Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Bjarki Sigurðsson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 11. maí 2025 21:13 KAJ-menn segja að næsta lag þeirra fjalli um hið íslenska gufubað. Vísir/Bjarki Opnunarhátíð Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, fór fram í dag og gengu keppendurnir hinn fræga grænbláa dregil. Hinir sænsk-finnsku meðlimir sveitarinnar KAJ eru taldir sigurstranglegastir en þeir keppa fyrir hönd Svíþjóðar. Lag þeirra fjallar um saunumenningu heimaslóða þeirra en þeir segja sitt næsta lag munu fjalla um gufubaðsmenninguna á Íslandi. Það eru þeir Jakob Norrgård, Axel Åhman og Kevin Holmström sem saman mynda sveitina KAJ. Þeir eru allir sænskumælandi Finnar frá Austurbotni og eru líklega fyrstu söngvararnir frá svæðinu sem hafa öðlast heimsfrægð af því að syngja á eigin mállýsku Austurbotnssænsku. Þeir unnu óvænt þungavigtarjúrómanninn Måns Zelmerlöw í sænsku undankeppninni Melodifestivalen. Jakob Norrgaard segir spennuna byggjast upp en hlakkar til að stíga á stokk á þriðjudaginn en þeir keppa í sömu undankeppni og Væb-bræðurnir fyrir hönd Íslands. Félagi hans Axel Åhman tekur undir með honum og segir viðbrögðin við laginu hafa farið fram úr öllum vonum. „Við höfum alltaf verið í mjög miklu jaðardæmi. Sænskumælandi Finnar eru um það bil jafnmargir og Íslendingar. Þannig þið vitið hvernig þetta er, þetta er fámennur hópur. Að ná að gera eitthvað sem fær þvílíka athygli er mjög sjaldgæft. Svo gerðum við það á okkar eigin mállýsku sem er enn sjaldgæfara,“ segir hann. Finnarnir eru heimsfrægir fyrir saunumenningu sína og það er akkúrat það sem lag Kaj-manna fjallar um en hvað finnst þeim um gufuböð okkar Íslendinga? „Mér finnst líka gott í gufubaði en það er allt annað fyrirbæri. Mér finnst að maður ætti að prófa bæði, finnsku saununa og gufubaðið,“ segir Kevin Holmström og Jakob félagi hans skýtur svo inn í næsta lagið með Kaj muni fjalla um hið íslenska gufubað. Hvernig líst ykkur á VÆB-bræður? „Þeir eru með mjög gott væb. Ég dýrka orkuna í þeim, þeir eru svo skemmtilegir. Það er alltaf gaman að hitta þá á svæðinu. Mér finnst þeim ganga frábærlega með lagið. Þeir stóðu sig mjög vel á seinni æfingunni þeirra,“ segir Axel. „Ég fer alltaf í morgunmat á nákvæmlega sama tíma og Matti. Ég fæ fimmu frá honum á hverjum morgni,“ segir Jakob. Eruð þið stressaðir? „Það er að byggjast upp. Maður verður smástressaður en það þýðir ekkert nema að standa sig. Okkur líður vel með atriðið en þetta snýst um að standa sig þegar tíminn kemur,“ segir Kevin. Eurovision Eurovision 2025 Svíþjóð Tónlist Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Það eru þeir Jakob Norrgård, Axel Åhman og Kevin Holmström sem saman mynda sveitina KAJ. Þeir eru allir sænskumælandi Finnar frá Austurbotni og eru líklega fyrstu söngvararnir frá svæðinu sem hafa öðlast heimsfrægð af því að syngja á eigin mállýsku Austurbotnssænsku. Þeir unnu óvænt þungavigtarjúrómanninn Måns Zelmerlöw í sænsku undankeppninni Melodifestivalen. Jakob Norrgaard segir spennuna byggjast upp en hlakkar til að stíga á stokk á þriðjudaginn en þeir keppa í sömu undankeppni og Væb-bræðurnir fyrir hönd Íslands. Félagi hans Axel Åhman tekur undir með honum og segir viðbrögðin við laginu hafa farið fram úr öllum vonum. „Við höfum alltaf verið í mjög miklu jaðardæmi. Sænskumælandi Finnar eru um það bil jafnmargir og Íslendingar. Þannig þið vitið hvernig þetta er, þetta er fámennur hópur. Að ná að gera eitthvað sem fær þvílíka athygli er mjög sjaldgæft. Svo gerðum við það á okkar eigin mállýsku sem er enn sjaldgæfara,“ segir hann. Finnarnir eru heimsfrægir fyrir saunumenningu sína og það er akkúrat það sem lag Kaj-manna fjallar um en hvað finnst þeim um gufuböð okkar Íslendinga? „Mér finnst líka gott í gufubaði en það er allt annað fyrirbæri. Mér finnst að maður ætti að prófa bæði, finnsku saununa og gufubaðið,“ segir Kevin Holmström og Jakob félagi hans skýtur svo inn í næsta lagið með Kaj muni fjalla um hið íslenska gufubað. Hvernig líst ykkur á VÆB-bræður? „Þeir eru með mjög gott væb. Ég dýrka orkuna í þeim, þeir eru svo skemmtilegir. Það er alltaf gaman að hitta þá á svæðinu. Mér finnst þeim ganga frábærlega með lagið. Þeir stóðu sig mjög vel á seinni æfingunni þeirra,“ segir Axel. „Ég fer alltaf í morgunmat á nákvæmlega sama tíma og Matti. Ég fæ fimmu frá honum á hverjum morgni,“ segir Jakob. Eruð þið stressaðir? „Það er að byggjast upp. Maður verður smástressaður en það þýðir ekkert nema að standa sig. Okkur líður vel með atriðið en þetta snýst um að standa sig þegar tíminn kemur,“ segir Kevin.
Eurovision Eurovision 2025 Svíþjóð Tónlist Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira