenía. Danmörk, Svíþjóð og Þýskaland eru þegar komin með riðil sem Ísland getur ekki lent í.

Dregið verður á fimmtudag en fjögur lið eru í hverjum riðli. Eitt úr hverjum styrkleikaflokki.

Styrkleikaflokkur 1:

Frakkland

Ungverjaland

Slóvenía

Styrkleikaflokkur 2:

ÍSLAND

Noregur

Portúgal

Króatía

Spánn

Færeyjar

Styrkleikaflokkur 3:

Austurríki

Holland

Svartfjallaland

Tékkland

Pólland

Norður Makedónía

Styrkleikaflokkur 4:

Georgía

Serbia

Sviss

Rúmenía

Úkraína

Ítalía




Fleiri fréttir

Sjá meira


×